Austri - 16.12.1993, Side 25
Egilsstöðum, jólin 1993.
AUSTRI
25
annað af því helsta sem þar var að
sjá. Isafjörður höfuðstaður Vest-
fjarða, er við Skutulsfjörð, vestasta
fjörð sem gengur til suðurs úr Isa-
fjarðardjúpi. Ibúar þar eru um
3500. A Isafirði hefur jafnan verið
fjölbreytt mannlíf. Þar var stofnað
bókasafn árið 1889. Tónlistarfélag,
leikfélag og myndlistarfélag eru
starfandi á staðnum.
Óhætt er að fullyrða að á Isafirði
eru varðveitt fleiri gömul hús en
víða annars staðar á Islandi og þar
er að finna heilu göturnar með hús-
um frá síðustu öld. Síðast var skoð-
að sjóminjasafnið.
Áður en lagt var af stað til Bol-
ungarvíkur talaði Ólafur Þ. Stefáns-
son við góðan vin sinn Ara Sigur-
Ljóðagetraun
Það hefur sýnt sig að margir
hafa haft gaman af að glíma við
ljóðagetraunir sem birst hafa í
blaðinu. Getraunin er þannig, að
úr Ijóðlfnu er búin til spurning
og á svarið að vera auðvelt
þeim sem kann eða kannast við
viðkomandi ljóð eða vísu. Full-
nægandi svar telst, svar við
spurningunni, höfundur ljóðs og
heiti ef um það er að ræða.
Dregið verður úr réttum lausn-
um og bókaverðlaun veitt.
Svörin þurfa að berast blaðinu
fyrir 25. janúar. Svörin sendist
til Austri, pósthólf 173,
700 Egilsstöðum.
1. Hver trúði á stokka og
steina?
2. Hvað hefur dimma nóttin
rakið upp úr silfurskrinum?
3. Hverjir fljúga hratt til
heiða?
4. Hvað roðnar af feginleik og
fíkrar sig upp úr snjónum?
5. Hvað átti að vinum
gamburmosa og stein?
6. Hvað fellur sifurtært um
bæinn?
7. Hverjar leika við kvurn
sinn fingur?
8. Hver gekk yfir kaldan
Kjöl?
9. Hvað var aumt að sjá í
einni lest?
10. Hver klórar sér í hægri
hupp?
11. Hver gengur í hvítri birtu á
Broadway í New York?
12. Hvar ganga sprundin á
buxum?
13. Hver kom sem fiskifluga?
14. Hver læðist inn með eld-
húslampann sinn?
15. Hverjir koma dumbir og
kaldir án spurninga og
svara?
16. Hver vekur af blíðum blundi
með brennandi kossum?
17. Hver kveður kuldaljóð?
18. Hvar fylla dalinn háir hólar?
19. Hverra ljóð hefur engin
þýtt á danska tungu?
20. Hver er nú meira en trúr og
tryggur?
Góða skemmtun. AÞ
kONUR OQ
1< A RI _ O j) C Kl K1!
Höfum konur og
karla sem óska eftir
varanlegu sambandi.
Hundrað prósent
trúnaður.
Uppl. í síma
Qi-«7n9nfi
björnsson og bað hann að koma í
bílinn og segja okkur til vegar um
Óshlíðarveg, sem mikið er búið að
gera fyrir til öryggis.
í Bolunarvík kom í bílinn Geir
Guðmundsson og sagði hann og
sýndi það helsta á staðnum. Farið
var fyrst upp að Hálskirkju hún
skoðuð og sérlega vel hlaðinn
kirkjugarðsveggur að hluta úr grjóti
og steinarnir málaðir í fleiri litum.
Þarna voru tveir vel hirtir kirkju-
garðar með stuttu millibili. Þá
sýndi hann okkur geysimikil hafn-
armannvirki, grjótvarin. I Bolung-
arvík var að sjá allmikil hrossaeign
og snyrtileg hesthús.
Var nú snúið við og numið staðar
við Ósvör, gamla verstöð. Þar eru
þrjú verbúðarhús ásamt skreiðar-
hjalli. Verbúðirnar voru endur-
byggðar á árunum 1989-90. Við
vegghleðslu og fleira vann Sveinn
Einarsson frá Hrjót. Þarna klæddist
maður gamla skinnsjóstakknum,
skinnleistum, leðurskóm og setti
upp sjóhatt. Hann sagði að í ver-
búðinni hefðu verið 12 manns þar
af tvær konur sem gættu búðanna
og fengu einn fisk á dag í kaup.
Vermenn urðu því að fara á sjó
næstum hvernig sem veður var og
ef þeir veiddu ekki nema einn fisk
fengu konurnar hann. Við skoðuð-
um búðirnar, í þeim voru rúmstæði
með dýnum og teppum yfir og
fleira. Þegar komið var að skreiðar-
hjalli, þá stóð þar áður nefndur Ari
og skar niður hákarl í trog, harð-
fiskur var í öðru, í því þriðja
smurðir rúgbrauðsbitar og hjá
stóðu brennivínsflaska og staup.
Öllu þessu var komið fyrir á stór-
um steini. Fólkið raðaði sér í kring-
um steininn og gæddi sér á veiting-
unum. En þessari óvæntu uppá-
komu áttum við Ólafi fararstjóra að
þakka, hann hafði beðið Ara og
konu hans Freyju Bjarnadóttur að
kaupa þessar veitingar fyrir sig og
sjá um þær við búðirnar. Að þessu
öllu loknu var farið inn til Isafjarð-
ar til gistingar.
Þriðjudagur 22. júní
Hægveður, þokuloft og hiti 8 stig
að morgni.
Eftir morgunverð var fólki gefið
frjálst að nota tímann til kl. 12.
Flestar konur fóru í kaupfélagið, en
við karlarnir fórum smá rúnt um
bæinn til að rifja upp frá í gær og
höfnuðum í Ráðhúsinu. Við geng-
um um og dáðumst að flottheitum.
Marmaraáferð á gólfum og stiga-
tröppum. Dómsalur á þriðju hæð.
Okkur var sagt að húsið hafi kostað
350 milljónir ásamt lóð, tekið í
notkun 1989.
Um 12 leytið var lagt á stað og
farið sem leið liggur urn Dagverð-
ardal upp á Breiðadalsheiði í 614 m
hæð, þar sæluhús til öryggis. Farið
var um hrikaleg snjógöng á heið-
inni. Komið er niður í Önundar-
fjörð. Framhald á bls. 34.