Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 34
34
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Sendum 6estu óskir urti
gieðiieg jóC ogfarsce Ct
komancU ár.
Þökkum samskiptin
á Ciðnu úri.
Félag opinberra starfsmanna
Austurlandi
AKURGULL
Fellabæ
Gunnar & Snæfugl
Reyðarfirði
Samkvæmispáfinn
Miðvangi 2-4 Egilsstöðnm
Ferðamiðstöð Austurlands hf.
Skógarlöndum Egilsstöðum
Bókhaldsþjónusta
Þórhalls Haukssonar
Egilsstöðum og Breiðdalsvtk
Svavar & Kolbrún
Egilsstöðum
Nudd- og gufubaðstofa
• •
Onnu Hjaltadóttur
Ullartanga 4 - Fellabæ
TÖLVUSKÓLINN EIDUM
Ferðalag eldri borgara á Héraði...
Framhald af bls. 25.
Þar sáum við önnur jarðgöng
sem hafði verið unnið við. Flateyri
er út með firðinum. í Önundarfirði
er búsældarlegt. Fjörðurinn brúaður
og styttir það dálítið leiðina. Næst
er farið yfir Gemlufjallsheiði, hún
stutt og nú orðin snjólétt. Komið
niður í Dýrafjörð og stansað á
Þingeyri þar sem við fengum okkur
hressingu. Bændur í Dýrafirði eru
með blönduð bú, þar var ekki kal í
túnum. Þá var næst ekið yfir
Hrafnseyrarheiði, Kaldbakur trjónir
þar hæst fjalla á Vestfjörðum 985
m. Talið að í góðu skyggni megi
sjá af honum til Grænlands. I heið-
arkinn voru djúp snjógöng. Komið
niður í Arnarfjörð og stansað á
Hrafnseyri æðilengi. Farið var að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar,
gengið í kirkjuna, sem er heldur lít-
il timburkirkja byggð 1885.1 henni
eru mjög fallegir kirkjumunir. Þá
var safnhúsið og safnið skoðað. En
saga þess er á þá leið að um 1960
var reist stórt steinhús fyrir prest og
ábúanda, ætlunin var að koma þar
fyrir heimavistarskóla. Hætt var við
þau áform þar eð fólki fækkaði
óðum í Arnarfirði, en bamakennsla
var þar í mörg ár. Nýting á þessum
húskynnum var því lítil, þar til
Hrafnseyramefnd ákvað að koma
upp minjasafni um Jón Sigurðsson
og byggja við húsið eins og ráðgert
var í upphafi. Safninu var komið
fyrir á báðum hæðum í miðbygg-
ingunni, en minningar kapellu Jóns
Sigurðssonar í nýju álmunni. A
Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980 var
safnið formlega opnað af Vigdísi
Finnbogadóttur forseta og sama
dag vígði Sigurbjörn Einarsson
biskup kapelluna.
Steinþór Sigurðsson listmálari og
Einar Laxness cand. mag. höfðu
veg og vanda af að koma upp safn-
inu. Steinþór teiknaði alla gluggana
í kapelluna en þeir vom unnir út í
Þýskalandi. Gluggarnir þnr á aust-
urhlið kapellunnar em gerðir í
minningu Jóns Sigurðssonar og
eiga þeir að minna á íslenskt þjóð-
líf og íslenska menningu á dögum
Jóns Sigurðssonar og þar með lífs-
starf hans. Glugginn að vestan-
verðu er hins vegar gerður í minn-
ingu Hrafns Sveinbjarnarsonar,
sem staðurinn er kenndur við og er
gjöf frá Læknafélagi Islands, sem
þannig vildi heiðra minningu hans
sem fyrsta lærða læknis fslandssög-
unnar. Gólfteppi í kapellunni er
teiknað eftir Steinþór Sigurðsson
og á að minna á að Jón Sigurðsson
hafi verið “sverð og skjöldur” fs-
lands. Altarið sem er úr íslenskum
grásteini er einnig hannað af Stein-
þóri.
Fyrir neðan túnið á Hrafnseyri er
fornt skipanaust við sjóinn, kennt
við Hrafn Sveinbjarnarson, og kall-
ast það Hrafnsnaust. Friðlýstar leif-
ar gamalla rústa eru taldar hafa ver-
ið bær An Rauðfellds landnáms-
manns og konu hans Grelöðar.
(Heimilir úr riti um Hrafnseyri og
Jón Sigurðsson).
