Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 31
Egilsstöðum, jólin 1993.
AUSTRI
31
sjálfur farinn að láta undan. Lagði
hann þá land undir fót, um páska-
leytið, og fór til Norðfjarðar. Þar
tókst lionum að fá jörð í Hellisfirði
og bát með, með sérstaklega góð-
um kjöritm. Vanur var hann nokkuð
róðrum, því sendur var hann frá
Eyjólfsst. flest haust til Mjóafj. í
skipsrúm þar. Hann var því létt-
stígari til baka, en ofan yfir og
hugði bara gott til framtíðar.
En þetta reyndist ekki eins auð-
velt og sýr.dist. Þó hann vœri búinn
að vera 4 ár í Fljótsd. var hans
framfœrslusveit ekki þar. Þá voru
önnur lög. Sveitfesti var enn á
Völlum.
Oddvitinn sá engin ráð, að hann
mœtti bjargast þarna neðra, hann
hlyti að koma á sveitina. Því ekki
hyggilegt að hafa ekki daglegt,
eður svo til, útsýni með slíku vand-
rœðafólki.
Var nú boðað til almenns sveit-
arfundar og mikið rœtt.
Hvorki hreppsnefiid, eðafundar-
menn, sáu nokkra leið út úr þessum
ógöngum, og fundinum lauk
þannig, að foreldrar mínir voru
vegalaus, því búið var að afsala
hinni fengnu jörð t Hellisfirði. 1
Þetta mál fékk þó farsælan endi,
því Þómnn Jónsdóttir, húsfreyja á
Eyjólfsstöðum, var manni sínum
og öðrum karlmönnum sveitarinnar
ráðabetri, og kunni hún þá lausn
besta að bjóða þeim hjónum að
vera á Eyjólfsstöðum næsta ár og
réð auk þess Sigfús son þeirra sem
vinnumann þá 14 ára gamlan. Þessir
atburðir urðu kveikjan að ljóðinu
“Sá húsvillti”.
Vorið 1912 fékk Jóhannes
Skjögrastaði á Völlum til ábúðar
og var það í fyrsta skipti sem þau
hjónin voru sjálfs síns herrar. Var
það mikill áfangi fyrir þau. Þar
bjuggu þau svo uns þau brugðu búi
vorið 1921. Kenndi Jóhannes sig æ
síðan við Skjögrastaði og þannig er
hann þekktur í dag.
Alls urðu börn þeirra Jóhannesar
og Jónínu níu. Guðrún fæddist 13.
maí 1914. Hún varð eftir í fóstri hjá
Guðnýju systur sinni 1922, giftist
seinna í Mýrdalnum og bjó allan
sinn aldur í Vík. Guðmundur fædd-
ist 8. apríl 1917. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum en flutti fullorð-
inn til Víkur þar sem hann bjó
lengst af. Síðustu æviár sín bjó
hann þó í Reykjavík.
Það er ekkert last til föðursins,
né oflof til móðurinnar, þó ég segji,
að aðallega hafi heimilið hvílt á
henni. Eg er þess fullviss að hún
hafi verið slyng búkona, því hún
var nýtin, hagsýn, nœgjusöm og
dugleg. Eg er líka viss um, að það
er dómur samferðamanna hennar.2
Það virðist ekki vera fyrr en Jó-
hannes er kominn í Skjögrastaði
sem hann fer að halda skáldskap
sínum eitthvað saman og skrifa
niður. Það má vera að þá hafi hann
gefið sér tíma til að sinna þessari
list sinni og eins er nokkuð ljóst að
bréfaskriftir hans til Páls Pálssonar
hafa ýtt enn frekar undir vísna- og
ljóðagerð. Einnig gefur staðsetning
bæjarins tilefni til að ætla að þar
hafi hugurinn getað flogið hátt og
vítt, því bæði stendur hann hátt og
eins er útsýni úr Gilsárdalnum yfir
fljótið fagurt mjög. Trúlega hefur
Jóhannes ort þar sín bestu og feg-
urstu ljóð.
Gilsá
Oft hef ég Gilsá mín gætur á þér,
er þú geisar svo fjúkandi reið
í hamförum, - eins er þá æ fyrir
mér
og að ég heillist af seið;
en nú er þú líður svo lítil og blá
þá laumast ég burt frá þér
skjótt,
en stekk oná bakkann og stari
þigá
eftir stórfellda rigningarnótt!
Ó maður! Þú líkist þeim
stríðasta straum
er stendur ei augnablik við,
þú velkist í hættum og hringiðu
- glaum
og hefur ei andartaks bið;
en ef að þér lýsir hið andlega
ljós,
fær elli þín rósemd og tign
og líf þitt sem straumurinn
endar við ós
sem oftast er fagur og lygn.
Þessi vísa fylgdi eitt sinn fram-
talsskýrslu hjónanna á Skjögrastöð-
um.
Gamla mín á gamlan rokk
gríðarlega útleikinn,
og svo á ég minn skakka skrokk
skoðið þið, þarna er “statusinn”.
Heim í Skjögrastaði kom eitt
sinn reikningur frá Egilsstaðaversl-
un stíluð á Sigurð Jóhannesson, en
Jóhannes átti engan son með því
nafni. Hann endursendi því reikn-
inginn ásamt eftirfarandi vísum:
Afkoma mín er ei duld,
ég er skuldum klæddur;
en Siggi minn er síst í skuld
sá er ekki fæddur!
Ef að bæta á nú við
ómaganna þungann.
Kýs ég helst að kvenfólkið
kenni mér þá ungann.
Og meira af skáldskap
Mikið er hvað margir lof’ ann
menn sem aðeins hafa séð hann.
Skrýddan kápu Krists að ofan
klæddan skollabuxum neðan.
Þetta er sennilega þekktasta vísa
Jóhannesar á Skjögrastöðum og
ekki leikur vafi á að hér er verið að
gefa greinargóða lýsingu á sóknar-
presti hans. En Jóhannes hafði
fleira um prest sinn að segja. Þetta
kvað hann fyrir munn prests eftir
að hafa mætt honum á leið í annex-
íuna og spurt frétta.
Nú ætla ég glymjandi guðsorð að
fiytja.
Gakktu nú helvítis jálkurinn þinn.
Armæddra sálna og volaðra vitja,
ég veit, að þær hressast við
boðskapinn minn.
Klukknahljóð dynur svo hátt yfir
hauður.
Holræt! Nú er Uppsala Þorvaldur
dauður.
Sagt er að Jóhannesi á Skjögra-
stöðum hafi ekki þótt brennivín
neitt vont og eitt sinn er hann og
Sigfús sonur hans voru að koma frá
Seyðisfirði og Jóhannes þéttkennd-
ur, mættu þeir hóp manna sem reið
greitt og kallaði Jóhannes til þeirra:
“Sælir strákar!”
“Þetta eru nú stúlkur, pabbi,”
sagði þá Sigfús og svaraði Jóhann-
es um hæl:
Hér á landi hafinn nýr er siður.
Hrundarklæðin gömlu leggjast niður.
Herraföt og hnakkar eru þing.
Hefst því vandi hal frá vífi að
þekkja,
er hattar, buxur, frakkar augað
blekkja;
- síðast dugar aðeins áþreifing.
Vormorgunn á Skagaseli
Ég vil prísa dagsins dís
dvína ísasporin,
öllu lýsir, ekki frýs
er hún rís á vorin
Varpa hýði blómin blíð
burtu skríður snærinn.
Yfir fríða fjallahlíð
flögrar þíði blærinn.
Lóan kær er komin nær,
kveðnar færir bögur.
Unaðs blær á öllu hlær.
Áin tær og fögur.
Eftir búskap
Þegar árið 1921 var gengið í garð
sá Jóhannes fram á að hann myndi
ekki geta staðið við skuldbindingar
sínar héldi hann áfram búskap.
Hann ákvað því um vorið að
bregða búi, seldi bústofn sinn og
gat greitt öllum sitt auk þess að
eiga afgang.
