Fréttablaðið - 23.10.2020, Síða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Ævar Þór Benediktsson er að reyna að finna nýjar leiðir til að kynna nýju bókina
sína, Þín eigin undirdjúp, í þessari
óvenjulegu jólabókavertíð. Eitt af
því sem honum datt í hug að gera
var að stofna hlaðvarp um „Þín
eigin“ bækurnar. Þar fyrir utan er
hann að leika í sjónvarpi og sífellt
að vinna í nýjum bókum og hug-
myndum. Hann segir mikilvægt
að vera jákvæður og horfa fram á
veginn á erfiðum tímum, einblína
á það sem gleður, tala um líðan
sína og muna að það kemur að því
að þetta verður allt afstaðið.
„Lífið fer bara vel með mig þessa
dagana þrátt fyrir COVID. Ég er
að gefa út nýja bók í næstu viku
ásamt því náttúrulega að reyna að
finna nýjan takt, eins og allir hinir
höfundarnir í þessari jólabókaver-
tíð,“ segir Ævar. „Eitt af því sem við
gerum undir venjulegum kring-
umstæðum til að kynna bækurnar
okkar er að fara í alls konar heim-
sóknir, en það er náttúrulega ekki
hægt, þannig að stemningin er
öðruvísi. Svo átti leikritið mitt, Þitt
eigið leikrit, að vera í sýningu um
þessar mundir í Þjóðleikhúsinu,
en það er auðvitað allt lok og læs í
leikhúsum. Áhrif COVID eru alls
staðar í mínu lífi, alveg eins og hjá
öllum öðrum.“
Til að kynna nýju bókina sína
stofnaði Ævar hlaðvarp.
„Ég er nýbyrjaður með hlaðvarp
um „Þín eigin“ bækurnar. Þetta er
sjöunda bókin í seríunni og þar
sem þær eru svona vinsælar fannst
mér sniðug hugmynd gera stutta
þáttaröð um þær,“ segir Ævar.
„Hver bók fær sinn eigin þátt þar
sem skyggnst er á bak við tjöldin
við gerð bókanna, ásamt því að
ég svara spurningum hlustenda
og reyni að gefa verðandi rithöf-
undum góð ráð. Þegar ég verð
búinn með stóru Þín eigin-bæk-
urnar fá styttri bækurnar svo líka
sérþátt og leikritin tvö sömuleiðis.
Þá enda ég hvern þátt á því að lesa
kafla úr nýju bókinni. Hlaðvarpið
heitir Þitt eigið hlaðvarp og hægt
er að nálgast það alls staðar þar
sem maður nær í hlaðvörp.“
Forréttindi að búa til bíó
„Síðustu vikurnar hef ég líka
aðeins verið að leika, en ég er með
hlutverk í annarri þáttaröð af
Stellu Blómkvist. Að vera á töku-
stað á tímum COVID er auðvitað
allt öðruvísi en venjulega. Það fara
allir í sýnatöku áður en þeir mæta
á staðinn og fyllsta öryggis er gætt
allan tímann. Allir eru með grímur
nema rétt á meðan tekið er upp og
allir halda sig þess á milli í þar til
gerðum hólfum. Öryggið var upp
á tíu,“ segir Ævar. „Við erum auð-
vitað í algjörri forréttindastöðu
að geta búið til bíó hérna heima, á
meðan margt fólk erlendis hefur
verið lokað inni síðan í mars.
Þannig að þrátt fyrir takmarkanir
höfum við það gott miðað við
marga.“
Allt í lagi að fá „nei“
Ævar er óvenjulega afkastamikill
listamaður og það gætu margir velt
fyrir sér hvernig hann fer að því.
„Ég er mjög heppinn að fá að
vinna við það sem mér finnst
gaman að gera,“ segir Ævar. „Það er
reyndar alltaf sagt að ef þú finnur
vinnu við að gera það sem þú elsk-
ar sértu aldrei í vinnunni, en ég hef
komist að því að það er í raun akk-
úrat öfugt. Ég er alltaf í vinnunni,
því hausinn heldur áfram að malla
þótt klukkan sé orðin fjögur og ég
farinn út af skrifstofunni. Og til að
bæta gráu ofan á svart þoli ég ekki
að fá hugmynd sem ég get ekki
nýtt, þannig að þær geta látið á sér
kræla hvenær sem er sólarhrings-
ins. En svo spilar heppni auðvitað
líka inn í afköstin. Stundum er
þetta spurning um að vera réttur
maður á réttum stað og tíma.
Ég reyni líka að vera duglegur
að lesa bækur og horfa á efni frá
öðrum. Þannig fyllir maður á tank-
inn og fær sínar eigin hugmyndir,“
segir Ævar. „Eitt besta ráðið sem ég
get gefið upprennandi rithöfundi
er að lesa mikið. Þannig færðu hug-
myndir og vald á tungumálinu.
Þá er líka mikilvægt að þora að
standa með hugmyndunum sínum
og bera þær undir aðra. Að ég tali
nú ekki um ef þig langar í sam-
starf með einhverjum spennandi.
Þannig byrjaði til dæmis samstarf
mitt með Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Ég bara spurði. Í versta
falli færðu nei og það er allt í lagi.
Það hefur svolítið verið mottó hjá
mér og gagnast mér vel,“ útskýrir
Ævar.