Var nú haldið af stað og inn með
Arnarfirði og numið staðar til að
taka myndir af fossinum Dynjanda
sem nú er ekki nema svipur hjá
sjón síðan Mjólkárvirkjun tók til
starfa. Farið var fyrir Borgarfjörð,
sem skerst út úr Arnarfirði og lá
leið okkar framhjá stöðvarhúsi
virkjunarinnar. Ur botni Amar-
fjarðar er farið upp á Dynjandis-
heiði, þar var mikil snjóbreiða.
Komið var niður í Geirþjófsfjörð,
og áfram var haldið og nú yfir
Tröllaháls í 750 m hæð og þar var
hiti 10 stig. Komum niður í kjarri
vaxið dalverpi. Þar stutt frá er
Flókalundur sem er ferðamanna-
hótel og gististaður okkar í nótt.
Ólafur gekk frá röðun á herbergi og
fl. en þar sem klukkan var aðeins
17.00 var stungið upp á að fara út
að Brjánslæk og kanna hvort skelj-
arnar hafi verið búnar þegar vinnsla
hætti þar. í hlíðinni út að Brjánslæk
var allmikið af sumarhúsum í
birkirjóðrum. Lítil var viðstaða á
Brjánslæk þó fóru nokkrir niður í
fjöru til að svipast eftir skeljum.
Þegar komið var aftur að Flóka-
lundi var sest að veisluborði þar
sem boðið var upp á súpu og steik
og fjölbreyttan drykk með matnum,
og kaffi á eftir. Að lokum háttað í
uppbúin rúm.
Miðvikudagur 23. júní
Sólskin og blíða og hiti 10 stig.
Eftir morgunverð kvöddum við
gestgjafa okkar í Flókalundi en
þaðan er fagurt útsýni yfir Vatns-
fjörð. Var byrjað á að aka inn með
Vatnsfjarðarvatni, sem er mjög
langt og skógi vaxin hlíð upp af
vatninu. A fallegum stað undir
hlíðinni fóru allir út í myndatöku.
Var nú snúið við og ekið út með
Vatnsfirði, þar óteljandi eyjar og
sker úti fyrir. Kjálkafjörður er smá
fjörður sem skerst inn úr Breiða-
firði, kjarri vaxinn milli fjalls og
fjöru.
Glámuhálendi hér inn af og þing-
mannaheiði, þá Kerlingarfjörður, í
minni hans sker og boðar. Þá er
næst komið að Mjóafirði sem
skerst inn úr Kerlingarfirði, þar
miklar snjófannir fyrir fjarðarbotni.
Þá er næst ekið um Skálmames og
Skálmamesfjörð og Skálmames-
heiði. Farið var upp á svokallaða
Hálsa og þar farið á bak við Kvíg-
indisfjörð. Mjög bratt niður í
Kollafjörð hjá bænum Kletti, þar
var numið staðar, tekið upp nesti
og borðað í 14 stiga hita. Að því
loknu var ekið af stað út með
Kollafirði og framhjá bæjunum
Múla, Eyri, Galtadal og Galtará. En
brátt nálgumst við bæinn Kleifar-
staði í Kollafirði. Þar var að sjá ný-
legur sumarbústaður og nýuppgerð
túngirðing. Stansað er við hliðið og
Þórlaug fer út og gengur heim að
húsinu og á móti henni kemur
kona, þær fallast í faðma og heils-
ast, síðan komu þær að bílnum og
konan, Guðrún Ólafsdóttir, heilsaði
fólkinu og þekkti marga. Þegar hún
heilsaði mér kynnti ég mig. Þá
sagði hún “þekkirðu mig ekki? Ég
sem kom með henni Tollu Þorleifs
að Flögu”. Jú, ég mundi það. Þór-
laug var búin að tala við Guðrúnu í
bílasíma, þess vegna gekk þetta allt
svo eðlilega fyrir sig. Guðrún og
maður hennar sem ekki var staddur
heima, höfðu tekið býlið og bústað-
inn á leigu til 5 ára og voru búin að
flíkka mikið upp á hann. Guðrún
sagðist dvelja þarna með Hjördísi
dóttur sinni og tveimur bömum
hennar. Þarna var öllum hópnum
veitt kaffi af rausn. Síðan voru þær
mæðgurnar kvaddar með þakklæti
fyrir alúðlegar móttökur og veiting-
ar. Þá haldið af stað en ekki var
langt farið því stansað var í Flakk-
aranum og keyptur harðfiskur og
fenginn stór hamar til að berja hann
á steini í vegg á móti búðardyrun-
um. Þá var ferðinni haldið áfram
inn með Gufufirði. Þar fallegt
landslag eyjar og sker úti fyrir,
hlíðar kjarri vaxnar, en allir bæir í
eyði. Farið var um Gufudal og
Gufudalssveit þar búsældarlegt, vítt
til veggja og mikill kjarrgróður.