Það hafði lengi verið draumur
hans að fara í Mýrdalinn, bæði til
að hitta Guðnýju dóttur sína og
hennar fjölskyldu og eins virðist
fjarlægðin hafa litað Reynisfjallið
og Hjörleifshöfðann heldur blá.
Hann flutti því með alla fjölskyld-
una, nema Sigfús sem þá var giftur
og farinn að búa, suður í Mýrdal
þar sem þau hjónin réðu sig sem
vinnuhjú að bænum Norðurvík. En
bæði voru þau orðin gömul og lúin
og eins gekk þeim illa að festa yndi
þar. f bréfi Jóhannesar til Páls Páls-
sonar segir svo: "Aldrei mun jeg
kunna við mig hjá Mýrdœlingum
og eru þeir þó margir kátir og
fjörugir - en jeg kynnist þeim ekki,
- en margar skrítnar sögur kunna
þeir og segja ekki illa frá. ”3 Þessa
sögu sendi hann svo Páli í sama
bréfi:
Einusinni bar það við ekki als
fyrir löngu að ein velmetin hjón
voru við skál og víst háttuð. Kemur
þá einn þeim kunnur náungi og að
mælt er uppí þeirra rúm líka og
verða riskingar; biður konan sem
vœnta mátti bónda sinn duga og
láta fjanda þann ekki gera skemdir
og spell í hjónarúminu og söng
þess á milli það tvent er sagt er
hún kunni og það er: “Þar eru
blessuð börnin frönsk” og “Heims
um ból”. Þessi þrenning var öll í
líku ástandi, en mig bresta orð til
að lýsa því sem skyldi en hugsa
mjer það helst eitthvað á þessa
leið:
“Þar eru blessuð börnin frönsk”
Hjer braust inn fyllisvín. -
“og yfirvöldin illa dönsk. ” -
Hann uppífór til mín
og þarna hamast þettafól
og þarfór rúmgaflinn.
Skellt’onum Högni - “Heims um
ból ”! -
á hrygginn vinur minnfi
Fljótsdalshéraðið, sem hafði
fóstrað þau svo lengi, hafði líka
mikið aðdráttarafl þannig að tveim-
ur árum seinna komu þau aftur
austur og settust að hjá Sigfúsi syni
sínum að Hlíðarseli í Fellum. Jónas
og Guðrún urðu þó eftir í Mýrdal
og komu aldrei aftur á Austurland,
nema í heimsóknir. Jónas var ráð-
inn vinnumaður í Fagradal eins og
faðir hans áður og Guðrún, sem var
þá níu ára varð eftir hjá systur
sinni. Jóhann og Sigríður fóru svo í
vinnumennsku á Ormastöðum í
Fellum þegar austur kom.
Jóhannes og Jónína á Brekku.
Myndin sennilega tekin um 1910.
Til konu minnar, 12. sept.
1923, eftir 25 ára hjónaband
Kæra kona mín þér - kveða
vildi ég ljóð,
minnast kærleika þíns - er ég
naut;
sem af fómfúsri tryggð, yfir
fjórðung úr öld
hefur fylgt mér á torsóttri braut.
Oft í kotungsins rann, þar sem
kalt er og dauft
enginn kannast við starfsemi og
frægð;
þá er konunni gleymt og því
kastað og týnt,
sem í kyrrþey var unnið með
hægð.
Bak við erfiðið allt, bak við
örbirgð og stríð
var þín umhyggja jafnan
óbreytt. -
Vernd af kærleikans yl - fyrir
öðrum en þér
sem að ein getur sjálfsneitun
veitt.
Hafðu þökk fyrir allt! Verði
hamingjan þér
ekki hverful um ævinnar skeið;
eftir hádegisskúr, komi
heiðríkjukvöld,
prýði haustsólin ófarna leið.
Allt breytist
I gær var sólarbros um brún,
breytt í dag er veðrátta.
Þannig finnst mér haldgóð hún
höfðingjanna vinátta.
Sennilega hefur Sigríður smitast
af berklum á Ormastöðum, alla-
vega fór hún suður á Vífilsstaða-
hæli 1926 þar sem hún dvaldi þau
ellefu ár sem hún átti ólifuð.
Vorið 1927 smitaðist Jóhannes
svo af kíghósta og náði aldrei fullri
heilsu eftir það. Hann dvaldist
meira og minna á sjúkrahúsinu á
Brekku í Fljótsdal þar sem hann
lést 15. okt. 1928.
Jónína bjó áfram hjá Sigfúsi syni
sínum. Þó átti hún eftir að fara aft-
ur í Mýrdalinn í eitt ár, en undir
það síðasta var hún jöfnum hönd-
um hjá sonum sínum Sigfúsi og Jó-
hanni, en hún var hjá honum í
Vallanesi, er hún andaðist, þann
10. apríl 1940.
Eftirmáli
Mörg ljóða Jóhannesar benda til
þess að hann hefði kosið að fá
meiri viðurkenningu en hann fékk,
og hafi kannski ekki alltaf þótt rétt-
um mönnum hampað. Það fer því
vel á að enda þessa umfjöllun um
hagyrðinginn, hestavininn, vinnu-
manninn og kotbóndann, Jóhannes
á Skjögrastöðum, með einni Iítilli
athugasemd frá honum.
Fallinn - lofar margur maður -
margan kauðann.
Ætli ég verði annálaður eftir dauðann.
Við útför Jóhannesar
skálds og bónda frá
Skjögrastöðum í Skógum
Þig kveður litvana lauf á björk
við lífs þíns jarðnesku endamörk.
Það mætti hripa á heila örk
hve hlýr þú varst og góður.
Þú varst elskhugi úthagans
ineð eldheita þrá til föðurlands
vinur klungurs og klettabands.
Ég kveð þig vinur minn góður.
Um andans lönd þitt útsýni var
og einlægt varst þú hrifnastur þar
hvar sólin aldrei seig í mar
þar söngstu í ljósi björtu.
Oft sumarið við þér sællega hló,
en svo kom haustið með frost
og snjó.
Til suðrænnar strandar
svanurinn fló
nú syrgja þig vina hjörtu.
Þú unnir sváslega sæludal
ineð sumarblómum þú féllst í val.
Það gleður ungmey, það gleður hal
er ganga hjá leiði þínu,
að þar vaxa blóm - ei blikna strá
í bragatúni skáldi hjá,
er fagurt skín sól um fellin há
með fjalldalaskrauti sínu.
Þó úti sé kalt og yrji snjó
mun aftur grænka um laut og mó
því aftur vorar þá vakna gró,
þá verður hýrt í lundi.
Ég hlusta. - í blænum heim til mín
berast hlýlega sveitagæðin þín
þau gefa mér yl sem guðavín
á glöðum vinafundi.
Ó, vertu nú sæll - um sumarmál
í sólberjavíni þína skál
við drekkum, þegar dýpkar ál
hvar drifnar fannir lágu.
Þá blikar á meiði um bragalönd,
hve bjart er þá yfir skáldsins önd.
í hrifning hann sér frá
Hulduströnd
yfir heiðavötnin bláu.
Jörgen frá Húsum.
1 Handrit Sigfúsar Jóhannessonar að
æviágripi föður síns.
2 Samantekt Sigfúsar Jóhannessonar
við útför móður sinnar í apríl 1940.
3 Bréf frá Jóhannesi Jónassyni til Páls
Pálssonar í Möðrudal, sent frá Vík í
Mýrdal 23. júlí eða einhvem sunnud.
eftir Trini. 1922.
Önnur rit sem ég hef haft til viðmið-
unar og hliðsjónar:
Sveitir og jarðir í Múlaþingi II bindi.
B.S.A. 1975.
Ragnar Asgeirsson: Skrudda II.
Skuggsjá 1973.
Stefán Einarsson: Austurland VI, Aust-
firsk skáld og rithöfundar. Bókaforlag
Odds Bjömssonar 1964.
Skjögrastaðir, öðru nafni Skagasel. Þar hefur ekki verið búið síðan bærinn brann 1932.
MyndJRK 1993.