Gaman að deila sögum
„Bókin Þín eigin undirdjúp kemur
út þriðjudaginn 27. október. Hún
er eins og hinar Þín eigin-bækurn-
ar, þú ert aðalpersónan og ræður
hvað gerist. Í bókinni eru meira en
50 mismunandi endar, þannig að
ef þetta endar allt saman illa er það
þér að kenna, en ekki mér,“ segir
Ævar léttur. „Þarna koma fyrir alls
konar hlutir eins og sæskrímsli,
Bermúdaþríhyrningurinn, faldir
fjársjóðir, hungraðir hákarlar og
margt f leira. Eitthvað fyrir alla.“
Ævar byrjaði að skrifa bækur
því hann hefur gaman af því að
deila sögum með öðrum. „Ég hef
alltaf haft gaman af því að hlusta
á og segja sögur. Þegar ég var yngri
mátti ég ekki heyra brandara
án þess að þurfa að segja hrein-
lega öllum hann, þannig að ég
var orðinn sögumaður frekar
snemma,“ segir hann. „Þannig
byrjaði þetta. Auk þess hafa við-
tökurnar á Þín eigin-bókunum
verið framar öllum vonum, þannig
að maður heldur áfram. Þetta er
líka svo gaman.“
Vill ekki festast í því sama
Ævar hefur samt ekki látið bóka-
formið duga heldur líka nýtt önnur
listform, eins og til dæmis leikhús
og hlaðvörp. „Það er gott að festast
ekki í því sama. Ef maður nær að
finna takt í einhverju er svo auð-
velt að vera bara þar en mér finnst
spennandi að breyta til,“ segir
hann. „Það eru til ótal leiðir til þess
að segja sögur, hvort sem það eru
þættir, bíó, öpp eða tölvuleikir. Ég
er með ótal hugmyndir sem bíða
misþolinmóðar í röð í höfðinu á
mér og ég hlakka til að takast á
við.“
Hugsar til framtíðar
„Vegna COVID hefur maður mikið
verið fastur heima á árinu. Maður
fer ekkert út að óþörfu. Og þegar
kemur að sóttvarnaráðstöfunum
hlýði ég þríeykinu, punktur. Þau
vita best og þau eru búin að standa
sig vel,“ segir Ævar. „Án þeirra
hefðum við þurft að vera inni í allt
sumar líka.“
Ævar hefur nýtt netið mikið
síðan COVID byrjaði, meðal
annars með því að halda stafræn
útgáfuboð. Þá tók hann sig til í
mars og las á hverjum degi upp úr
bókunum sínum í gegnum netið í
margar vikur. „Ég vildi leggja mitt
af mörkum til að gera sóttkví bæri-
legri fyrir fólk. Ég vissi að margir
voru fastir heima og þegar allir
dagar virðast eins er gott að hafa
einhvern fastan punkt í tilver-
unni,“ segir hann. „Þetta ástand er
auðvitað stórfurðulegt, en maður
reynir að vera jákvæður og minna
sig á að aðrir hafa það mun verra.
Það er líka svolítið fallegt að
þegar allir urðu að halda sig heima
var listin það sem fólk sótti í;
bækurnar, bíómyndirnar, þætt-
irnir, tónlistin og svo framvegis.
Þannig að ég vona að þeir sem
hrista höfuðið yfir listamanna-
launum minnki hristinginn aðeins
eftir COVID,“ segir Ævar kíminn.
„Því er frábært að það hafi verið
aukið við listamannalaunin og það
sé verið að styðja við bakið á lista-
fólki. Það þarf, þetta er risa bransi
sem er í rosalega vondum málum.“
Þetta tekur enda
Ævar er með einföld ráð fyrir les-
endur sína til að komast í gegnum
þetta erfiða tímabil. „Þetta tímabil
mun taka enda og þá lítum við um
öxl og tautum „muniði hvað þetta
var fáránlegt?“ á sama tíma og við
fögnum því að þurfa ekki lengur
að hafa áhyggjur af þessu. Það
kemur að því. Við þurfum bara að
bíða smá lengur og einblína á það
sem gefur gleði þangað til,“ segir
Ævar. „Við erum öll saman í þessu
og það er allt í lagi að vera pirraður.
Það er fullkomlega eðlilegt. En
ekki byrgja það inni, talaðu um
það. Og reyndu eins og þú getur
að finna þér eitthvað skemmtilegt
að gera. Og ef þér dettur ekkert
skemmtilegt í hug að gera, talaðu
þá við mömmu og pabba eða vin
til að finna eitthvað. Þetta tekur
enda.“
Sjálfur segist Ævar ætla að nýta
tímann til að skrifa næstu bækur
og vinna að öðrum verkefnum,
leika við son sinn og skoða allt
góðgætið sem kemur í bóka-
flóðinu.
Ævar er nýbyrjaður með hlaðvarp um „Þín eigin“-bækurnar þar sem hann fjallar um gerð bókanna, svarar spurningum frá hlustendum og reynir að gefa
verðandi rithöfundum góð ráð. Á þessum erfiðu tímum sem við erum öll að ganga í gegnum ráðleggur hann lesendum sínum að muna að þetta tekur
enda, einblína á það sem gefur þeim gleði, tala um tilfinningar sínar og finna eitthvað skemmtilegt að gera með öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nýja bókin hans Ævars, Þín eigin undirdjúp, kemur út núna næsta þriðju-
dag, 27. október. Kápan var teiknuð af listakonunni Evana Kisa.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Það er reyndar
alltaf sagt að ef þú
finnur vinnu við að gera
það sem þú elskar sértu
aldrei í vinnunni, en ég
hef komist að því að það
er í raun akkúrat öfugt.
Ég er alltaf í vinnunni,
því hausinn heldur
áfram að malla þótt
klukkan sé orðin fjögur
og ég farinn út af skrif-
stofunni.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R