Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 16
Það vakti athygli þegar Honda
ákvað að koma með raf bíl á
markað í fyrsta skipti og færa
sig þannig inn í öld raf bílanna.
Bíllinn var frumsýndur í fyrra
og er nú kominn til landsins og
í sölu hjá nýjum höfuðstöðvum
Honda að Krókhálsi.
Honda ætlar sér greinilega að fara
óhefðbundnar leiðir með þessum
bíl sem er hannaður með útliti
Honda Civic frá áttunda áratug
fyrri aldar. Ekki bara það heldur
á hann sér fáa keppinauta og er
meira hugsaður sem borgarsnatt-
ari heldur en bíll sem leysa eigi
allar þarfir nútímafjölskyldunn-
ar, eins og mörgum bílum í dag
virðist ætlað að gera.
Fyrir það fyrsta er bíllinn
aðeins fjögurra sæta sem er
óvenjulegt. Afturhurðir bílsins
eru mjög aftarlega og með
ólíkindum að Honda hafi náð
að koma þeim fyrir. Það kemur
manni á óvart að bíllinn sé
fjögurra dyra því að hann virkar
lítill utan frá, eins og tveggja dyra.
Munar þar um mikið hjólhaf fyrir
ekki stærri bíl en það er 2.530
mm. Til samanburðar má nefna
að hjólhaf fyrstu kynslóðar Civic
var aðeins 2.200 mm.
Lipur og léttur í akstri
En hvernig bíll er Honda e undir
niðri? Hann er með 152 hestaf la
rafmótor og frekar lítilli raf hlöðu
sem rúmar 35,5 kWst.
Rafmótorinn er settur á aftur-
drifið og fjöðrunin er sjálfstæð
allan hringinn. Fyrir vikið fer
ekki mikið fyrir framhjólunum og
auðvelt að leggja mikið á bílinn og
reyndar er snúningshringurinn sá
minnsti sem undirritaður hefur
prófað í nokkrum bíl, eða aðeins
8 metrar. Þar sem bíllinn er aftur-
hjóladrifinn vill hann því aðeins
yfirstýra í kröppum beygjum ef
gefið er of snöggt inn. Því kemur
sér vel að stýrið er f ljótt að taka
við sér enda talsvert dobblað.
Stýrishjólið sjálft er tveggja
arma og er einstaklega þægilegt
í notkun og góð tilbreyting frá
fjögurra arma stýrishjólum með
takka alls staðar. Drægi bílsins er
aðeins 220 km sem stenst engan
veginn samanburð við helstu
samkeppnisaðila og er einn af
helstu göllum bílsins.
Þröngur aftur í
Að setjast inn í bílinn er ekki eins
erfitt og ætla mætti og er reyndar
bara þægileg upplifun, ef talað er
um framsætin. Þar er gott fóta-
pláss og óvenju stór og þægileg
sæti fyrir þessa stærð af bíl.
Hins vegar er plássið af skorn-
um skammti aftur í fyrir höfuð og
sér í lagi fætur og þá sérstaklega
við inn- eða útstig. Reyndar fer
ágætlega um meðalstóran mann
í sætinu þegar hann er búinn að
koma sér fyrir enda þarf ekki að
keppa um pláss við neinn miðju-
farþega.
Farangursrýmið er mjög lítið
og dugir kannski fyrir leikfimis-
töskuna en ekki meira. Útsýni
út úr bílnum er þrælgott miðað
við marga bíla í dag. Hann er
búinn myndavélum í staðinn
fyrir hliðarspegla og er maður
furðu f ljótur að venjast því að
horfa ekki lengur út fyrir bílinn
til að horfa aftur. Helsti kosturinn
við þann búnað er hversu vel
sést inn í annars svokölluð blind
svæði, sem er nánast útrýmt með
þessum búnaði.
Breiðtjald innandyra
Ekki verður skrifað um Honda e
án þess að minnast á upplýs-
ingaskjái sem ná óslitið milli
myndavélaskjáanna og mynda
óslitna heild litaskjáa eftir bílnum
þverum.
Auðvelt er að nota skjáina
og fáir takkar þar fyrir utan til
að f lækja málin enn frekar, en
notkun og f letting getur virkað
aðeins seinvirkari en maður á að
venjast. Í raun og veru er um tvo
12,3 tommu upplýsingaskjái að
ræða auk skjás fyrir mælaborðið.
Sjötti skjárinn er svo í baksýnis-
speglinum, kjósi kaupendur að
velja dýrari gerð bílsins. Hægt er
að nota skjáinn lengst til vinstri
sem af þreyingarskjá fyrir farþeg-
ann. Kerfið styður Apple Carplay,
en það tekur yfir upplýsingar eins
og hvað er eftir af drægi þegar það
er í notkun.
Dýr – en samt ekki
Það er erfitt að bera Honda e
saman við aðra raf bíla og kemur
þar margt til. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir verðið sem
nálgast verð á nýjum og mun
stærri VW ID.3 en er reyndar
aðeins ódýrari hér en erlendis í
þeim samanburði.
Helstu samkeppnisaðilar hans
eru Mini Electric, Peugeot e-208
og Renault Zoe en þeir eru undir
sömu sök seldir, að vera einu
númeri of dýrir miðað við stærri
gerðir rafmagnsbíla. Af þeim
þremur er Mini Electric bestur
til samanburðar enda sækja þeir
báðir í sömu nostalgíuna. Verðið
á þeim er svipað en Mini kostar
frá 4.950.000 kr.
Það sem aðgreinir þá er hinn
fullkomni tæknibúnaður sem
er fyrir hendi í Honda e og gerir
bílinn að þeirri söluvöru sem
hann er. Zoe og e-208 eru ódýrari
en Mini en Renault-bíllinn kostar
frá 4.450.000 kr. og sá franski frá
4.390.000 kr. sem er í raun og veru
það sama og grunnverð Honda
e. Það má því segja að Honda e
standi sig vel í samkeppni á verði
sambærilegra raf bíla.
Honda e – skemmtilegi rafbíllinn
KOSTIR OG GALLAR
Honda e
Grunnverð: 4.390.000 kr.
Rafhlaða: 35,5 kWst.
Rafmagnsnotkun: 18-20 kWst/100 km
DC-hleðsla: 100 kW
Hestöfl: 154
Tog: 315 newtonmetrar
Drægi: 220 km
Hröðun 0-100 km: 8,3 sek
Hámarkshraði: 145 km/klst.
Farangursrými: 380 l
L/B/H: 3.894/1.752/1.512 mm
Hjólhaf: 2.530 mm
n Tæknibúnaður
n Lipur
n Liggur vel
n Drægi
n Farangursrými
n Fótapláss aftur í
KOSTIR GALLARFarangursrými: 171 l
Eigin þyngd: 1.518 kg
Útlit bílsins er skemmtileg blanda af gamaldags línum áttunda áratugarins og nýmóðins áherslum í ljósum og felgum svo eitthvað sé nefnt. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Myndavélarnar taka ekki mikið pláss og gera bílnum
kleift að smeygja sér víða enda minnka þær breiddina.
Það minnir helst á bílabíó, ofgnóttin af upplýsingaskjáum
í mælaborði Honda e en þeir eru tveir auk mælaborðs.
Höfuðpláss og sérstaklega fóta-
pláss er af skornum skammti aftur í.
Farangursrýmið er aðeins 171
lítri og varla til meiri afkasta en að
leggja frá sér leikfimistöskuna.
152 hestafla raf-
mótorinn er settur
á afturdrifið og fjöðr-
unin er sjálfstæð allan
hringinn.
4 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R