Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 6
Það miskunnsam-
asta sem við getum
gert er að leyfa þeim sem eru
í minni hættu að lifa sínu lífi
og byggja upp ónæmi en
verja þá sem eru í hættu.
Úr yfirlýsingunni í Great Barrington
26 prósent Seltirninga
treysta Ásgerði Halldórs-
dóttur bæjarstjóra vel og 44
prósent illa.
Þú hringir í síma 517 5500
eða sendir póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Fáðu lyn send frítt heim
GLÆSIBÆ
www.lyfsalinn.is
GLÆSIBÆ
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is
VESTURLANDSVEGI
OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
URÐARHVARFI
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
og þér líður betur
SELTJARNARNES Meirihluti Sjálf-
stæðisf lokksins á Seltjarnarnesi
myndi falla ef gengið væri til kosn-
inga í dag samkvæmt nýrri könnun.
Myndi f lokkurinn fá rúmlega 41
prósent atkvæða, Samfylkingin
rúmlega 29 prósent, Viðreisn/Nes-
listi tæplega 16, Fyrir Seltjarnar-
nes tæplega 6 og aðrir 8 prósent.
Könnunin var unnin í júlí og ágúst
af Maskínu fyrir Félag Viðreisnar-
fólks á Seltjarnarnesi.
756 bæjarbúar fengu könnunina
senda og svöruðu 468, eða 61,9 pró-
sent, sem er nokkuð gott svarhlut-
fall samkvæmt Þóru Ásgeirsdóttur
hjá Maskínu. En könnunin var
unnin bæði með tölvupósti og sím-
hringingum. Úrtakið er stórt fyrir
sveitarfélag með um 4.700 íbúa,
svörin nema 10 prósentum af íbúa-
fjölda.
Athygli vekur að aðeins 26 pró-
sent bæjarbúa eru ánægð með
stjórnun bæjarins og sama hlutfall
treystir bæjarstjóranum Ásgerði
Halldórsdóttur vel, langt undir því
fylgi sem Sjálfstæðisf lokkurinn
mælist með.
„Það er greinilegt að hluti Sjálf-
stæðismanna er óánægður,“ segir
Þóra. „11,3 prósent þeirra eru frem-
ur óánægð með stjórnunina og 2,6
prósent mjög óánægð.“ Þá finnst
tæplega 34 prósentum Sjálfstæðis-
manna stjórnunin í meðallagi.
Alls treysta 44 prósent Seltirn-
inga bæjarstjóra illa og tæplega 42,5
prósent eru óánægð með stjórnun
bæjarins samkvæmt könnuninni.
Seltjarnarnes hefur verið eitt af
höfuðvígjum Sjálfstæðisflokksins
og hefur f lokkurinn einn stýrt
málum þar frá árinu 1948, eða eftir
klofninginn frá Kópavogi. Þó með
þeirri undantekningu að árin 1958
til 1962 sat sjálfkjörinn „Listi allra
flokka“.
Árið 2006 hafði f lokkurinn rúm-
lega 67 prósenta fylgi en það hefur
dalað mikið síðan þá. Árið 2010 fór
fylgið niður í 58 prósent og tæplega
53 prósent árið 2014. Í síðustu kosn-
ingum, árið 2018, hékk flokkurinn
naumlega á meirihluta sínum með
46 prósent og munaði aðeins 23
atkvæðum að hann félli.
Maskína kannaði einnig álit íbúa
á ýmsum málaf lokkum og voru
tveir taldir langmikilvægastir, fjár-
mál og skólamál.
Hallarekstur bæjarins, sem rekja
má meira en fimm ár aftur í tímann,
hefur mikið verið til umræðu að
undanförnu. Lét bæjarstjórn gera
óháða skýrslu hjá HLH ráðgjöf á
rekstrinum með hagræðingartil-
lögum, sem birt var í febrúar. Sam-
kvæmt könnun Maskínu töldu
langf lestir, 29 prósent, fjármálin
það sem helst mætti betur fara í
málefnum bæjarins og 12 prósent
nefndu viðhald og umhirðu.
Í skýrslu HLH kom meðal annars
fram að stöðugildum hefði fjölgað
langt umfram íbúafjölgun sveitar-
félagsins. Einnig að „annar rekstrar-
kostnaður“ væri hæstur á landinu.
