Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 16
16
AUSTRI
Jólin 1996
Stefán Guðmundsson frá Dratthalastöðum
Með rekuna eina að vopni
Stefán Guðmundsson, fyrrverandi bóndi
á Dratthalastöðum, nú búsettur á Egilsstöð-
um, var einn af þeim sem kynntist vegagerð
eins og hún fór fram á fyrstu áratugum
þessarar aldar, þegar nánast allt var unnið
með handafli. Blaðamaður Austra sótti
hann heim og fékk hann til að rifja upp
minningar frá löngu liðnum dögum.
„Vegavinnan byrjaði oftast seint að vorinu
og stóð fram á sumarið, eftir því hve miklu
fjármagni var veitt í hana hverju sinni. Á þess-
um árum var mikið sóst eftir því af mönnum
á öllum aldri að komast í þessa vinnu. Tölu-
vert var um að bændur væru í vegavinnu. Þeir
fóru þá gjaman heim að kvöldi, ef stutt var að
fara og komu aftur að morgni. Vegavinnan
varð til þess að margur ungur maður komst í
skóla eða gat eignast eitthvað, en í þá daga var
ekki um aðra vinnu að ræða í sveitum, utan
við búskapinn."
Stefán segir að vinnan í vegagerðinni hafi
verið ákaflega erfið og allt unnið með hand-
verkfærum.
„Við unnum tíu tíma á dag alla daga vikunn-
ar nema sunnudaga og byrjaði vinna klukkan
sjö að morgni. Verkum var þannig skipt, að
nokkrir voru við að moka möl á upp á hesta-
kerrur eða stinga sniddu
og kasta henni með
kvísl, oft langa leið upp
í veginn. Einn eða tveir
hlóðu kantana og voru
hafðir í því verki lag-
virkir menn. Vandaverk
þótti að hlaða kanta, viss
flái átti að vera á könt-
unum og þeir áttu að
vera sléttir og líta vel út.
Möl var flutt á hesta-
kerrum. Var eiim maður
með hestana, sá um að
koma þeim í haga á
kvöldin og að hafa þá til
taks að morgni þegar
vinna hófst. Oftast voru
það unglingar sem fóru
með hestana í vinnunni,
en fullorðinn maður var
á veginum til að hella úr
kerrunum og jafna út
mölinni og var það kall-
að að vera á tippnum.
Hestastrákamir voru aft-
ur á móti á stundum
nefndir kúskar.
„ Þetta vor var vinnuflokkurinn töluvert stór.
Sveinn Gíslason, bóndi á Ánastöðum, var
flokksstjóri og Helga dóttir hans ráðskona.
Tjöldin sem við bjuggum í voru úr segli og
láku þegar mikið rigndi. í þeim voru rúmbálk-
ar, en ekkert gólf og var í hverju tjaldi olíuvél
sem við hituðum á kaffi á morgnana, áður en
við fórum í vinnuna. Hjá þeim sem bjuggu
fjarri heimilum sínum var morgunverðurinn
heldur fábreyttur, oft var notast við kex og
magarín, sem var leiðigjamt til lengdar. Ann-
an mat eldaði ráðskonan í sérstöku eldhús-
tjaldi. Hún skammtaði á diskana, síðan fór
hver maður með sinn skammt í sitt tjald og
borðaði þar.
I vegagerðinni var hver dagur öðmm lík-
ur. Ég man þó sérstaklega eftir því, að einn
daginn komu upp mannsbein þegar við vor-
um að moka upp í veginn. Við nánari athugun
reyndust beinin vera úr konu og fundust
nokkrir munir í gröfinni og var þama um
kuml að ræða.
Veturinn 1940 til 1941 var Stefán í Eiða-
skóla. Þegar skólanum lauk fékk hann vinnu
við að gera við skógargirðingu og vann við
það fram í júní, eða þar til vegavinnan byrjaði
seint júní. Að þessu sinni slógu vegagerðar-
Stefán var aðeins 16
ára gamall þegar hann
fór fyrst í vegavinnu. Þá
vom vegagerðarmenn með tjöld sín neðan við
túnið í Hleinargarði. Vorið eftir fékk hann aft-
ur vinnu, Þá vom búðir vegagerðarmanna neð-
an við Hlégarð, eða við beitarhús frá Ketils-
stöðum sem hétu Litlu-Ketilsstaðir og stóðu
þar sem Hlégárður er nú.
VegagerBarmenn stinga sniddu. Sveinn GuBmundsson frá Hrafnabjörgum tók
myndina íkringum 1970. Ekki er vitaS meB vissu hverjir eru þarna aö verki og
vceru ábendingar um þaB vel þegnar.
Öskum öllum Austfirðingum gleðilegra jóla
og þökkum ánægjuleg viðskipti.
Stólpi
menn tjöldum á Myllumel við Bóndastaðalæk.
„Þetta sumar var Ari Bjömsson frá Mýnesi
flokksstjóri og Anna Einarsdóttir ráðskona.
Þrír sveitungar mínir höfðu einnig ráðið sig
hjá Ara. Voru það þeir Óskar Halldórsson,
Magnús Ámason og Halldór Ágústsson. Við
------------------------- vorum sjö eða
átta fastamenn í
flokknum, fyrir
utan bílstjóra,
en nú var sú
breyting orðin á
að farið var að
keyra mölinni á
bflum í veginn.
Bílstjórar voru
þeir Sigurður
Sveinsson á
Reyðarfirði og
Charles Magnússon frá Eskifirði. Ekki vom
bflamir stórir, miðað við það sem nú er, en þó
fannst okkur allerfitt að moka á þá möl í tíu
tíma á dag. Nokkm eftir að vinna hófst lá við
allsherjarverkfalli, því ekki samdist um kaup-
ið. Á síðustu stundu var samið og var kaupið
hækkað úr níu krónum á dag í fimmtán og
við gert okkur grein fyrir hve löng leið þetta
var eða þá hitt, að við hittum ekki á bestu leið-
ina Alla vega fannst okkur leiðin sporadrjúp
og vomm famir að lýjast þegar við loks kom-
um að Kirkjubæ. Þegar komið var yfir Lagar-
fljót átti ég stutt eftir heim í Dratthalastaði. Þar
hvfldum við okkur um stund, síðan var lagt á
Stefán Guömundsson frá DratthalastöBum.
hélst það út sumarið. Ekki man ég hve lang-
ur vegarspotti var lagður þetta sumarið, en
oftast voru á þessum árum, meðan notast
var við handaflið eitt, lagðir einn til tveir km
á ári. Þetta sumarið komst vegurinn lang-
leiðina að Selfljóti við Bóndastaðahöfða, en
bflfær brú kom þó ekki þar fyrr en nokkm
síðar. Hengibrú hafði þá verið á Selfljótinu í
nokkur ár, hafði sú brú verið notuð við laxa-
stigann í Lagarfossi sem gerður var árið
1931.
Þegar vegagerð lauk í Hjaltastaðaþinghá
flutti flokkurinn tjöldin upp á Jökuldal. Þar
var tjaldað í landi Hauksstaða á móti Gilj-
um.
„Við keyptum mjólk á Giljum og drógum
hana á streng yfir Jökulsá. Við vomm þama
um tíma og unnum við að laga veginn og
taka af beygjur, en krækt hafði verið fyrir
gilin sem víða vom farartálmar þegar veg-
urinn var lagður upphaflega. Ræsin hlóðum
við úr grjóti og torfi, því þá þekktust ekki
steypt rör. Síðan var fyllt upp í skomingana
og úr varð beinni og betri vegur. Þegar
vinnu lauk á Jökuldalnum fluttum við okkur
austur yfir á, út í Heiðarenda og tjölduðum
þar við eina beygjuna. Þama vorum við í
nokkurn tíma við að keyra möl í veginn,
laga ræsi og gera aðrar lagfæringar. Heldur
þótti okkur votviðrasamt þennan tíma, tíðar
rigningar og þokur. Einnig olli það okkur
vanda hve blautt var þar sem tjöldin stóðu.
Þegar rigndi láku þau og þá var oft ærinn
vandi að þurrka plögg og önnur föt.
En Stefán minnist líka góðviðrisdaga og
einn er honum sérstaklega minnisstæður.
„Einn sunnudag vorum við Óskar tveir í
tjöldunum í indælis veðri. Okkur datt í hug að
ganga að gamni okkar upp á Heiðarendann og
litast um. Það varð okkur ógleymanleg ferð.
Utsýnið var stórkostlegt, við okkur blasti Hér-
aðið baðað í sólskini með glitrandi vötnum.
Og fleira var gert sér til gamans. Seinni part
sumarsins var haldin samkoma á Kóreksstöð-
um. Þá vom ekki bflamir við hendina ef menn
þurftu að bregða sér af bæ. Ekki létum við það
á okkur fá, félagamir og ákváðum að fara
gangandi út og austur yfir Tunguna og yfir
Lagarfljótið á Kirkjubæjarferju. Ekki höfðum
hestana og unga fólkið fór á samkomuna og
skemmti sér vel“
Þegar verkefninu í Heiðarendanum lauk,
flutti vinnuflokkurinn sig að Ærlæk, þar sem
hann sameinaðist öðmm vinnuflokki. Þar var
unnið í viku eða hálfan mánuð og síðan haldið
á Reyðarfjörð.
„Þá var farið að líða á haustið og komið að
kveðjustund, því tjaldfélagar mínir og sveit-
ungar þeir Magnús Ámason og Óskar Hall-
dórsson vom á leið suður í kennaraskólann. Á
Reyðarfirði tjölduðum við skammt frá kaup-
túninu og unnum við að byggja upp veginn
inn með fjarðarbotninum. Tíð var ágæt fram
eftir hausti, en síðan fór að rigna og verða
haustlegt. Eina nóttina gekk í ofsaveður,
hvasst með mikilli rigningu. Vöknuðum við
um miðja nótt við að tjöldin vom að fjúka
ofan af okkur. Við reyndum að bjarga því sem
bjargað varð og felldum tjöldin niður á dótið,
en flúðum sjálfir inn í bragga þar skammt frá
og bjuggum um okkur þar það sem eftir var
nætur. Þessa nótt féll aurskriða á veginn mitt
á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar svo ófært
varð þar á milli. Vegagerðarmönnum var falið
það verkefni að moka aumum af veginum og
var það lítið tilhlökkunarefni, þar sem einu til-
tæku áhöldin vom rekur. Þó fór svo að ég kom
aldrei að því verki, því sama dag kom Þórar-
inn skólastjóri á Eiðum niður á Reyðarfjörð og
bað mig um að vinna við slátmn og matargerð
fyrir skólann og tók ég því boði fegins hendi.
Læt ég til gamans fylgja hér með umfang
slátmnar fyrir skólaheimilið á Eiðum haustið
1941. Slátrað var 90 dilkum frá Halli á Rangá
og einnig nokkmm stórgripum. Búið var til
slátur og saltað kjöt. Einnig var farið með kjöt
til Rafns í Gröf til reykingar, en hangikjötið
átti að hafa í í sunnudagsmatinn á komandi
vetri. Við vomm 6 sem unnum við þetta verk
og var það annasamur tími.
Þrátt fyrir að vegavinnan væri erfið og
vosbúð fylgdi henni á köflum, á ég mjög góð-
ar minningar frá þessum sumrum. Ég á það
líka henni að þakka að ég átti þess kost að vera
við nám á Eiðum í tvo vetur, sem reynst hefur
mér ómetanlegt á lífsleiðinni.
AÞ