Austri


Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 15

Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 15
Jólin 1996 AUSTRI 15 og smáar. Hún byrjaði á því að lesa á pakkana úr pokanum. Öll bömin áttu þar sína böggla, líka hún og all- ir vom þeir frá jólasveininum. Hvert og eitt opnaði sinn pakka. Undmn- in skein úr augnaráði þeirra. Öll höfðu þau fengið eitthvað sem tengdist jólunum. „Mamma, opnaðu pakkann þinn, sem þú fékkst frá jólasveininum", sagði Helgi, þar sem hann sat á gólfinu við stólinn hennar. Hendur hennar skulfu þegar hún opnaði pakkann. í honum var forkunnar fögur bjalla, sem var í laginu eins og jólasveinn. Þegar tekið var í húfu jólasveinsins og honum lyft upp, klingdi fallega í honum, rétt eins og í klukkunum sem höfðu hringt inn jólin. Hún hafði aldrei séð neitt svona fallegt og strauk létt yfir út- línur bjöllunnar. Stína hafði líka fengið litla bjöllu og hún var ekki síður falleg en sú stóra. „Mamma, er jólasveinninn í al- vöru til?“ spurði Hrefna þar sem hún sat hugfangin og horfði á bjöll- una. „Ég veit það ekki“, stundi móðir þeirra lágt. „Ég veit að hann er til,“ sagði Hrönn og brosti dreym- in upp í andlit móður sinnar. ,díigum við ekki að taka upp hina pakkana?", sagði Helgi og fannst nóg um rólegheitin í fjölskyldunni. „Jú, nú opnum við þá“, sagði hún og rétti þeim hverju sinn pakka. Hrefna og Hrönn ráku upp undmn- aróp þegar þær sáu dúkkurnar, en Helgi fór að vola, þegar hann sá engan traktor koma innan úr böggl- inum sínum. Bjarni kyssti móður sína á kinnina fyrir sokkana, en þeg- ar henni varð litið á Stínu, þá fann hún hvemig hjartað stoppaði. Stína stóð upp með buxumar í höndunum. „Kallarðu þetta buxur? Ætlastu til að ég fari í þessu í skólann? Þetta er heimasaumað, ekki Lee-gallabux- ur“. Hún grýtti buxunum í gólfið og tók á rás inn í herbergi. Bjami ætl- aði á eftir henni, en hún greip í hönd hans. „Ég skal“. Hún stóð á fætur og fór á eftir telpunni. Stína lá á grúfu í rúminu og grét. Móðir hennar settist á rúmstokkinn og lagði aðra höndina á bak hennar. „Stína, viltu hlusta á mig augna- blik?“ „Til að heyra þig segja að við séum fátæk og höfum ekki efni á þessu og hinu?“ snökti stúlkan á milli grátkviðanna. „Stína, snúðu þér við og líttu á mig“. Stúlkan sneri sér hægt við í rúminu og leit á móð- ur sína gegnum tárin. „Heldur þú, elsku bam, að ég myndi ekki kaupa handa þér buxur ef ég gæti? Ég get það ekki núna, en það á eftir að ræt- ast úr hjá okkur og þá færðu buxur". Stína horfði á móður sína og sá tár speglast í augum hennar. Allt í einu skammaðist hún sín fyrir framkomu sína. Mamma hafði ekki fengið neina jólagjöf frá þeim. Þau höfðu alveg gleymt henni, af tilhlökkun yfir því, sem þau hugsanlega kæmu til með að fá. Hún flaug upp um háls móður sinnar: „Viltu fyrirgefa mér, mamma mín?“ „Auðvitað geri ég það, ástin mín, en komdu nú fram, svo við getum verið öll sam- an litla stund, áður en Helgi sofnar“. Þær gengu saman fram í stofuna, þar sem hin börnin sátu hljóð og biðu. Um kvöldið, þegar börnin voru sofnuð, settist hún niður og handlék bjölluna. Allt í einu féll hún saman og grét, þungum, sárum gráti. Henni fannst hjarta sitt vera að bresta. Það var nú svo komið, að hún gat ekki haldið jól fyrir bömin sín. Allt í einu stóð Bjarni við hlið hennar. „Mamma mín, ekki gráta, við klór- um okkur fram úr þessu eins og öðru. Hún harkaði af sér. Hér stóð 13 ára drengur og hughreysti hana, þegar hún átti að hughreysta hann. Hún tók hann í faðm sér, og saman gátu þau virt fyrir sér jólaljósin. „Það er kostur að hafa svona tré“, sagði Bjami lágt, „það fellir engar nálar, sem stingast upp í fæturna“. Hún brosti, þetta kom beint frá hjartanu. „Já“, svaraði hún, „það er kostur". A milli jóla og nýárs gekk hún á milli fyrirtækja og stofnana, í leit að vinnu, en fékk alls staðar sömu svörin: „Komdu eftir áramót". Hún var að því komin að gefast upp, en þá klingdu orð Bjama í eyrum henn- ar: „Við klórum okkur fram úr þessu, eins og öðru“. Hún var nú ekki vön að „klóra sig fram úr hlut- unum“, heldur vinna sig í gegnum þá, en það var víst ekki hægt, þar sem enga vinnu var að hafa. Hún átti eftir að fara í verksmiðjuna og athuga hvort eitthvað yrði þar á lausu á næstunni. Það kostaði ekk- ert að reyna og hún hefði gott af einum löngum göngutúr. Þegar hún kom að verksmiðjunni gekk hún upp á loft, að skrifstofu yftrmannsins. Öll vinna lá niðri um hátíðamar og varð hún ekki vör við að nein sála væri í húsinu. Hún bankaði á dyrnar, heyrði ekkert, bankaði aftur og var í þann veginn að snúa við og fara, þegar hurðinni var lokið upp og yfirmaðurinn stóð í dymnum. „Já, hvað var það?“ Hún hrökk við og tók að stama fyrir framan hann. Hann horfði á hana. „Hvað get ég gert fyrir þig?, sagði hann, ögn vingjamlegar. „Mig vant- ar vinnu“. Hún var að jafna sig á fátinu sem kom á hana og horfði einarðlega framan í manninn. Hann vissi hver hún var og virti hana fyr- ir sér. „Þú byrjar að vinna 9. janúar, ef það hentar þér“, sagði hann. Hún stóð og horfði; trúði ekki sínum eig- in eyrum. „Var það eitthvað fleira?“, spurði hann. „Nei, þakka þér fyrir“, stamaði hún og reikaði fram gang- inn. Hún var búin að fá vinnu. Á leiðinni heim fór hún yfir sam- talið í huganum. Hún hafði þúað hann og ekki óskað honum gleði- legra jóla. Henni fannst hún gæti sokkið niður úr jörðinni. Hún hafði komið fram eins og hálfviti. En hún var samt búin að fá vinnu. I fyrsta skipti í langan tíma fannst henni eins og þungu fargi væri af sér létt. Hún fann ekki fyrir göngunni heim, mundi hana ekki heldur. Það var eins og hún svifi. Hún reif upp hurðina, þegar hún kom að kofan- um, og rauk strax inn í stofu til barnanna, til að segja þeim frá þessu. Hún stóð á stofugólfinu. „Mamma, er eitthvað að?“, spurði Stína. Hún horfði brosandi á bömin. „Ég er búin að fá vinnu“, sagði hún, um leið og hún breiddi út faðminn, til að taka á móti hópnum sínum, sem kom fljúgandi í fang hennar. Þau voru öll frá sér numin af gleði, og tóku síðan að dansa í kringum móður sína. Hún horfði á bömin sín. Ef þetta var ekki ævintýri, þá fyrir- fundust ekki ævintýri í dag: að sjá gleðina sem braust fram. Hún hefði ekki getað glatt þau meira þó hún hefði komið heim með konfekt og dýrar gjafir. Á gamlárskvöld var glatt á hjalla í kofanum. Núna var vonin vöknuð. Það var að einhverju að stefna; hægt að vinna að einhverjum markmið- um. Jólin höfðu verið haldin í von- leysi og myrkri, þar sem ekkert virt- ist framundan, ekkert að keppa að. Jú, þegar gamla árið kvaddi og það nýja gekk í garð, þá buðu þau von- ina velkomna. Gleðin tók völdin. Hún byrjaði að vinna í verksmiðj- unni þann níunda eins og um var rætt. Unnið var á vöktum, og strax fyrsta daginn var hún spurð hvort hún gæti tekið aukavaktir, ef um veikindi væri að ræða. Hún játti því og fyrr en varði var hún komin í fulla vinnu. Hún mátti þakka fyrir ef hún fengi næga hvíld sjálf. En hún hugsaði ekki um það, sá bara fyrir sér andlit barna sinna um jólin og hélt áfram að vinna. Tíminn leið hratt. Börnin voru á mismunandi tímum í skólanum og skiptust á um að passa Helga litla. Mamma þeirra vann og vann; þau sáu hana næstum aldrei. En ef þau voru vakandi þegar hún kom heim á kvöldin, þá tylltu þau sér alltaf niður svolitla stund og fóru yfir daginn eða dagana, eins og það var orðið núna. Taskan hennar Hrefnu var búin að gefa upp andann og stúlkan var með bækurnar sínar í poka. „Mamma, heldurðu að ég geti fengið nýja tösku næsta haust? Krakkamir stríða mér með pokann“. „Jú, Hrefna mín, þú færð tösku næsta haust“. Helst hefði hana langað til að kaupa skólatöskuna strax, en fyrst var að gera upp reikninginn í búðinni. Hún var ekki enn búin að borga fyrir jól- in. Tíminn leið hratt: janúar, febrúar og það var komið fram í fyrstu viku í mars. Hún yrði að gera sér ferð í bæinn, til að fá það sem hana vant- aði. Hún var búin að klípa af öllum endum, til að geta lagt til hliðar fá- einar krónur og hafði tekið allar aukavaktir sem gáfust, en núna hafði vinnan minnkað. Hún var þó búin að fá vilyrði fyrir meiri vinnu, svo nú var orðið tímabært að bömin uppskæru laun fyrir þolinmæðina og hjálpsemina. Þegar hún kom í bæinn gekk hún búð úr búð, skoðaði og skoðaði og velti vöngum. Settist svo inn á kaffi- hús, keypti sér kaffibolla og reikn- aði. Hún yrði að sleppa öllu nema Stínu og Hrefnu; þær yrðu að ganga fyrir í þetta skipti. Hin yrðu að bíða um stund. Þegar hún lagði af stað heimleiðis var hún full eftirvænting- ar og gleði: bara að þeim líkaði nú það sem hún hafði keypt. Um kvöldið, þegar allir voru búnir að borða, sótti hún pakkana. Rétti Stínu annan og Hrefnu hinn; settist síðan og fylgdist með viðbrögðum stúlknanna. Stína stökk á fætur: „Mamma, „lee-buxur“. Hún þaut inn í herbergi til að máta buxumar. Hrefna sat sem lömuð: innan úr pakkanum hennar kom flott, ný skólataska. Hún horfði bara, fyrst á mömmu, síðan á töskuna. Móðirin sá tár blika í augum hennar. „Líkar þér ekki taskan, Hrefna mín?“ Allt í einu fór Hrefna að hágráta. „Hrefna, Hrefna mín, það er hægt að skila töskunni, ef þér líkar hún ekki. „Það er ekki það“, heyrðist á milli ekka- soganna frá barninu. „Hvað þá?“ „Mig hefur dreymt um svona tösku“ hikstaði hún út úr sér. „Elsku stúlk- an mín“. Mamma tók utan um hana, þar sem hún sat með töskuna í fang- inu. „Ertu búin að lykta af henni?“, spurði hún stúlkuna. Hrefna tók upp töskuna og lyktaði. „Mmm.., það er svo góð lykt af henni“, sagði hún og faðmaði töskuna að sér. „Settu nú skóladótið þitt í hana, ástin mín“. Mamma stóð upp. Hrönn, Helgi og Bjarni höfðu setið og horft á. Hún leit til þeirra. „Meira gat ég ekki gert í bili, en þið emð næst á dag- skránni". Þau brostu og Bjami kom til hennar. „Já, mamma mín, við vit- um það, okkar tími kemur, rétt eins og þeirra". En hvað hún var heppin með börnin. Bjarni var samt sem áður orðinn full-fullorðinslegur. Það var enn of snemmt fyrir hann að sleppa barnæskunni. Morguninn eftir, þegar hún var að læðast fram til að fara í vinnuna, sat Hrefna uppi í rúminu með töskuna í fanginu. „Hrefna mín, geturðu ekki sofið?“ „O, mamma, ég vildi að það væri mánudagsmorgunn og ég ætti að fara í skólann. Ég get ekki beðið eftir að komast í skólann með nýju töskuna mína“. „Hefurðu ekkert sofið?“, spurði hún telpuna. „Ég gat ekki sofið“, svaraði Hrefna og gat varla haldið augunum opnum leng- ur. Móðir hennar tók töskuna og setti hana til fóta í rúminu og breiddi svo ofan á hana sængina. „Kúrðu þig nú niður, ég kem heim kl. þrjú í dag; reyndu bara að sofa svolítið". Það eina sem sást af Hrefnu var andlitið, sem gægðist fram undan sænginni. Augu stúlkunnar fylgdu henni fram á gang. „Mamma mín, mér þykir svo vænt um þig. Takk fyrir töskuna". Hún leit til stúlkunnar. Augu hennar höfðu lagst aftur, hún var steinsofnuð. Uti var að verða albjart. Móðirin brosti, fann gleðina gagn- taka sig. Var hægt að óska sér ein- hvers betra en ástar og þakklætis barna sinna; að finna þessa fölskvalausu gleði? Ekkert gat kom- ið í staðinn fyrir það. Ekkert. (Forsand, Noregi, 1996). týée&téep föt of fcinMdt &omcutcU ási pöúáum öit tACÖdUþti á écörtum ánum HÖTEL VALASKJALF EGILSSTÖÐUM C3 471 1500 w -þar sem tryggingar snúast um fólk Svæðisskrifstofa Egilsstöðuin, Svæðisskrifstofa Eskifirði, Miðvangi 2, sími 471-1975 Strandgötu 19, sími 476-1272 Gleðilegjöl, farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu. y? 'K ? TAPSFJOR \ Reyniveliir 5. Egilsstöðum * Simi 471-2012

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.