Fréttablaðið - 23.10.2020, Qupperneq 2
Þetta var alveg smá
erfitt, maður dettur
fljótt úr æfingu í að koma
svona fram.
Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir,
söngkona og
gítarleikari
Veður
Austan 10-18 í dag og víða rigning
með köflum, talsverð úrkoma um
tíma á Suðausturlandi og Aust-
fjörðum. Lægir sunnan til í kvöld.
Hiti 2 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 18
Sigurvegari Íslensku barnabókaverðlaunanna
Rut Guðnadóttir, sigurvegari Íslensku barnabókaverðlaunanna, sést hér á milli grímuklæddra foreldra sinna, Guðna Th. Jóhannessonar, forseta
Íslands, og Elínar Haraldsdóttur, viðskiptafræðings og listakonu. Verðlaunin fékk Rut fyrir fyrstu skáldsögu sína, Vampírur, vesen og annað til-
fallandi. Þótt andlit þeirra séu að hluta til hulin verður ekki betur séð en að Guðni og Elín brosi stolt undir grímunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Íslendingar lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
MENNING „Þetta var mjög spenn-
andi og skemmtilegt verkefni. Það
var komið mjög langt síðan við
komum fram síðast . Ég held að síð-
ustu tónleikarnir hafi verið í Ástr-
alíu í janúar rétt áður en það skall
allt á,“ segir Nanna Bryndís Hilm-
arsdóttir, söngvari og gítarleikari Of
Monsters and Men, aðspurð hvernig
það hafi verið að koma loksins fram
á ný.
Of Monsters and Men kom fram
í þætti Jimmy Fallon, The Tonight
Show, í nótt þar sem bandið f lutti
meðal annars nýja lagið sitt, Visitor.
„Þetta var alveg smá erfitt, maður
dettur f ljótt úr æfingu í að koma
svona fram,“ segir Nanna hlæjandi
þegar hún var spurð hvort það hefði
verið eitthvert ryð í hópnum eftir
langa fjarveru.
„Þetta var í eitt af fyrstu skipt-
unum sem við flytjum Visitor. Yfir-
leitt er maður fyrir framan fólk að
slípa lagið en þetta var mjög gaman.
Svo stóð maður bara fyrir framan
myndavélina og þar kom ekkert
klapp á milli laga. Það var mjög sér-
kennilegt en þetta er ein leið til að
koma tónlistinni á framfæri,“ segir
Nanna um nýja leið tónlistarmanna
til að koma fram. Þau tóku lögin
upp í Iðnó.
„Við nýttum okkur hið fallega
rými í Iðnó og nutum aðstoðar
listamannsins Krassasig sem hann-
aði leikmynd fyrir okkur og stýrði
upptökunni. Við vildum setja púður
í þetta og gera þetta öðruvísi en á
sama tíma hafa smá sögu í þessu.“
Aðspurð hvernig þau hafi nýtt
frítímann það sem af er ári segir
Nanna að meðlimir Of Monsters
and Men hafi reynt að safna orku
en að tónlistin hafi aldrei verið
langt undan.
„Við höfum reynt að slappa svo-
lítið af og safna orku en tónlistin
er ekki langt undan. Við erum líka
að vinna í tónlistinni með því að
að semja og leggja drög að nýjum
lögum inni í stúdíói,“ segir Nanna
sem segir að von sé á nýrri EP-plötu
frá sveitinni á næsta ári.
„Markmiðið var að gefa út EP-
plötu í tilefni tíu ára afmælisins
á þessu ári en hún frestaðist og
kemur út á næsta ári. Okkur fannst
við komast upp með að gera það á
næsta ári í ljósi alls þess sem hefur
gengið á á þessu ári.“
Nanna segir hljómsveitarmeð-
limina bíða eftir því að faraldurinn
verði búinn áður en næsta tónleika-
ferð verður skipulögð.
