Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 23.10.2020, Qupperneq 30
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Bernhard Reynir Schmidt lést laugardaginn 17. október. Útför fer fram fyrir aðstandendur og vini þriðjudaginn 27. október kl. 13.00. Athöfninni verður streymt á Facebook (Útför Bernhards Reynis Schmidt) Bryndís Gísladóttir Kristjana Schmidt Birgir Gíslason Fríða Reynisdóttir Örvar Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Sonur minn, faðir okkar, bróðir og afi, Gunnar Þorsteinn Halldórsson lést mánudaginn 19. október. Anna Einarsdóttir Bjarney Gunnarsdóttir Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir Þorsteinn Daði Gunnarsson Jón Sigurður Gunnarsson Einar Halldórsson Fríða Halldórsdóttir Þórður Marelsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Helgu Helgadóttur Álfaskeiði 102, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk HERU heimaþjónustu og líknardeildar Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun. Helgi Freyr Kristinsson Helga Sigurbjörg Árnadóttir Kristinn Freyr Kristinsson Hildur Ísfold Hilmarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samhug og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Þóris Guðjónssonar bakarameistara frá Sauðárkróki, Álfaheiði 8b, Kópavogi, Sólrún J. Steindórsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sigurjón Sæland Kristín Gunnarsdóttir Hákon Sigþórsson Gunnar Andri Gunnarsson Herdís Guðmundsdóttir Guðjón Baldur Gunnarsson Anna Lára Ármannsdóttir Guðjón, Þórður, Andrea, Aðalbjörg, Steindór, Sólrún, Iðunn, Hlín, Eydís, Eva, Bjarni, Hektor, Jóhann Heiðar, Björn Þórir, Frosti og fjölskyldur. Kórastarf er eitt af því sem gengið hefur úr skorðum í kófinu. Það liggur meira og minna niðri nú, að sögn Gísla Magna Sigríð-arsonar, söngvara og kór- stjóra. Hann segir þó alltaf einhverja mæta til að syngja í messum en þeir séu færri en venjulega. „Ég var að syngja í útvarpsmessu síðasta sunnudag og þá vorum við bara fjögur,“ upplýsir hann. „Í tilkynningum frá yfirvöldum hefur bara einu sinni síðan í vor verið minnst á kóra, ég er svolítið hissa á því þar sem starfsemi þeirra er venjulega komin vel í gang um þetta leyti.“ Gísli er stjórnandi Léttsveitar Reykja- víkur sem er um hundrað kvenna kór. Hann situr líka í stjórn Félags íslenskra kórstjóra og fylgist með starfi kollega um allt land. „Kórar eru í fríi að lang- stærstum hluta. Einstaka er eitthvað að reyna. Sjálfur er ég að vinna gegnum Zoom og streymi á fésbók með Létt- sveitinni. Tek eina rödd fyrir í einu, tala við félagana og geri æfingar. Ég veit að Heiðar Sigurðsson, kórstjóri á Höfn, er líka með Kvennakór Hornafjarðar í Zoomi,“ segir hann og heldur áfram. „Við slíkar aðstæður fer fólk auðvitað á mis við það yndi sem kórstarfi fylgir, samveruna og samhljóminn. Sumir félagar taka þessu létt og segja: „Þetta gengur yfir og við reynum að læra lögin á meðan“. Aðrir ná ekki f lugi og ætla að taka sér frí fram yfir áramót. Enginn veit hvort það verða aðventu-eða jóla- tónleikar.“ Kórstarfið krufið „Undrið að syngja í kór“ nefnist meist- araverkefni Gísla sem lauk námi við tónlistardeild LHÍ í fyrrahaust. Það fjallar um gildi kórastarfs í víðu sam- hengi. „Sjálfur hef ég starfað í kór frá ellefu ára aldri og hef alltaf heillast af því sem kórstarf kallar fram. Það snýst ekki bara um sönginn sjálfan heldur samfélagið sem skapast gegnum hann. Ég var að reyna að kryfja það og tók við- töl við konur úr Léttsveitinni, hinum 25 ára kór sem ég hef stjórnað síðustu þrjú ár – og efndi til viðburðar í Háteigs- kirkju sem var hluti af verkefninu.“ Lögin hans afa Gísli kveðst einnig kenna söng í tveim- ur skólum, Listaskóla Mosfellsbæjar og Tónlistarskóla Kópavogs. „Það eru einkatímar og vel gætt að fjarlægða- mörkum. Hóptímar eru í pásu,“ tekur hann fram. Auk þessa er hann að gefa út plötu með lögum eftir afa sinn, Stein- grím M. Sigfússon. „Ég tók fimmtán f lott lög sem fæst hafa komið út áður og öll eru í nýjum útsetningum,“ lýsir hann. „Platan var tekin upp í sumar, ég var með hljómsveit og náði að halda tvenna tónleika þegar COVID-fárinu létti um tíma, aðra í Reykjavík og hina vestur á Patró, ég er þaðan. Platan ætti að koma út í nóvember, Nóttin og þú, heitir hún. Ég er að reyna að selja hana fyrir fram gegnum Karolina Fund.“ Gísli Magna Sigríðarson er svolítið spes nafn, segi ég. „Já, upphaf lega var ég skrifaður Magnason og breytti því en vildi ekki láta Magnanafnið falla út. Þar mátti ekki vera bandstrik á eftir, kannski má það núna!“ gun@frettabladid.is Enginn veit hvort það verða aðventutónleikar Á venjulegu ári hefðu mörg þúsund manns á landinu verið byrjuð í vetrarstarfi með kórum sínum í október. Gísli Magna Sigríðarson kórstjóri segir allt með öðrum hætti nú. Fólk fari á mis við það yndi sem kórstarfinu fylgi, samveruna og samhljóminn. „Sumir vilja taka frí en aðrir reyna að halda áfram gegnum Zoom,“ segir Gísli sem er í síðarnefnda hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sjálfur hef ég starfað í kór frá ellefu ára aldri og hef alltaf heillast af því sem kórstarf kallar fram. Það snýst ekki bara um sönginn sjálfan heldur samfélagið sem skapast gegn- um hann. Pelé er áttræður í dag. Hann er talinn einn besti knatt- spyrnumaður sögunnar. Hóf 15 ára að spila með Santos í heimalandinu, Brasilíu og hélt sig þar til 1974 en lék tvö ár með New York Cosmos. Hann byrjaði 16 ára í brasilíska landsliðinu og náði þrisvar heimsmeistara- titli með því, árin 1958, 1962 og 1970. Svarta perlan, en það var Pelé kallaður, lék sinn síð- asta leik 1. október árið 1977 og notar nú göngugrind. Þ E T TA G E R Ð I S T 23 . O K T Ó B E R 19 4 0 Pelé (Svarta perlan) fæddist 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.