Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Það eina sem
er á hreinu er
að þetta er
ekki búið og
er ekkert að
verða búið.
Við eigum að
vera vakandi
þegar svona
sterk aðvör-
unarljós
blikka.
Hertar samkomutakmarkanir eru aftur orðnar staðreynd. Þriðja bylgja kórónaveirunnar er í bullandi vexti hér á landi og næstu tvær vikurnar þurfum við að sætta okkur aftur við að mega ekki hittast í fjölmennari
hópum en 20. Enginn fer á barinn né í ræktina fyrr en í
fyrsta lagi upp úr miðjum mánuði.
Við erum sem betur fer flest búin að mastera fjar-
fundarbúnaðinn og landinn er búinn að innrétta
heimaskrifstofur, matarinnkaup á veraldarvefnum
eru lítið mál og fínustu veitingastaðir eru að massa
heimsendinguna. Við erum nú með reynsluna. Við
kunnum þetta og vitum hvernig við gerum þetta. En
nennum við þessu?
Nýyrðið farsóttarþreyta sem ég heyrði Ölmu Möller
í fyrsta sinn nota í gær segir mér að svarið sé nei. Orðið
er þýðing á hugtakinu Pandemic fatigue sem notað
er um tilfinninguna þegar hin stöðuga árvekni sem
krafist er, er farin að virka yfirþyrmandi og takmark-
anir eru farnar að þreyta fólk.
Þrjátíu milljónir manna hafa sýkst af COVID-19 og
tæp milljón látist. Heilsufarslegar afleiðingar veirunn-
ar eru óumdeildar en aðgerðir til að hefta útbreiðslu
hennar hafa jafnframt haft hrikalegar afleiðingar
um heim allan. Óöryggið um framtíðina er algjört og
tekur sinn toll af sálartetrinu. Það eina sem er á hreinu
er að þetta er ekki búið og er ekkert að verða búið.
Aftur á móti hefur lítið farið fyrir umræðu um
hversu langan tíma samfélagið þarf að glíma við
faraldurinn. Aðgerðir stjórnvalda eru til nokkurra
mánaða í einu og tillögur sóttvarnalæknis gilda til
nokkurra vikna í senn.
Við hvern mánuð sem ástandið varir stækkar
efnahagslega áfallið. Kannski heyrum við talað um
kreppuþreytu innan skamms.
Það styttist í áramót og eru ansi margir farnir að
hlakka til að kveðja árið 2020, ár heimsfaraldurs, tak-
markana, gjaldþrota, atvinnuleysis og appelsínugulra
viðvarana.
Staðreyndin er aftur á móti sú að það er í raun
ekkert sem bendir til þess að árið 2021 verði einhverju
skárra. Bóluefni er ekki fundið og veiran mun ekki
hverfa. Þegar og ef bóluefnið finnst á svo eftir að koma
því í framleiðslu og dreifa því um heiminn.
Í nýlegri grein úr Journal of General Internal Med-
i c ine var reynt að varpa ljósi á líklegar sviðsmyndir
við gerð bóluefnis. Tugir sérfræðinga sem vinna að
rannsóknum á bóluefnum voru spurðir um hvenær
þeir teldu líklegast að bóluefni yrði tilbúið. Vísinda-
mennirnir voru nokkuð samhljóða og mátu það svo
að líklegast gætum við gert ráð fyrir því í september/
október á næsta ári. Þannig að búast má við að sam-
félagslegra áhrifa af bólusetningu gæti fyrst undir lok
árs 2021.
Þannig eru allar líkur á að við þurfum að lifa við
skert lífskjör töluvert lengur, spænska veikin geisaði
í tvö ár og það er ekkert sem segir okkur að þetta taki
styttri tíma.
Ættum við ekki að hugsa þetta til lengri tíma?
Hvernig sjáum við samfélagið fyrir okkur næsta árið?
Farsóttarþreyta
Tölulæsi
Nýjar hömlur voru settar á land
og lýð á sunnudagskvöld vegna
faraldursins. Þar er gert ráð fyrir
að samkomutakmarkanir séu
við 20 manns, eða 30 manns, eða
50 manns eða 100 manns eða
200 manns – allt eftir því hvað
verið er að gera, hvar og hver á í
hlut. Þetta þykir þeim sem eru
með stúdentspróf úr máladeild
óviðráðanlega f lókið. Meira að
segja vefst fyrir sumum að telja
skammlaust upp að 20 svo litlu
skeiki. Þannig eru að verða tvær
þjóðir í þessu landi, þeir sem
átta sig á fjöldatakmörkunum
og hinir sem ekki gera það.
Myndarlegir
Kínverjarnir eru myndaglöð
þjóð. Þegar enn voru hér ferða-
menn voru þeir sem komu frá
Kína áberandi fyrir að vera
stöðugt að taka myndir hvar
sem þeir komu. Við heimamenn
vorum ánægðir með þetta hátta-
lag því að þannig bærust myndir
af landinu víðs vegar um í Kína.
Þessi áhugi kínverskra virðist ná
langt út fyrir raðir ferðamanna
því að ekki ber á öðru en þeir
hafi líka áhuga á að myndatöku-
vélar þeirra nái sem víðustu
skoti, ef marka má aðfinnslur
Persónuverndar vegna öryggis-
myndavéla við sendiráð þeirra.
Eru hreyfimyndir úr Borgartúni
ekki fyrirtaks landkynning, þar
sem greina má jafnvel þá sem
skjótast inn í stofnanir þær sem
standa við götuna?
Haustið 2015 gerðist Reykjavíkurborg aðili að Þjóðarsáttmála um læsi. Markmiðið var að öll börn gætu lesið sér til gagns, en að
lokinni grunnskólagöngu geta 30 prósent drengja
ekki lesið sér til gagns. Ekki hefur orðið marktækur
árangur á fyrstu árum skólagöngunnar. Þvert á
móti. Á síðasta ári voru tæp 40 prósent barna í 2.
bekk í Reykjavík sem gátu ekki lesið sér til gagns
eins og það er skilgreint. Þegar borgin gerðist aðili
að Þjóðarsáttmála um læsi var þetta hlutfall 35 pró-
sent. Engin mæling er gerð á þessu ári. Þessar tölur
eru vísbending um að enn sé sitthvað í ólestri. Þegar
tölurnar eru rýndar kemur í ljós að öll árin frá 2002
hafa drengir verið með lakari útkomu en stúlkur.
Það er ekki í lagi. Kynbundinn munur eykst á
grunnskólastigi og er áberandi hvað drengir standa
höllum fæti við lok grunnskólagöngu. Mennta-
málaráðherra benti nýverið á stöðu nemenda í
Háskóla Íslands, en aðeins 27 prósent þeirra sem
stunda nám á framhaldsstigi eru karlar. Það er því
eins og kynbundinn munur í námi aukist þegar á
líður. Leggja þarf aukna áherslu á fyrstu skólastigin
og hafa námsefni sem höfðar til beggja kynja.
Gerum betur
Í dag liggur fyrir borgarstjórn tillaga borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um að gera úttekt á kyn-
bundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla.
Vonandi næst samstaða um það. Áfram þarf að
styrkja lestrarnám allra, en sinna þarf sérstaklega
viðkvæmum hópum. Við viljum flagga því að hér er
verk að vinna og fleiri úrræði þurfi til að ná tökum
á lakri stöðu drengja í lestri. Íslenskan á undir högg
að sækja þegar samfélagsmiðlar og sjónvarpsefni
er að mestu leyti á ensku. Lestur bóka og blaða fer
minnkandi. Meirihluti útgjalda borgarinnar fer í
skólamál. Við eigum að vera vakandi þegar svona
sterk aðvörunarljós blikka. Horfast í augu við við-
fangsefnið óhikað. Þannig gerum við betur.
Gleymum ekki
drengjunum
Eyþór Arnalds
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík
6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN