Austri - 25.11.1999, Síða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 25. nóvember 1999
Könnun á högum og viðhorfum framhaldskólanema í þremur framhaldskólum:
Menntaskólinn á Egilsstöðum
með góða útkomu
Nemendur við ME vinna minna með námi en vaka lengur en nemendur í hinum skólunum
Fáar kannanir hafa verið gerðar
um málefni framhaldsskóla-
nemenda á Islandi. Þegar gerðar
eru stórkannanir á högum lands-
manna, á borð við þær sem Gallup
og Félagsvísindastofnun Háskóla Is-
lands framkvæma, koma oft í ljós
hagir ákveðinna aldurshópa en þar
er ekki gerður greinarmunur á
skólafólki eða vinnandi ung-
mennum og er því ómögulegt að sjá
hagi þessara hópa sérstætt né bera
saman hagi ungs skólafólks eftir
skólum eða landshlutum.
Nokkrir framhaldsskólakennarar í
félagsfræðigreinum, sem áttu það
sammerkt að hafa um tíma látið
nemendur sína gera ýmiskonar
kannanir í tengslum við námið, sáu
þörf á gerð könnunar sem tækju til
ofangreindra þátta. A vorönn 1998
ákváðu síðan Hannes I. Olafsson í
Fjölbrautarskólanum við Ármúla
(FÁ), Jón Ingi Sigurbjörnsson í
Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME)
og Garðar Gíslason í Menntaskólan-
um í Kópavogi (MK), að vinna að
sameiginlegu verkefni fyrir nemendur
í lokaáfanga félagsfræði. Verkefnið
var að kanna viðhorf og hagi nemenda
í skólunum þremur.
Með könnuninni átti að ná fram
marktækum niðurstöðum um ýmis
einkenni nemenda í framhalds-
skólunum þremur. Afhennimádraga
almennar ályktanir um hagi og viðhorf
íslenskra framhaldskólanema, auk
þess sem könnunin sýnir hvað þessir
þættir geta verið mismunandi.
Skólamir þrír eru afar mismunandi
að stærð og gerð t.d. eru MK og FÁ
báðir með verknám á námsframboði
sínu en ME er eingöngu bóknáms-
skóli. Þá eru nemendur við ME 250-
300 á móti 700-1000 í FÁ og MK.
Auk þessa býður Menntaskólinn á Eg-
ilsstöðum bæði upp á heimavist og
mötuneyti sem er ekki í hinum skól-
unum.
I febrúar og mars 1998 gerðu nem-
endur spumingalista, undir hand-
leiðslu kennara sinna, og komust að
samkomulagi um listana milli
skólanna. Um var að ræða 59 spum-
ingar sem áttu að gera könnunina sem
ítarlegasta. Spumingamar vom síðan
lagðar fyrir 1148 nemenda úrtak úr
skólunum þremur, og sáu nemendur í
félagsfræðiáfanga um aðferðafræði
um framkvæmdina ásamt því að slá
inn gögn að hluta til. Könnunin var
hluti af lokaverkefni nemendanna og
hafði þannig kennslufræðilegt gildi.
Niðurstöður könnunarinnar voru
síðan birtar í ágúst síðastliðnum og
verður hér á eftir farið yfir útkomuna á
hundavaði en bent er á að hægt er að
náigast niðurstöður könnunarinnar í
heild hjá höfundum hennar. Jón Ingi
Sigurbjömsson var blaðamanni Austra
innan handar við túlkun einstakra
þátta könnunarinnar og mun verða
vitnað til hans hér í framhaldinu.
Bakgrunnur nemenda
og áform þeirra
Könnuninni var skipt í sex hluta og
bar sá fyrsti þessa fyrirsögn og saman-
stóð af þrettán spumingum.
Gaf kaflinn glögga mynd af aðstæð-
um og áformum nemendanna almennt
og bentu jafnframt á ýmsa þætti sem
vom ólíkir milli skólanna. Kom meðal
annars í ljós að fæstir nemendur við
ME höfðu stundað nám í öðmm fram-
haldskóla á meðan tæplega 60% nem-
enda við FÁ höfðu stundað nám við
annan framhaldskóla. Þetta má að
nokkm leyti skýra með því að ME er
Menntaskólinn á Egilsstöðum.
einskonar svæðiskóli en FÁ er hins-
vegar stærsti “landsbyggðarskólinn” á
höfuðborgarsvæðinu, en flestir nem-
endur sem fara til náms í höfuðborg-
inni velja FÁ.
Þá kom í ljós að meðalaldur nem-
enda er lægstur í ME af þessum þrem-
ur skólum, sem skýrist af því að aldur
þeirra sem stunda bóknám er yfirleitt
lægri en þeirra sem stunda verknám.
Yfír 90 % nemenda við ME hyggja á
frekara nám eftir stúdentspróf á móti
80 % í hinum skólunum.
Námsvenjur og viðhorf
til skóla
í öðmm kafla könnunarinnar var
spurt um heimanám, líðan í skóla,
tengslin við kennara og skóla-
stjómenda auk þátttöku í félagslífi
skólans.
“ Einn þáttur sem vakið hefur tölu-
verða athygli er hve nemendur verja
litlum tíma til heimanáms en í ljós
kemur að um 70% nemenda í skólun-
um veiji minna en einni klukkustund
til heimanáms á hveijum degi”. segir
Jón Ingi. “ Þá kom á óvart hve fáir
nemendur höfðu notað bókasöfn eða
tölvuver skólanna”. Jón Ingi segir að
svo virðist sem nemendur í ME séu
virkari þátttakendur í skólastarfinu og
séu almennt ánægðari með umhverfi
skólans, kennara, stjómendur skólans
og tengslin við umsjónarkennarann
sinn en í hinum skólunum, þó munur-
inn sé lítill. Nemendur telji sig jafn-
framt vera virkari í ákvarðanatöku
innan skólans auk þess sem þeir telja
að skólinn komi til móts við þarfir
þeirra almennt. Þetta má að miklu
leyti skýra með því hve skólinn er
lítill. Á þetta jafnt við um viðhorf til
starfsfólks og aðstæðna.
Viðhorf til mætingareglna eru
svipuð eftir skólum, en um 20 % nem-
enda em mjög ósáttir við þessar reglur
á móti tæplega 50% sem em mjög sátt
eða sátt við mætingarreglumar.
Ekki þarf að koma á óvart að þátt-
taka nemenda í félagslífi ME er með
meira móti miðað við aðra skóla eða
um 70 %, en næstur kemur MK með
um 60 % þátttöku. Skýrist þetta
væntanlega af því mikla framboði af-
þreyingar sem er í boði á höfuðborg-
arsvæðinu auk þess sem ME er minni
en hinir skólamir.
Líðan nemenda
Þriðji þáttur þess sem könnunin
náði yfir var líðan nemenda. Þar kom
fram að 83 % nemenda við ME
stunda fþróttir 1 klst eða meira á viku,
en nemendur í hinum skólunum nota
mun minni tíma til íþróttaiðkunar. Þá
virtist hreysti og andlegt jafnvægi vera
svipað eftir skólum en
meirihluti nemenda
taldi sig vera hrausta og
í góðu jafnvægi, þó
hefur vakið athygli hve
margir nemendur missa
stjóm á skapi sínu dag-
lega.
“ Mikill munur kom
fram á svefntíma
nemenda. Svo virðist
vera að að hér í ME,
sem er jú heimavistar-
skóli og engir foreldrar
til að reka nemendur í
rúmið og þrátt fyrir ákveðnar reglur
um næði og annað slíkt, virðist vera
töluverður hópur nemenda sem fer
seint að sofa og nemendur í ME vaka
lengst. Um 7% prósent fara ekki að
sofa fyrr en eftir 01:30 á nætuma og
28% fara að sofa eftir kl. 01:00. Þetta
hlýtur að teljast talsvert umhugsunar-
efni þegar menn eiga síðan að mæta í
skólann kl. 8:00 á morgnana “, segir
Jón Ingi.
Tekjuöflun nemenda
og neysla
Fjórði og fimmti þáttur könnunar-
innar tók til tekjuöflunar nemenda og
neyslu þeirra. Komu fram nokkrir
forvitnilegir þættir varð-
andi vinnu með námi.
Ástandinu lýsir Jón Ingi
svo: “Það hefur oft verið
talað um það að það sé
eitt af vandamálunum í
íslenska skólakerfmu að
nemendur vinni með
náminu, sem leiði til
þess að þeir hafi ekki
tíma til að stunda námið
eins og sést á þeim tíma
sem nemendur verja til
heimanáms”. Þegar
könnunin var gerð unnu
um 40% nemenda við ME með skól-
anum á móti 60-70% nemenda í hin-
urn skólunum. Trúlega spilar þar stór-
an þátt aðstæður á vinnumarkaði hér
fyrir austan þar sem framboð vinnu og
eftirspum eftir vinnuafli er miklu
meira á höfuðborgar-
svæðinu en hér. Hins
vegar kemur í ljós að
nemendur við ME
greiða stærra hlutfall af
námskostnaði sínum en
nemendur í hinum skól-
unum. T.d. greiða um 70
% nemenda við ME
námsbækur sínar sjálfir
á móti 40 % í MK. í
heildina virðast nem-
endur á landsbyggðinni
og þá í ME hafa minna
fjármagn handa á milli
og eyða minnu. Þá kemur einnig í ljós
að nemendur í ME eiga færri bfla en
ungmenni fyrir sunnan og fara sjaldn-
ar í utanlandsferðir, en 40-45% nem-
enda við framhaldskólanna á höfuð-
borgarsvæðinu hafa farið 6 sinnum
eða oftar til útlanda á móti 12 % hjá
nemendum ME.
Menningar- heimur
nemenda
I sjöunda og síðasta
lið könnunarinnar kem-
ur í ljós ýmislegt varð-
andi fjölmiðlanotkun,
skemmtanalíf og stjóm-
málaáhuga.
“ Það kom okkur sem
stóðum að könnuninni á
óvart hve fáir nemendur
em að lesa eitthvað ann-
að en það sem tilheyrir
námsefninu en um 60%
nemenda lesa ekkert
annað.”segir Jón Ingi. Hins vegar
horfðu margir mikið á vídeo og fóm í
bíó, en fáir fara oft í leikhús eða á
listasýningar. Gaman er að vekja at-
hygli á því að ekki er um að ræða mik-
inn mun milli landsbyggðar og höfuð-
borgarinnar hvað varðar bíó- og leik-
húsferðir né ferðir á listasýningar, þó
framboð þessarar afþreyingar sé miklu
meira á höfuð- borgarsvæðinu.
Athygli vekur að einungis á milli
30-40% nemenda hafa aðgang að
veraldarvefnum heima við.
I könnuninni var spurt um stjóm-
málaáhuga og er hann ákaflega lítill,
en u.þ.b 15% nemenda í skólunum
fylgjast mikið með stjómmálum.
Hvergi var samt eins afgerandi munur
á ME miðað við hina tvo skólanna
þegar spurt var hvað nemendur
myndu kjósa ef kosið væri til Alþing-
is daginn sem könnunin var gerð. 43%
nemenda við Menntaskólann á Egils-
stöðum sögðust mundu kjósa Fram-
sóknarflokkinn á meðan ungmenni á
höfuðborgarsvæðinu hölluðu sér held-
ur að Sjálfstæðisflokknum eða
tæplega 40 %. “ Þessi niðurstaða vakti
mikla athygli samstarfskennara minna
að þessari könnun og spurðu þeir mig
meðal annars hvort það héngi mynd af
Halldóri Ásgrímssyni í hverri kennslu-
stofu og auðvitað jánkaði ég því!”
,sagði Jón Ingi.
Hefur vakið athygli
á æðri stöðum
Er það áht manna að þessi könnun
sé mjög marktæk, bæði vegna úrtaks-
ins sem vissulega er nokkuð stórt og
líka vegna góðrar svörunar nemenda.
Hefur framtakið og niðurstöður könn-
unarinnar vakið athygli og áhuga
menntamálayfirvalda og hefur
menntamálaráðuneytið farið fram á
nánari úrvinnslu úr könnuninni. Jafh-
vel hefur verið rætt um að endurtaka
hana og þá á fleiri skólum og skóla-
gerðum, t.d. hefðbundum bekkjaskóla
en þeir skólar sem teknir voru fyrir í
þessari könnun vom allir með svoköll-
uðu fjölbrautarsniði. Jafnframt hefur
verið rætt um að nota könnunina til
samanburðar á skólum í útlöndum, t.d.
á Norðurlöndunum.
Austri/if
Mynd/Skarphéðinn Þórisson
Sambandið við umsjónarkennara
• Spurt var: Finnst þér þú vera í nægilega góðu samabndi við
umsjónarkennarann þinn?
Þátttaka í félagslífi skóla
Spurt var: Tekur þú virkan þátt í félagslífi skólans?
79pe%
MfiOK
SOfiOK
«JWK
30fiO%
tOfiOK
OfiM
Spurt var: Stundar þú launaða vinnu með námi?
Greiðsla námsbóka
Spurt var: Kostar þú námsbækur þínar sjálf(ur)?