Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/volkswagensalur Vertu klár í veturinn Volkswagen T6.1 Sendibílar, pallbílar, smáir vinnubílar og stórir SELTJARNARNES Meirihluti Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi myndi falla í fyrsta skiptið á lýðveldistím- anum ef gengið væri til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun. 41 prósent myndi kjósa f lokkinn en aðeins 26 prósent eru ánægð með stjórnun bæjarins og sama hlutfall treystir bæjarstjóranum Ásgerði Halldórsdóttur. „Það er greinilegt að hluti Sjálf- stæðismanna er óánægður,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir hjá Maskínu sem framkvæmdi könnunina fyrir Félag Viðreisnarfólks á Seltjarnarnesi. Alls treysta 44 prósent bæjarbúa bæjar- stjóranum illa og 42,5 prósent eru óánægð með stjórnun bæjarins. Flestir nefna fjármálin sem mikil- vægasta þáttinn en hallarekstur bæj- arins hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. – khg / sjá síðu 6 Óánægju gætir á Seltjarnarnesi Sjórinn var óvenju hlýr í gær að mati sjósundfólks í Nauthólsvík í gær. Sjósund nýtur sívaxandi vinsælda. Þó að kalt hafi verið úti og napur vindur þá var talsvert af fólki í sjónum. Þessi vaski sundmaður var í hópi sem var á leið inn að ylströndinni, til að komast þangað þarf að synda yfir steina og þara, það lét hann ekkert á sig fá og var örsnöggur í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID-19 Evrópusambandið hefur til skoðunar að koma á fót sam- ræmdu kerfi til að auðvelda frjálsa för ferðamanna innan ESB og EES- svæðisins. Þjóðverjar fara nú með forsæti í ráðherraráði Evrópusam- bandsins og hafa lagt til litakóða fyrir frjálsa för milli landa ESB og EES á meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur. Grænt land mið- ast við færri en 25 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa 14 daga á undan. Rauð lönd væru þar sem f leiri en 50 tilfelli hefðu greinst á hverja 100 þúsund íbúa 14 daga á undan. Óvíst er hvort eða þá hvenær kerfið taki gildi. Ísland sendi frá sér athugasemdir til sambandsins vegna málsins í gær. „Við höfum farið þá leið að skima á landamærum og myndum vilja halda því áfram í einhverri mynd þar sem við höfum getuna til þess,“ segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra. „Við munum svo sjá hver lokaniður- staða Evrópusambandsins verður í þessu til að koma á samræmingu á umferð á innri landamærunum.“ Tilgangurinn með tillögum ESB er að einfalda og samræma reglur milli landa. Reglurnar yrðu ekki bindandi og myndu ekki ná til vöru- bílstjóra, sjófarenda eða annarra sem ferðast vegna starfa sinna. Íslenska ríkisstjórnin hefur þegar gefið út að fyrirkomulag skimana vegna COVID-19 á landamærum verði óbreytt til 1. desember næst- komandi, nema að tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Áslaug Arna útilokar ekki að fyrirkomulaginu verði breytt ef tillögur Þjóðverja ná fram að ganga. Ljóst sé að í áfram- haldandi baráttu við veiruna verði að taka mið af meðalhófi hverju sinni og mikilvægt sé að endur- skoða ákvarðanir mjög reglulega. „Það er mikilvægt að til framtíðar sé frjáls för fólks innan svæðisins tryggð, eins og verið hefur.“ – ab Gætu liðkað fyrir ferðalögum Evrópusambandið skoðar að koma á fót samræmdu kerfi til að auðvelda ferðalög í heimsfaraldrinum. Dómsmálaráðherra útilokar ekki að kerfið leiði til breytinga á fyrirkomulagi landamæraskimana. Við höfum farið þá leið að skima á landamærum og myndum vilja halda því áfram í einhverri mynd þar sem við höfum getuna til þess. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráð- herra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.