Næst var farið yfir Gufudalsháls og
komið niður í Djúpafjörð, þar áber-
andi miklar leirur fyrir tjarðarbotni,
en þroskamikið skógarkjarr í hlíð-
um.
Ur Djúpadal er farið yfir Hjalla-
háls og komið niður í Þorskafjörð.
Þar nokkrir bæir, kunnastur þeirra
er Skógar, en þeir eru löngu komnir
í eyði.
A Kollabúðum við botn Þorska-
fjarðar vora til foma háð vorþing
fyrir Vesfirði, svonefnd Þorska-
fjarðarþing. Kollabúðarfundir voru
haldnir 1848 - 1895 til að vekja ís-
lendinga til umhugsunar um sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar á þessum
gamla þingstað. Minnismerki um
fundinn var sett upp á þjóðhátíðar-
árinu 1974. Það stendur á steyptri
plötu, og óljósar rústir, e.t.v. af
bænum Skógum, í nánd við það. Á
minnismerkið er skráð nafn þjóð-
skáldsins Matthíasar Jochumsson-
ar, fæddur 1 1.11.1835, dáinn
19.11.1920. Eftir þennan smá stans
við minnismerkið var farið út að
hótel Bjarkarlundi, þar farið inn og
drukkið kaffi eða súkkulaði og
heitar vöfflur með þeyttum rjóma.
Eftir að hafa lokið veitingum var
haldið af stað út að Reykhólum á
þeirri leið er falleg hlíð og mikið
gróðursett í hana. Erindið var að
skoða þörungaverksmiðjuna. Við
hittum verksmiðjustjórann og hann
sagði okkur að það ynnu þrír menn
á þrískiptum vöktum. Hann sagði
að úr einu tonni af þangi fengist
150-200 kg af þangmjöli. Hann
sagði líka að það mætti slá þangið á
fjögra ára fresti. Aðspurður sagði
hann að það gengi sæmilega að
selja mjölið, en bætti við og sagði
að það mætti ganga betur. Var nú
haldið af stað og nú fyrir Berafjörð
og Króksfjarðarnes og inn með
Gilsfirði, farið fram hjá Garpsdal,
þar kirkja og tveir bæir fyrir botni
fjarðarins, Brekka og Kleif. Farið
var framhjá Ólafsdal, þar var Torfi
Bjamason með bændaskóla, nú er
staðurinn í eyði. Þá lá leiðin fram
hjá Hafragili, þar var Kjartan Ó-
lafsson veginn. Komið að Edduhót-
elinu Laugum klukkan að verða sjö
og þar gist.
En þó ferðaveður væri gott og
allur aðbúnaður góður í ferðinni
fóru samt nokkrir í hópnum að
kvefast, þar á meðal ég. Einhvem
tímann þennan dag var ég inntur
eftir hvernig ég væri af kvefinu.
Svarið var:
Hósta kjöltur hiti og tak,
ég held eg ætti að liggja.
En kaffisopa og koníak,
ég kannski mundi þiggja.
Fimmtudagur 24. júní
Alskýjað að morgni en létti til og
besta ferðaveður.
Um nóttina vakna ég hríðskjálf-
andi og kominn með tak og sjálf-
sagt hita. Alfreð herbergisfélagi
minn fór að finna Þórlaugu heil-
brigðisfulltrúa okkar. Kom hún
fljótlega, leit á mig og lagði fyrir
nokkrar spumingar, sagðist verða
að ná í hitamælir, sem sannaði að
ekki var um uppgerð að ræða, lét
mig taka einhverjar töflur, sem hún
hafði meðferðis. Ég klæddi mig
vel og kom nú hálsklúturinn hennar
Aðalbjargar í Bessastaðagerði sér
vel, sem hún lánaði mér daginn
áður. Síðan var búið um mig í aft-
ursæti í bílnum, og fór flest framhjá
mér fyrri hluta dags.
Styðst ég nú við frásögn annarra.
Breyta varð smávegis ferðaáætlun
til að komast sem fyrst að Búðardal
og hafa samband við lækni.
Framhald í næsta blaði.