Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 31
Á hraðhleðslustöð mun hann geta hlaðið 480 km drægi á aðeins 20 mínútum. Reykjafell.is Fullkomin yfirsýn í notendavænu appi Hleðslu stjórnað með appi Staða mæla og reikningar í appi Mælingar í skýinu 22 kW hleðslugeta Aflmiklar hleðslustöðvar Hleðslustöðvarnar frá ABL eru sérlega vandaðar og henta fyrirtækjum og fjölbýli fullkomlega. Þær eru álagsstýrðar, með nauðsynlegum varnar- búnaði og stýrt með appi eða RFID dropa. Ýmsir greiðslu möguleikar í boði á bakenda kerfisins sem einfalda húsfélögum innheimtu. Skoðaðu úrval hleðslustöðva fyrir rafbíla á Reykjafell.is Toyota ætlar að þróa sinn eiginn hugbúnað og tæknibúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla á næstu árum. Að sögn heimildarmanns Frétta- blaðsins í Japan er Toyota að ráða mikið af vel menntuðu starfsfólki í þá deild sína sem fer ört stækk- andi. Er stefnan sett á að þróa kerfi sem talar við ökumanninn og tengist öllu upplýsingakerfi bílsins. Meðal samstarfsaðila Toyota í þessu verkefni er MIT AgeLad í Massachusetts. Þar er verið að þróa gervigreind í sjálfkeyrandi bíla sem gerir bílnum kleift að læra betur á umhverfi sitt í hverri ferð. Eins og hjá öðrum sem þróa næstu kynslóð sjálfkeyrandi öku- tækja byggir tæknin á útbreiðslu 5G-kerfis fyrir farsíma og því er talsvert í að við förum að sjá slík ökutæki eins og hér er lýst, og þó? Toyota þróar sjálfkeyrandi bíla Mynd úr myndbandi sem sýnir hvernig tækni Toyota virkar. Stutt er síðan Lucid Air rafbíll- inn var frumsýndur en hann er væntanlegur á markað innan nokkurra mánaða. Tækniupplýsingar bílsins hafa vakið mikla athygli enda fáheyrðar, og má þar nefna allt að 810 km drægi og 1.080 hestöfl með tveimur rafmótorum í Air Dream Edition-útgáfunni. Mun það gera bílnum kleift að komast í hundr- aðið á aðeins 2,5 sekúndum og er hámarkshraðinn 270 km á klst. Hefur Lucid Air háð einvígi við Tesla Model S Plaid undanfarinn mánuð um hraðasta hringinn á Laguna Seca-brautinni. Fyrst náði Lucid Air besta tíma brautarinnar með tímanum 1 mínútu og 41 sek- úndu en tjúnuð útgáfa Tesla Model 3 bætti þann tíma fyrir mánuði og fór á 1 mínútu, 35,79 sekúndum. Tesla Model S Plaid bætti svo um betur fyrir skömmu og náði 1 mínútu og 30 sekúndum en við prófanir í vikunni náði Lucid Air tímanum 1 mínútu, 31,3 sekúndum sem er ansi nálægt tíma Tesla. Besti hleðslutíminn Rafhlaðan er 113 kWst og mun geta hlaðið bílinn með hraða sem ekki hefur sést áður. Á hrað- hleðslustöð mun hann geta hlaðið 32 km af drægi á mínútu sem er 480 km á aðeins 20 mínútum. Það er hraðasta hleðsla sem sést hefur í fjöldaframleiddum raf bíl hingað til. Um mitt næsta ár kemur Air Grand Touring útgáfan með enn meira drægi, eða 832 km, en hestöflin fara niður í 800 talsins. Grunnútgáfan mun kallast Air Touring og verður 620 hestöfl og með 650 km drægi. Lucid Air líka með hröðustu hleðsluna Lucid Air er með lægsta vindstuðul lúxusbíla, aðeins 0,21, og ásamt þeim 1.080 hestöflum sem hann hefur úr að spila gefur það hámarkshraðann 270 km/klst. BÍLAR 7 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.