„Við áttum að vera á tónleika-
ferðalagi út um allan heim á þessu
ári en svona fór þetta. Það er ekk-
ert hægt að gera við þessu. Í fyrstu
reyndum við að endurskipuleggja
tónleika en það er erfitt að sjá langt
fram í tímann þessa dagana,“ segir
Nanna um framhaldið.
„Við erum búin að bóka okkur á
eitt festival en það verður örugg-
lega barist um tónleikastaði þegar
það fer að létta til. Það er flesta farið
að klæja í fingurna að koma fram á
tónleikum.“
Sjálf eiga þau eftir að koma fram
á netinu einu sinni til viðbótar, í
það minnsta, á þessu ári. Of Mon-
sters and Men kemur fram á Iceland
Airwaves sem fer fram með breyttu
sniði í ár.
„Við eigum eftir að koma fram á
Iceland Airwaves. Boltinn er aðeins
farinn að rúlla en með breyttu
sniði.“ kristinnpall@frettabladid.is
Spiluðu fyrir Fallon
Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í þætti Jimmy Fallon í nótt þar
sem hún frumflutti nýjasta lag sitt. Sveitin hefur nýtt hlé til að safna kröftum.
Sveitin nýtti sér rýmið í Iðnó fyrir flutninginn. MYND/AÐSEND
FASTEIGNIR Kirkjuráð staðfesti á
fundi 3. september sölu á Laugavegi
31 sem í tæp þrjátíu ár hýsti Bisk-
upsstofu í svokölluðu Kirkjuhúsi.
Viðskiptin voru ekki í höfn fyrr
en nú því kaupandinn, Valdimar
Kr. Hannesson og fjölskylda, þurfti
meðal annars að láta kanna ástand
hússins sem komið er til ára sinna.
Valdimar og fjölskylda hafa búið í
Þýskalandi að sögn Rúnars Ómars-
sonar, talsmanns þeirra. „Þau hafa
reynslu af því að gera upp slík fjöl-
nota rými,“ segir Rúnar. „Það er
mikið talað um að minnkandi bíla-
umferð sé að skemma Laugaveginn
en þau sjá hins vegar tækifæri til
að gera eitthvað skemmtilegt og
hleypa lífi í þetta glæsilega hús.“
Kaupverðið er trúnaðarmál en
Rúnar segir það nú kirkjunnar að
gefa það upp kjósi hún svo.
Nokkuð er síðan Biskupsstofa
f lutti í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju og síðan í leiguhúsnæði í
Kartrínartúni. Er það ekki hugsað
sem framtíðarstaður fyrir þessa
höfuðskrifstofu Þjóðkirkjunnar.
Meðal annars hefur verið og er
enn til skoðunar að byggja nýtt
hús undir Biskupsstofu norðan við
Háteigskirkju. – gar
Vill færa líf í
Laugaveg 31
Laugavegur 31 er svipmikið og stórt
hús. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SLYS Karlmaður á sextugsaldri
fannst látinn í malarnámu suðaust-
anvert í Lambafelli við Þrengslaveg í
kringum klukkan sjö í gærmorgun.
Talið er að slysið hafi átt sér stað
einhvern tímann eftir klukkan 23
á miðvikudagskvöldið.
Maðurinn var stjórnandi jarðýtu
sem verið var að nota til að losa efni
og ýta fram af fjallsbrúninni. Jarð-
ýtan féll fram af brúninni. Þegar
viðbragðsaðilar komu á vettvang
var maðurinn þegar látinn. Málið er
nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á
Suðurlandi.
Veg farendu r sem fór u u m
Þrengslaveg á umræddum tíma eru
beðnir um að hafa samband við
Lögregluna á Suðurlandi í gegnum
síma, tölvupóst eða með því að
senda skilaboð á Facebook-síðu
lögreglunnar.
Lögreglan vill ekki veita frek-
ari upplýsingar um málið að svo
stöddu. – ab
Lést í námu við
ÞrengslavegLaugavegur 31 er 1.542 fermetrar að stærð.
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð