Austri


Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 10

Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 10
10 AUSTRI Jólin 1996 Skógar Töluvert skóglendi hefur jafnan verið á nokkrum jörðum á austurbyggð Skriðdals, svo sem á Sandfellsbæjunum öllum og inni á Þórudal. Einnig beggja megin í Múlan- um. Nú er mikil skógræktaralda risin í Skriðdal og keppast bændur við að girða stórar spildur af jörðum sínum til skóg- ræktar á vegum Héraðsskóga. Hætt er þó við að það geti orðið torsótt með sumar teg- undir, því skilyrðin eru þar ekki eins góð og á Völlum eða í Fljótsdal. Einn bóndi hefur þó náð ótrúlegum árangri í ræktun erlendra trjátegunda, sem hann hefur stundað í tvo áratugi af rnikilli bjartsýni, en það er Björn Bjarnason í Birkihlíð. Hér hugsar hann sér hringferð um dalinn og lýsir skóglendinu eins og það bar fyrir augu hans fyrir svo sem 15-20 árum, þeg- ar það var að byrja að rétta úr kútnum eft- ir aldalanga ofbeit. Aður en sími kom á hvern bæ í sveitum voru borin skrifleg fundarboð milli bæja og þannig var það í Skriðdal. I fundarboðinu hérna (heima á Borg?) stóð oftast: „Berist frá Stóra-Sandfelli rétta boðleið inn austurbyggð, kring Suðurdal að Þingmúla, í Hátún og Geit- dal, út norðurbyggð að Vaði“. Oft fór eldra fólk þessar ferðir og fékk þá kærkomið tækifæri til að hitta nágranna og gjarnan vini, en líka stundum krakkar sem hlupu þá léttum fótum, lausir við áhyggjur og að eltast við óþægar kindur og því um lfkt. Ég var einn af þeim sem fór með boð sem þessi til næsta bæjar (Múlastekks). Mikið af leiðinni lá eftir sléttri grund, þar sem birki- buskar uxu út úr neðstu börðunum með stuttu millibili, eins og var um landnám, nema þá voru þeir að sjálfsögðu miklu stærri. Oft þurfti ég að stansa og margt að skoða á þess- um ferðum og lærðist þá að þykja vænt um skóginn og trén. Nú ætla ég á gamals aldri að fara eina slíka ferð, bera í þykjustunni fundarboð milli allra bæja og leyfa mér í leiðinni að skoða skóga og skógarleifar og fara eilítið inn fyrir byggð í Suður- og Norðurdal. Ferðin hefst frá Grímsárheimilum [við Innrömmun •* og speglagerð sendir viðskiptavinum og A ustfirðingum öllum bestu jóla og nýársóskir. Cp Innrömmun 4"4r][ j og sPeSlagerÖ Tiamarási 6. Egilsstöðum 471-1348 og skógarleifar í Skriðdal eftir Björn Bjarnason í Birkihlíð Grímsárvirkjun], en þar fyrir innan er Stóra-Sand- fellsskógur, sem nær frá Grímsá að Gilsá við Hjálpleysu; eyddur mið- svæðis við Gilsá. [I Gils- árgili vex reyniviður villt- ur á nokkrum stöðum]. Utan og neðan við báða bæina í Stóra-Sandfelli er skógurinn býsna stórvax- inn, en nokkuð gisinn og mörg tún mynda í hann stór rjóður. Innan við fremri bæinn eru trén smærri, en þar virðist ný- skógur vera að vaxa upp og beinar bjarkir blasa við uppi á Höfðum. Innar í landinu eru stakir og lágir buskar. I Litla-Sandfelli byrjar skógur við Víná, ofan við túnið og er samfelldur inn að Þórisá og niður Þórisaurinn, niður að Grímsá og vex þar í buskum. Sandfellskinnin er stærsti og samfelldasti skógur í Skriðdal. Framan við Vínána og niðri við Grímsá standa fáeinar bjarkir með ljósan börk. Þar mun ekki vaxa aftur upp birki þegar þær falla, nema með friðun. I Eyrarteigi er örlítil skógarbreiða og stöku buskar yst í landinu. Örfáar sterklegar hríslur eru þar í túni, en gamall bær var rifinn frá þeim. A Hryggstekk er aðeins vottur af birki neðan við veg, en lág skógarbreiða í hlíðinni neðan við Ketilhnúk og virðist hún breiðast út. Einnig er minni lágbirkiflekkur fyrir ofan Arnhólsstaði, en yst á Þórudal er nokkuð stórt svæði vaxið birki og æði háar hríslur á stöku stað. Á Hallhjarnarstöðum eru örfáir buskar yst í landinu og fyrir neðan Reynihaga. Yst í landi Víðilœkjar eru buskar ofan við veg og ná heim undir tún. Ofan við tún er lágvaxið kjarr, sem fer stækkandi inn að Haugá [Haugaá]. Skógarmörk eru þar há, en lækka mjög við Stuttadal. [Á Víðilæk er gamalt ömefni: Kolafletir, innan til í landinu og vísar ótví- rætt til kolagerðar, en annars er lítið um kolagrafir í Skriðdal, líklega vegna hreyfingar á jarð- vegi.] Á Víðilæk er kennileitið Holt og svo mun víða heita ofan við sléttuna á austurbyggð Skriðdals. Bændurnir, sem nú eru horfnir, smöluðu fé sínu upp undir holtin, þegar veður versn- aði; áður í skógarjaðar, eins og í Litla-Sandfelli. Vörðuholt heitir yst í Haugalandi. Þar er skógur með fjalli ofan við Haugahóla og stöku buskar nið- ur að Múlaá. Vatnsskógaland er skógi vax- ið langt inn fyrir Skriðuvatn og eins er hinum megin, í landi Stefánsstaða, en þó minna og buskar út í miðja Hnútuhjalla, en utar er nú ekki birkivottur í Hjarðarhlíð. Við munum þó eft- ir buskum í giljum þar og eins á Borg, en þar eru fjögur kenni- leiti með nafninu Holt, einhvem tímann fallegar skógarspildur. Það er staðfest með því að lurkar hafa komið þar upp úr skurðum. I Birkihlíð byrjar skógarvottur rétt utan við Borg, en þéttist og hækkar þegar utar dregur. Stærstu hríslur eru um 6 m. Samfellt skóg- lendi nær um 1 km út í land Múlastekkjar, en þar er líka smákjarr úti við Hraun og birki- vottur hátt í brekkum, út á móts við Múlaár- Uppvaxandi kjarrskógur (buskar) íEyrarteigi, Skriödal, 1995. Slíkt buskaland getur verið mjög fallegt og skemmtilegt til útivistar. Ljósm. H.Hg. brú. Inni í Norðurdal, í Þingmúlalandi, er Hlíð- arsel, lítið skógi vaxið svæði og langt inni á Hátúnadal er Bjarnastaðaskógur, mjó ræma. I Selfjallinu á móti er vottur af buskum, en annars er land Geitdals skóglaust og svo er einnig með Þorvaldsstaði og Flögu, en þar em nokkur kennileiti með holts-nafni. Ekki er heldur neitt uppmnalegt skóglendi á Mýrum, Lynghóli eða Geirólfsstöðum, en holts-nöfn koma þar fyrir. Á Vaði er birki farið að vaxa upp úr skurð- bökkum. Sennilega hefur fræið fokið frá Hall- ormsstað í sterkum norðanvindum og stöðvast í spmngum í skurðbökkunum. Nú er ég aftur kominn á sveitarenda og kannski verður fundurinn aldrei haldinn. En eitt er víst, að hlíðar Skriðdals hafa verið skógi vaxnar og auramir líka. Seint mun okk- ur ganga að endurheimta þá fegurð sem