Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 18

Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 18
Elvis Presley er einn af mörgum heimsþekktum einstaklingum sem keyrðu vörubíl áður en frægðin bankaði á dyrnar. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Landsbankinn býður fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri hagstæðar leiðir við fjármögnun á nýjum og notuðum atvinnutækjum og bifreiðum. Hagstæð tækjafjármögnun landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Það eru ýmsir kostir sem fylgja starfi vörubílstjórans. Starfið er til að mynda tilvalið fyrir rólyndisfólk sem kærir sig ekki um mikil samskipti við annað fólk. Þá býður starfið einnig upp á möguleikann á að hlusta á tónlist eða annað afþreyingarefni að eigin vali auk þess sem það er hægt að gleyma sér í djúpum hugsunum í þögninni á vegum úti. Það kemur því kannski ekki á óvart að ýmsir listamenn hafa reynslu sem vörubílstjórar og hafa eflaust einhverjir þeirra æft línur eða tekið lagið við stýrið. n Á meðan leikarinn Robert Duvall var í leiklistarnámi í New York, þar sem samnemendur hans og herbergisfélagar voru leikarar- arnir Dustin Hoffman og Gene Hackman, vann hann meðal annars sem vörubílstjóri. Líkt og bekkjarbræður hans átti Duvall svo heldur betur eftir að slá í gegn en hann lék í ódauðlegum myndum á borð við To Kill a Mockingbird, Apocalypse Now og Guðföðursmyndunum. n Viggo Mortensen keyrði vöru- bíla og vann í slippnum í heima- landi sínu, Danmörku, áður en hann sló í gegn á hvíta tjaldinu. n Leikarinn, uppistandarinn og handritahöfundurinn Richard Pryor átti ekki auðvelda æsku. Hann ólst upp í vændishúsi sem amma hans rak og móðir hans vann í. Hann var misnotaður kynferðislega sjö ára gamall og móðir hans, sem var áfengis- sjúklingur, yfirgaf hann þegar hann var tíu ára. Hann ólst því upp ásamt þremur systkina- börnum í umsjá ömmu sinnar sem beitti hann miklu ofbeldi. Eftir að hann var rekinn úr skóla fjórtán ára vann hann meðal annars sem húsvörður á stripp- stað, skópússari, kjötvinnslu- maður, trommari og auðvitað vörubílstjóri. n Skoski leikarinn, og sennilega þekktasti Bond-leikarinn, Sean Connery er einn þeirra sem keyrðu vörubíl á sínum yngri árum en faðir hans var einnig vörubílstjóri. n Leikstjórinn James Cameron keyrði vörubíl á meðan hann safnaði peningum til þess að kaupa upptökubúnað og kenndi sjálfum sér kvikmyndagerð. Þá nýtti hann tímann á meðan hann keyrði til þess að brjóta heilann um hugsanleg handrit og ef hann fékk góða hugmynd þá keyrði hann út í vegakant og skrifaði hana niður. Það virðist hafa margborgað sig en Camer- on á heiðurinn af mörgum far- sælustu stórmyndum allra tíma. n Írski leikarinn Liam Neeson keyrði vörubíl fyrir Guinness (en ekki hvað?) og segir sagan að það hafi verið samstarfsmaður hans sem hvatti hann til þess að prófa sig áfram í leiklistinni. n Leikarinn Charles Bronson lék í myndum á borð við Once Upon a Time in the West eftir Sergio Leone og Death Wish. Eftir að faðir hans lést þegar Bronson var ekki nema tíu ára fór hann að vinna í kolanámu en sagan segir að fjölskyldan hafi verið svo fátæk að hann þurfti einu sinni að klæðast kjól af systur sinni í skólanum. Í seinni heimsstyrj- öldinni byrjaði Bronson að keyra vörubíla fyrir bandaríska herinn og varð fljótlega stórskotaliði og hlaut á endanum Fjólubláa hjartað, viðurkenningu sem veitt er þeim sem særast eða láta lífið við skyldustörf. n Sjálfur Elvis Presley vann einnig sem vörubílstjóri um skeið. Talið er að hárgreiðslan fræga sem hann skartaði hafi jafnvel átt upptök sín á þeim tíma þar sem hún hafi verið í takt við vörubíl- stjóratísku þess tíma. Gaman er að geta þess að Presley fór á þessum tíma í áheyrnarprufu í þeirri von að verða valinn sem söngvari fyrir hljómsveit kauða að nafni Eddie Bond. Að lokinni áheyrnarprufu ráðlagði Bond honum að halda sig við vöru- bílakaakstur vegna þess að hann „myndi aldrei meika það sem söngvari“. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Valinkunnir vörubílstjórar Flestir leikarar og aðrir þekktir einstaklingar byrjuðu feril sinn annars staðar en fyrir framan mynda- vélina. Hérna eru nokkur vel þekkt andlit sem störfuðu við vörubílaakstur áður en frægðin skall á. Richard Pryor keyrði vörubíl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.