Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 32
Hyundai kynnti fyrir viku raf-
bílinn RM20e og þótt enn einn
raf bíll sé ekki endilega stórfrétt
þessa dagana er þessi allrar athygli
verður. Hér er nefnilega á ferðinni
rallbíll sem skilar 810 hestöflum
í afturdrifið og 960 newtonmetra
togi.
Hröðunartölur bílsins eru
eftir því og mun hann vera undir
þremur sekúndum í hundraðið
og fer í 200 km á klst. á undir tíu
sekúndum.
Að sögn Hyundai markar
RM20e þann metnað sem merkið
hefur til framleiðslu alvöru raf-
bíla og N-keppnisbíla. „RM20 e
sameinar eiginleika keppnisbíls
með afli, jafnvægi og bremsukerfi
um leið og hann er hljóðlátur og
tilbúinn til aksturs á götunni,“
segir í yfirlýsingu frá Hyundai.
Hyundai tekur þó sérstaklega
fram að bíllinn muni ekki taka
alveg yfir N-línuna jafnvel þótt við
munum sjá N-merkta tvinnbíla.
Hyundai RM20e er
rafdrifinn rallbíll
sem skilar 810 hest-
öflum í afturdrifið og
960 newtonmetra togi.
Hyundai með rafdrifinn rallbíl
Hyundai RM20e er afturhjóladrifinn með hröðun undir þremur sekúndum.
Á dögum COVID-19 fara ýmis bíla-
merki í naflaskoðun og ekki síst
þau sem eru með mörg undir sínum
hatti eins og Volkswagen Group.
Volkswagen er að skoða
möguleika á að setja Lamborgh-
ini-merkið á markað, segir í frétt frá
Reuters, en það er haft eftir ónafn-
greindum heimildarmanni innan
Volkswagen Group. Líklegt er að
merkið verði selt að hluta en þó
þannig að Volkswagen haldi enn
ráðandi hlut í merkinu.
Lamborghini hefur heyrt undir
Audi-merkið sem er líka hluti af
VW Group. Mun þetta hafa verið
rætt á stjórnarfundi VW Group
í síðustu viku, en einnig var rætt
um framtíð Bugatti- og Ducati-
merkjanna.
Ducati er frægt mótorhjólamerki
sem heyrir undir VW en hefur enga
beina tengingu við þá að öðru leyti.
Meðal þess sem skoða á er að finna
samstarfsaðila sem aðstoðað geta
við að rafvæða sportbílamerkin.
Munu fjárfestar hafa sett sig í
samband við VW Group með það
í huga, en Volkswagen vill ekkert
láta hafa eftir sér um það. Herb-
ert Diess, forstjóri Volkswagen
Group, lét hafa það eftir sér fyrir
nokkrum dögum að tilkynnt yrði
um „mikilvæg skref“ fyrir framtíð
bílamerkisins fyrir lok árs.
Hvort það muni þýða sölu Lam-
borghini á eftir að koma í ljós en
það eru auðvitað stórar fréttir ef
svo er.
Er Lamborghini á leið á markað?
Lamborghini framleiðir meðal annars Urus-sportjeppann ásamt sportbílum. MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON
Polaris og Zero semja
Hversu langt ætli sé í að við sjáum rafdrifið Polaris-fjórhjól eins og þetta?
Pierer Mobility er að hanna nýja
línu af rafdrifnum Husqvarna-
mótorhjólum sem væntanleg eru
á markað árið 2022. Hjólin byggja
á útliti Svartpilen- og Vitpilen-
hjólanna og munu einfaldlega
heita E-Pilen.
Mynd af E-Pilen hjólinu sást
nýlega á efni sem sent var á fjár-
festa og sýnir hjólið með bæði
4 kW og 10 kW rafmótor auk
skiptanlegrar raf hlöðu. Pierer
hefur einnig hannað raf hjól fyrir
KTM og GasGas en þessi merki
eru öll í eigu KTM. GasGas er að
fara að setja á markað TXE-klifur-
hjólið með 15 kW rafmótor.
Hingað til hafa þó bara komið
torfæruhjól frá merkjum KTM en
E-Pilen verður fyrsta götuhjólið.
E-píla á teikniborðinu
E-Pilen er aðeins skyssa eins og er og
útlitið gæti breyst á tveimur árum.
Kia hefur staðfest að von sé á sjö
raf bílum frá merkinu fram til 2027
sem hluti af Plan S raf bílastefnu
merkisins.
Að sögn Kia gerir merkið ráð
fyrir að 25% Kia bíla verðir raf-
drifnir árið 2029. Ásamt því að
staðfesta þetta sendi Kia frá sér
skuggamynd með sjö bílum sem
virðast vera af ýmsum gerðum.
Þarna má sjá eitthvað sem líkist
fullvöxnum jeppling, langbak
og sportlegum fjölskyldubíl í
„Shooting Brake“-útgáfu. Fremst
á myndinni er Coupe jepplingur-
inn sem er væntanlegur innan
skamms en hann er kallaður CV
eins og er.
Ef þessi stefna Kia gengur eftir
verður merkið vel í stakk búið til
að keppa við stóru raf bílamerkin
eins og Tesla og Volkswagen, en
bæði merkin eru óðum að koma
frá sér f leiri gerðum raf bíla.
Volkswagen frumsýndi nýlega
VW ID.4 til viðbótar við ID.3 og
stutt er í frumsýningu ID.6, en
næsti bíll Tesla er Model Y.
Búast má við að framtíðarraf-
bílar Kia verði byggðir á E-GMP
undirvagninum frá Hyundai
Group. Hann byggir á svipuðu 800
volta rafkerfi og Porsche Taycan
og getur ráðið við 350 kW hrað-
hleðslustöðvar. Mun undirvagn-
inn verða fáanlegur í mismunandi
stærðum til að henta mismunandi
farartækjum.
Sjö rafbílar á sjö árum
Skuggamyndin sýnir efri hluta bílanna sjö frá Kia sem væntanlegir eru.
Polaris framleiðir
aðallega fjórhjól og
snjósleða en áætlað er að
framleiðslan verði
rafdrifin á næstu tíu
árum.
Polaris og Zero hafa skrifað undir
samning um að rafvæða fram-
leiðslu Polaris-merkisins á næstu
tíu árum.
Zero er framleiðandi rafdrifinna
mótorhjóla en Polaris framleiðir
aðallega fjórhjól og snjósleða, auk
þess að framleiða Indina-mótor-
hjólin. Indina mun þó ekki vera
hluti af þessum samningi heldur
aðeins torfærutækin.
Það skyldi þó ekki útiloka að raf-
drifið Indian-mótorhjól gæti verið í
kortunum því að Harley-Davidson
framleiðir rafdrifna LiveWire-mót-
orhjólið. Það hefur vakið athygli
að undanförnu gegnum nýja þætti
leikaranna Ewans McGregor og
Charleys Boorman þar sem þeir
aka þeim eftir endilangri Suður- og
Norður-Ameríku.
Greinilegt var að fjárfestum leist
vel á samninginn því að verð hluta-
bréfa í Polaris hækkaði eftir að
samningurinn var undirritaður.
8 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R