Skriðdalur átti, en þó eru margir farnir að reyna að snúa þessu við. Á mörgum bæjum Björn Bjarnason viö hœstu birkitrén í Birkihlíðarskógi, en þau eru um 7 m á hœð. Myndin er tekin 30. ágúst 1996. Ljósm. H.Hg. eru litlar girðingar og aðeins byrjað að gróð- ursetja, en stærstar eru þær austan í Múlanum [í Birkihlíð og á Múlastekk]. í Stóra-Sandfelli em stórar hríslur í görðum og tvö lerkitré inni í Múlanum [á Borg], um 8 m há. [Myndarleg tré eru einnig í görðum á Hallbjamarstöðum, í Þingmúla, Flögu, á Mýrum og Geirólfsstöð- um]. Uppskrift H. Hg. á handriti Björns frá 1993. Kynn- ing og innskot í hornklofum erufrá ritara, sem einnig hefur tekið myndir sem fylgja. Viðbætir: Skógar í Skriðdal um 1894. Fróðlegt er til samanburðar við þessa skógalýsingu Bjöms í Birkihlíð að sjá hvað Sæmundur Eyjólfsson skrifar um skóga í Skriðdal í Búnaðarritið 1894. Stúdentinn sem upplýsti hann var dr. Helgi Jónsson grasa- fræðingur, lengi kennari við Lærða skólann í Reykjavík, bróðir Magnúsar Blöndals pr. í Vallanesi. „I Skriðdalinn kom eg eigi, en Helgi stúd- ent Jónsson í Vallanesi hefur útvegað mér ýmsar upplýsingar um skóga í þeirri sveit og segist hann hafa fengið þær að mestu leyti hjá Guðmundi bónda Einarssyni á Flögu. Um 1830-50 var skógur allmikill í Stóra-Sand- felli; var hann sums staðar stórvaxinn og þétt- ur. Múlakirkja átti þar skógarítak, sem mál- dagar votta, enda var það notað meðan til vannst. Þar er og talið að Hallormsstaða- kirkja og Vallaneskirkja eigi skógarítak. Nú sjást þar aðeins einstöku smáhríslur til og frá. I Litla-Sandfelli var einnig skógur á fyrri hluta þessarar aldar, en smávaxinn var hann orðinn og er hann enn líkur því sem hann var þá. I Eyrarteigi var og nokkuð smákjarr, en er nú að mestu horfið. Á Arnaldsstöðum (Amhólsstöðum) er enn nokkuð smákjarr. I Suðurdalnum austanverðum var (1830-50) skógur frá því fyrir framan Stefánsstaði og niður að Háubrekku; var það allgóður kola- skógur. Nú er sá skógur algerlega horfinn. Frá Borg og út undir Hraun var þéttur skóg- ur, en smáskógur þaðan alla leið út að Þing- múla. Nú eru þar aðeins smávaxnar leifar eftir. í Múlahlíðinni í Norðurdalnum var smáskógur inn undir Kálfeyri, en nú er hann algerlega horfinn." Sæmundur Eyjólfsson: Ferð um Þingeyj- arsýslu og Fljótsdalshjerað. - Búnaðarrit 8. árg. 1894, bls. 26-27. Seinna ritaði Helgi sjálfur um gróður á Austurlandi, og minnist þá m.a. á skógana á Héraði og eyðingu þeirra. Hann ritar: „Ég þekki eitt dæmi um að talsverður skógarteigur eyddist á þennan hátt [þ.e. af vetrarbeit í snjó]. Á Borg í Skriðdal var skóg- ur á fyrri hluta þessarar aldar, en veturinn 1836 var hann gereyðilagður, af því að Borg- arbóndinn lét beita um 1000 fjár í hann. Þessi vetur var mjög harður og víða varð heyskort- ur. Þess vegna seldi bóndinn beit í skóginum.“ Helgi lónssorv.Skógargróður á Héraði um 1890. Múlaþing 17,1990, bls. 164. (Þýtt úr „Studier over 0st- Islands Vegetation “ í Botanisk Tidsskrift 20,1895 ).

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.