Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 22
22
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Föndur:
Jólasveinn á koppi. Upplagt á salernishurðina. Efnið
sem þarf er stífur pappír, filt rautt, hvítt, blátt, brúnt
og húðlitt.
>
E
Grílukvæði.
Grýla reið með garði,
gekk með henni Varði.
Hófar voru á henni,
hékk henni toppur úr enni.
Dró hún belg með læri,
böm trúi ég þar í væri.
Valka litla kom þar að
og klippti á gat með skæri,
tók hún band og hnýtti á hnút
og hleypti öllum bömunum út.
Svo trúi ég það færi.
Grýla á sér lítinn bát,
rær hún fyrir sandi.
Þegar hún heyrir bamagrát,
flýtir hún sér að landi.
Grín.
Sveinn var ekki nema fjögurra
ára þegar hann var sendur í
sveit og mamma gerði það
með hálfum huga. Hún var
hrædd um að hann mundi
sakna sín svo mikið að hann
yrði ekki mönnum sinnandi.
Viku seinna símar hún og nær
tali af honum. Elskan mín,
saknarðu ekki mömmu mikið?
Nei, nei, hér hef ég kú.