Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 22
Sleggjan býður meðal annars upp á smurþjónustu fyrir vöru- og hópbifreiðar, stórar
sem smáar, vélaviðgerðir, viðgerð
á bremsu-, stýris- og hjólabúnaði,
rafmagns- og ljósaviðgerðir svo
eitthvað sé nefnt. Sleggjan er vel
tækjum búin og er þekkt fyrir
stuttan biðtíma.
„Við bjóðum einnig upp á bilana-
greiningu og tölvulestur fyrir
allar helstu tegundir vörubifreiða
sem og bilanagreiningu og tölvu-
lestur fyrir ABS/EBS-bremsukerfi í
aftaní vögnum. Við erum með mjög
gott og samkeppnishæft tölvu-
kerfi til bilanagreininga og getum
með þeim tengst öllum helstu
bíltegundum,“ segir Guðmundur
Björnsson framkvæmdastjóri
Sleggjunnar.
Guðmundur segir markmið
Sleggjunnar vera að bjóða við-
skiptavinum sínum framúrskar-
andi þjónustu hvenær sem þörf er á.
Sleggjan er með starfsstöðvar á
tveimur stöðum, í Desjamýri 10 í
Mosfellsbæ og þann 1. september
var ný starfsstöð opnuð í Kletta-
görðum 4 í Reykjavík.
„Það er liður í að auka þjónust-
una til viðskiptavina okkar að vera
á tveimur stöðum,“ segir Guð-
mundur.
„Það eru allir velkomnir á báða
staðina okkar. Við tökum vel á móti
öllum og viðskiptavinahópurinn
er fjölbreyttur; allt frá stórum
landflutningafyrirtækjum og hóp-
ferða- og verktakafyrirtækjum til
einstaklinga með jafnvel bara einn
bíl eða tæki sem þarf að þjónusta.
Við veitum sömu þjónustu á báðum
stöðum fyrir utan smurþjónustu
sem eingöngu fer fram í Desjamýri
10.“
Guðmundur segir að við-
tökurnar við opnun verkstæðisins
í Klettagörðum hafi verið mjög
góðar.
„Sú aðstaða er mjög góð. Hún
er um 600 fermetrar og fimm
innkeyrslubil. Þar taka strákarnir
okkar vel á móti viðskiptavinum
okkar. Það má nefna það að við
getum boðið upp á dekkjaskipti
fyrir vörubíla og vagna, þó við
gerum ekki beint mikið út á það.
Þetta er bara einn liður í bættri
þjónustu til viðskiptavina okkar.
Þó við séum ekki með almenna
smurþjónustu í Klettagörðum
getum við bætt á rúðuvökva, glussa
og höfum einnig til staðar ýmsar
olíur til að bæta á vélar og gírkassa.“
Tímapantanir eru í síma 588 4970.
Nánari upplýsingar á sleggjan.is.
Sleggjan nú á tveimur stöðum
Sleggjan Þjónustuverkstæði ehf. er alhliða þjónustuverkstæði fyrir atvinnubifreiðar og aftaní
vagna. Sleggjan byggir á 30 ára sögu og býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu á sínu sviði.
Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Sleggjunnar, við mynd af stofn-
andanum Birni Guðmundssyni en hann lést árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á starfsstöð Sleggjunnar í Desjamýri 10 í Mos-
fellsbæ er tekið vel á móti öllum. MYND/AÐSEND
Sleggjan er nú á tveimur stöðum en í september var ný starfs-
stöð opnuð í Klettagörðum 4 með góðri aðstöðu. MYND/AÐSEND
Bílaleikir hafa löngum verið vinsæll og stór hluti af tölvu-leikjageiranum en til eru
leikir sem skera sig úr í fjöldanum
því þeir leggja áherslu á raun-
verulega eðlisfræði og virkni bíla,
skynsamlega eldsneytisnotkun og
vandasaman akstur í erfiðri færð í
staðinn fyrir hraða og gla
Þetta eru leikirnir MudRunner
og SnowRunner og forveri þeirra,
Spintires. Leikirnir snúast um að
keyra vörubíla, trukka og jeppa á
erfiðum vegum og í erfiðri færð þar
sem drulla og snjór getur farið illa
með leikmenn sem eru ekki á réttu
bílunum eða dekkjunum. Leikirnar
hafa notið mikilla vinsælda þrátt
fyrir einfalda hugmynd og höfða
ekki bara til þeirra sem hafa brenn-
andi áhuga á vélum, vörubílum og
vöruflutningum.
Drullugóðir leikir
Sá fyrsti hét Spintires og hann kom
út á Windows árið 2014. Hann snýst
um að líkja eftir því hvernig það er
í raun og veru að keyra á erfiðum
vegum og leikmenn þurfa að
drösla alls kyns þungum förmum
í gegnum drulluna í Rússlandi á
gömlum sovéskum trukkum, með
ekkert nema kort og áttavita sér
til aðstoðar. Þar sem leikurinn
leggur áherslu á að líkja eftir raun-
verulegum torfæruakstri þurfa
leikmenn að taka tillit til allra
aðstæðna og ástands vegarins í
akstri. Það er ekki einfaldlega hægt
að ýta á bensíngjöfina og vona það
besta. Spintires naut mikilla vin-
sælda strax eftir útgáfuna og hefur
fengið alls kyns uppfærslur frá því
hann kom út.
Önnur útgáfa af Spintires kom
út árið 2017, sem ber nafnið Mud-
Runner. Hann var gefinn út fyrir
Windows, Xbox One og PlaySta-
tion 4. Hann gengur út á það sama
og Spintires en bætir við nýjum
svæðum til að kanna og ýmsum
nýjum áskorunum. Margir hafa
hrósað leiknum mikið fyrir fallegt
útlit og raunverulega teiknaða
drullu, sem hagar sér og virkar eins
og í alvörunni.
Fór norður í vor
Framhaldið af MudRunner kom
svo út núna í vor og ber heitið
SnowRunner. Eins og nafnið gefur
til kynna er áherslan öðruvísi og í
honum eru ný svæði sem eru heldur
kaldari svo þar reynir líka á akstur
í snjó og hálku, en ekki bara drullu.
Svæðin eru líka mun stærri og fleiri
bílar eru í boði. Að þessu sinni fer
leikmaðurinn líka út fyrir Rúss-
land og heimsækir Bandaríkin.
Að sjálfsögðu býður leikurinn líka
upp á alls kyns ný verkefni og nýjar
áskoranir, sem sumar hverjar eru
töluvert flóknari en í fyrri leikjum.
Með því að klára verkefni afla
leikmenn sér tekna sem þeir geta
svo notað til að kaupa ný farartæki
eða uppfæra þau gömlu, en alls er
boðið upp á 40 farartæki.
Þetta hljómar einfalt og eins og
þetta gæti fljótt orðið leiðinlegt,
en margir segjast verða algjörlega
háðir því að leysa áskoranirnar sem
leikirnir bjóða upp á og að koma
sér upp öflugum bílaflota til að geta
flutt hvað sem er, hvert sem er.
Flytja stafræna farma í drullu og snjó
Tölvuleikir sem snúast um bíla hafa lengi notið mikilla vinsælda en á síðustu árum hafa leikir sem
snúast um að keyra trukka, jeppa og vörubíla og flytja þunga farma í erfiðri færð slegið í gegn.
MudRunner og
SnowRunner
leikirnir
snúast um að
líkja eftir því
hvernig það er
að keyra stóra
trukka með
þunga farma á
erfiðum vegum
í slæmri færð.
Leikmenn þurfa
að taka tillit til
allra aðstæðna
og ástands
vegarins og
fara sparlega
með eldsneyti.
MYNDIR/FOCUS
HOME INTERACTIVE
Margir hrósa leikjunum fyrir fallegt útlit og raunverulega teiknaða drullu
og það er hægt að kanna óbyggðirnar á tugum ólíkra farartækja.
8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR