Austri


Austri - 16.12.1993, Side 15

Austri - 16.12.1993, Side 15
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 15 Hér mættust stálin stinn! Og áður höfðu sýslunefndir beggja Múla- sýslna ályktað í kross. Blaðadeilur Blaðaskrifin voru talsvert fyrir- ferðarmikil og er ekki unnt að rekja þau hér að neinu marki. Mér sýnist Guðmundur Hávarðsson, þá búsett- ur á Seyðisfirði, hafi riðið á vaðið með grein í Bjarka í febrúar 1900. Kveikjan sennilega athugun Páls vegfræðings á Fagradal sem nýlega hafði verið sagt frá í sama blaði. Guðmundur mælir með Fjarðar- heiði sem hann segir að sé ”þrátt fyrir hæðina svo vel löguð fyrir ak- veg að ótrúlegt má virðast.” Og gerir samanburð við Fagradal: “Vegalengdin er nær helmingi m'inni, viðhald á veginum yrði miklu kostnaðarminna, og það sem merkilegast er, vegurinn yrði kannske litlu brattari á Fjarðarheiði en Fagradal.” Enn segir Guðmundur að yfir heiðina megi fara “hvenær sem er með hesta og æki, en oft er og verður alltaf tímunum saman ófært yfir Fagradal.” Varð nú ritdeila og hélt Guð- mundur fast við sína meiningu. Þegar andmælendur hans býsnuð- ust yfir snjóalögum á Fjarðarheiði, þá sagði hann “að akbraut á Fjarð- arheiði má plægja og með því móti hafa veginn færan allan veturinn, þar sem ógerningur væri að plægja veginn á Fagradal.” - Fleiri héldu þessu fram síðar. Hér mun átt við snjóplóg eins og ég sá á götum Seyðisfjarðar 1933. Hann var gerður úr tré, járnsleginn þríhyrningur, dreginn af einum hesti. Hom hans klauf snjóinn (væri hann ekki of djúpur!) og vængirnir sópuðu honum til hliðar svo greiðfærara varð um götur bæj- arins. Deilan sem Guðmundur Há- varðsson hóf í ársbyrjun 1900 stóð fram eftir vetri. Haustið efir kom þessi frétt í Austra: Dómsorð - og sýn til framtíðar “Landshöfðingi skoðaði ásamt Tuliniusi sýslumanni, Thoroddsen verkfræðingi, póstmeistara Sigurði Briem o.fl. leiðina yfir Fagradal og Fjarðarheiði, og mun þeim helst enginn efi vera á því að akvegur frá Fljótsdalshéraði til fjarða mun verða lagður eftir Fagradal að Reyðarfjarðarbotni, sem líka má heita lífsspursmál fyrir Héraðs- búa.” Þrátt fyrir afdráttarlausa umsögn höfðingja að sunnan tóku Austfirð- ingar fleiri lotur um vegstæðið. Að þrætunni slepptri er fróðlegt að gefa gætur framtíðarsýn sumra greinarhöfunda. Dalbúi sér fyrir sér “eimbát” á Lagarfljóti sem dragi flutn- ingapramma og þá verði farið að bæta vegi bæja á milli þegar akveg- ur verði kominn upp frá sjó. Séra Magnús í Vallanesi segir kol og byggingarvörur vart flytjan- legar á klakk. Muni því akvegur greiða fyrir byggingum á Héraði og efla ræktun - þegar hætt verði að brenna áburðinum - og talar um verslun við Lagarfljótsbrú. Og Fjallbúi skrifar 1901: “Jafnskjótt og akbraut er lögð myndast kauptún við Lagarfljóts- brúna og þangað sækja flestir Hér- aðsbúar nauðsynjar sínar.” - Hér læt ég nótt sem nemur. E.s. Þessi frásögn er tekinn úr ít- arlegri samantekt sem væntanlega verður birt einhvers staðar seinna. Vilhjálmur Hjálmarsson /---------------— \ Sendurn starfsfóCfd, féíagsmönnum og öðrum viðsífptavinum Sestu óskir um gCeðiíeg jóC ogfarsceCt kpmancíi ár. Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Austfirðingum bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. PRENTVERK AUSTURLANDS HF © 11800 fMeð þökkfyrir viðskiptin á árinu sem er að Cíða. Kaupfélag Stöðfírðinga Stöðvarfírði og Breiðdalsvík \_ Sencfum viðs/qpta- vinum ncer oyfjcer Sestu óskir um gCeðiCep jóC ojjfarsceCt Cgmandi ár, með þöCjffyrir við- sCiptin á Cíðandi ári. WORLDWIDE EXPRESS DHL Hraðflutningar hf. Skeifan 7 Reykjavík , sími 91-689822, fax 689865 Verslun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga að Skólavegi 59 verður opin eftirtalda daga sem hér segir: fÁ W ''á'* Þorláksmessu 23. desember 09:00 - 23:00 Aðfangadag 24. " 09:00-12:00 Gamlársdag 31. " 09:00-12:00 Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga KFFB Óskum framleiðendum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sláturfélag Suðurfjarða Breiðdalsvík Hjólbarða- og smurþjónusta! Vorum að fá General jeppadekk í flestum stærðum. Mikið úrval vetrardekkja, sóluð ogný. Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002 LASAT háhraða faxmodem Vinnur á mun meiri hraða en almennt gerist Góður kostur við gagnaflutning milli tölva og/eða til faxsendinga og -móttöku f3 Söluumboð á Islandi: Arnór Baldvinsson Grœnuhlíð - Reyðarfjörður Sími 41455 - Fax 41455 Hugbúnaðarþjónusta og hugbúnaðargerð Viðgerðarþjónusta á öllum tölvum - Þjónusta við Novell netkerfi Ráðgjöf um val á tölvubúnaði og uppsetningu á tölvukerfum SencCum starfsfóCCi og viðsCip tavinum, fjcer op ncerj CiugheiCar ósCjr um gCeðiCegjóC ogfarsceCt CpmancCi ár. ‘ÞöCJfum viðsCiptin á árinu sem er að Cíða. Kaupfélagið Fram Neskaupstað

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.