Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 8

Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 8
Þetta er náttúrulega mjög virkt svæði, Reykjanesið, og það getur í sjálfu sér hvað sem er gerst. Rögnvaldur Ólafsson Maður er nátt-úrulega aldrei hundrað pró-s e n t u n d i r -b ú i n n f y r i r hvað sem er, en við erum með býsna gott kerfi hér á höfuðborgarsvæðinu og sterka innviði og stærstu einingar við- bragðsaðila landsins á svæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra, um mögulegar stærri náttúruhamfarir á eða í námunda við stærsta þétt- býlissvæði landsins. „Þetta er náttúrulega mjög virkt svæði, Reykjanesið, og það getur í sjálfu sér hvað sem er gerst. Það er eitthvað sem við bara vitum af og erum búin undir,“ segir Rögnvaldur. Hann segir almannavarnir ávallt vera á tánum og ekki síst þegar nátt- úran geri vart við sig eins og í vik- unni. Viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð strax þegar skjálftavirknin hófst undir Þorbirni og síðan hafi allir viðbragðsaðilar verið að vinna í sínum ferlum. „Svo erum við búnir að halda skrif borðsæf ingar, eins og við köllum það. Það eru í rauninni svona stjórnstöðvaræfingar þeirra sem geta þurft að taka ákvarðanir og fara með samhæfingarhlutverk til að æfa viðbrögð og ákvarðanir í ýmsum aðstæðum,“ segir Rögn- valdur. Þær séu kallaðar skrifborðs- æfingar af því fólk sitji í rauninni í sætum sínum. Um hugarleikfimi sé að ræða. Víðtæk rýming ólíkleg Aðspurður um samgöngukerfið og mögulegar rýmingaráætlanir fyrir svæðið segir Rögnvaldur fátt geta valdið því að rýma þurfi allt höfuð- borgarsvæðið. „Það er svo gríðarlega ólíklegt að til þess þyrfti að koma að það er eig- inlega ekkert sem kæmi til greina, nema kjarnorkuárás,“ segir Rögn- valdur. Vegakerfið myndi ekki anna heildarrýmingu alls höfuðborgar- svæðisins. Hins vegar sé kerfið talið geta annað því að rýma þurfi einstök hverfi eða hverfishluta en það myndi auðvitað kalla á stýringu lögreglu og björgunarsveita á helstu umferðaræðum. Gerðar hafi verið rýmingaráætl- anir fyrir höfuðborgarsvæðið sem liggi fyrir. Rög nva ldu r seg ir íslensk a almannavarnakerfið hafa marga sérstaka kosti og byggi á allrar hættu nálgun (e. all hasard app- roach) eins og það er stundum kallað. „Það skiptir í rauninni ekki máli hvaða veseni við lendum í, við erum alltaf með sama kerfi til að leysa það. Það er í rauninni alveg ótrúlega sterkur og góður eigin- leiki,“ segir Rögnvaldur. Í sumum löndum þurfi menn að byrja á að spyrja sig hver eigi fyrst að bregðast við, hvort hættan sé á sjó, landi eða lofti og þá getur jafnvel orðið ein- hver rekistefna um hver eigi að sjá um samhæfingu í hverju tilteknu tilviki, hver eigi að taka ákvarðanir og hver beri ábyrgðina. „Við erum alveg laus við þetta og getum gengið beint til verks,“ segir Rögnvaldur. Smæðin auðveldi líka margt því boðleiðir hér séu stuttar. Eiga að passa allt „Samkvæmt 1. grein almanna- varnalaga eigum við að passa allt, ef undir eru líf og limir, umhverfi eða eignir. Þá skiptir engu máli hvaðan váin kemur; hvort hún er farsótt, af mannavöldum, náttúruvá eða annað,“ segir Rögnvaldur og bætir við: „Líka ef það er gat í kerfinu ein- hvers staðar og eitthvað sem þarf að gera en enginn er að gera, þá eigum við líka að grípa það, jafnvel bara til að brúa bilið þar til réttur eða betri aðili grípur boltann.“ Kvöðin sé hjá almannavörnum, að passa að innviðirnir séu í lagi ef um er að ræða líf og limi, umhverfi og eignir. Upplýsingagjöf til almennings skiptir miklu máli í hamförum. Þegar stór jarðskjálfti reið yfir fyrr í vikunni lá vefur Veðurstofunnar niðri í nokkrar mínútur vegna snögglegs álags þegar tugir þúsunda reyndu að komast inn á vefinn á sama tíma. Reynum að anda rólega Rögnvaldur fagnar því að Veður- stofan hafi það á dagskrá sinni að uppfæra og bæta vefinn hjá sér. Hins vegar reyni starfsfólk almannavarnadeildarinnar að anda rólega þegar til dæmis stórir skjálftar komi. „Því við vitum að þá fer allt á fullt uppi á Veðurstofu í að fara yfir gögn.“ Það sé handavinna að finna upptök og og stærð skjálfta því þótt vefurinn sýni niðurstöður sjálfvirkra mæla taki nokkrar mín- útur að hreinsa út rétta stærð. Hlut verk Veðurstof unnar í almannavarnakerfinu er að vakta náttúruvá á landinu. Þótt vefurinn frjósi eða falli niður verður ekki misbrestur á vöktun. „Veðurstofan sér um að vakta fyrir okkur og lætur okkur vita ef hún verður vör við eitthvað óeðli- legt. Við tökum þá samtalið og eftir atvikum virkjum almannavarna- kerfið ef þörf er á,“ segir Rögnvaldur. Þótt vefurinn þeirra fari á hliðina, verði ekki misbrestur á vöktun eða samskiptum við almannavarnir. „Við erum með beint númer sem við getum alltaf hringt í fram hjá kerfinu. Það var lengi sérstakur vír – bara bein símalína sem lá á milli, en það var lagt niður enda svo dýrt. Þeir eru með tetra-talstöðvarsam- band við okkur þannig að jafnvel þótt símkerfið falli niður, þá er beint samband okkar á milli.“ Um upplýsingagjöf til almenn- ings segir Rögnvaldur að almanna- varnir setji ávallt upplýsingar um hamfarir bæði á vef- og Facebook síðu almannavarna. „Facebook er reyndar oftar f ljótvirkari.“ Jafnar sig eftir COVID Rögnvaldur hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna heims- faraldursins en var tekinn tíma- bundið út af þegar hann veiktist sjálfur af veirunni. „Það er skrítin tilfinning að hafa verið með svona stórt verkefni lengi í höndunum og svo er maður allt í einu orðinn partur af tölfræðinni og kominn hinum megin við borðið,“ segir Rögnvaldur. Hann er þó að verða góður aftur. „Ég er bara orð- inn nokkuð góður, búinn að vera einkennalaus síðan um helgina og verð vonandi útskrifaður bara núna um þessa helgi,“ segir hann. Það sama sé að segja um fjölskylduna sem lagðist öll í pestina. adalheidur@frettabladid.is Ágætlega búin undir stórar hamfarir Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir íslenska almannavarnakerfið hafa marga kosti umfram kerfi annarra ríkja. Í stuttu máli eigi almannavarnir að passa allt, líf, limi, náttúru og eignir. Skrifborðsæfingar eru reglulega haldnar. Almannavarnir hafa verið á tánum vegna jarðhræringa sem hófust undir Þorbirni síðasta vetur. Jarðskjálfti af stærðinni 5.6 með upptök út af Krísuvík reið yfir á þriðjudag og fannst víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Rögnvaldur er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.