Meðal annars var kostnaður vegna
kaffimeðlætis sjö milljónir króna
árið 2018. Alls var uppsafnaður
hallarekstur bæjarins á fimm árum
600 milljónir.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Íbúar á Seltjarnarnesi eru
óánægðir með stjórn bæjarins
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun myndi Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi aðeins fá 41 prósent ef
gengið væri til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þar með myndi flokkurinn missa meirihluta sinn í bæjar-
stjórn í fyrsta skipti á lýðveldistímanum. Telja flestir Seltirningar fjármálin það sem betur mætti fara.
Mikill hallarekstur hefur verið á Seltjarnarnesi undanfarin fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
COVID-19 Á þriðja tug fræðimanna
í læknavísindum og líffræði komu
saman í bænum Great Barrington
í Massachusettsfylki í Bandaríkj-
unum og skrifuðu undir yfirlýsingu
um aðgerðir stjórnvalda vegna
COVID-19. Telja þeir aðgerðirnar
ganga of langt.
„Skólar og háskólar ættu að vera
opnir fyrir staðarnám. Tómstundir
og íþróttir ættu að halda áfram.
Ungt fólk sem ekki er í áhættuhóp-
um ætti ekki að vinna í fjarvinnu.
Veitingastaðir og verslanir ættu að
vera opin. Listir, tónlist, íþróttir og
önnur menningarstarfsemi ætti að
halda áfram,“ segir í yfirlýsingunni.
Meðal þeirra sem skrifa undir eru
prófessorar í faraldsfræði við Har-
vard-, Oxford- og Stanfordháskóla.
Einnig Michael Levitt sem fékk
Nóbelsverðlaun árið 2013.
Hafa f ræðimennir nir bæði
áhyggjur af líkamlegum og andleg-
um áhrifum aðgerðanna sem mörg
ríki hafa gripið til. Lýsi þetta sér
meðal annars í minni bólusetning-
um gegn öðrum sjúkdómum, færri
krabbameinsskimunum, meiri
hjarta- og æðakerfisvandamálum
og versnandi andlegri heilsu. Muni
þetta leiða til hærri dánartíðni
þegar fram líði stundir.
Segjast þeir sannfærðir um að
veiran verði ekki stöðvuð og að
hjarðónæmi muni á endanum nást.
„Við vitum að hinir öldnu og fötluðu
eru þúsund sinnum líklegri til að
látast af völdum COVID-19,“ segir í
yfirlýsingunni. „Það miskunnsam-
asta sem við getum gert er að leyfa
þeim sem eru í minni hættu að lifa
sínu lífi og byggja upp ónæmi en
verja þá sem eru í hættu.“ – khg
Telja aðgerðirnar gegn COVID-19 valda skaða á lýðheilsu
BANDARÍKIN Fjölmargir úr kosn-
ingateymi Bandaríkjaforsetans
Donalds Trump hafa smitast af
COVID-19 og er upplausn sögð ríkja
innan herbúðanna. Meðal smitaðra
eru Bill Stepien kosningastjóri og
Ronna McDaniel, yfirmaður lands-
sambands Repúblikanaf lokksins.
Allir kosninga- og fjáröflunarfundir
sem skipulagðir voru á næstunni
hafa verið settir á ís.
Forsetinn sjálfur hefur verið
harðlega gagnrýndur af læknum
fyrir að láta keyra sér fram hjá Wal-
ter Reed-spítalanum þar sem hann
hefur dvalist, veifandi til stuðn-
ingsmanna sinna. Var uppákoman
sögð óábyrg og að læknar forsetans
hefðu aldrei átt að leyfa þetta. Eins
og frá var greint um helgina hefur
Trump verið nokkuð illa haldinn af
veikindum sínum og meðal annars
þurft að fá súrefnisgjöf.
Undirgengst hann nú lyfjameð-
ferð og fær bæði stera og mótefni
sem enn eru á tilraunastigi. Læknar
Trumps hafa þó ekki viljað gefa allt
upp um ástand hans og hvernig
honum gengur að berjast við sjúk-
dóminn.
„Ég skil núna hvernig þessi sjúk-
dómur virkar. Þetta er alvöru skóli,
ekki bóknám,“ sagði Trump í mynd-
bandi sem birt var frá spítalanum.
Hann hefur hins vegar krafist þess
að verða útskrifaður sem fyrst. – khg
Upplausn innan
kosningateymis
Trumps forseta
Stuðningsmenn Trumps fjölmenntu
fyrir utan sjúkrahúsið. MYND/EPA
6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð