Fréttablaðið - 23.10.2020, Qupperneq 34
Sigmundur Ernir Rúnars-son sendir frá sér ljóða-bók ina Skáldaley f i á þessu hausti en hann á einmitt fjörutíu ára rit-höfundarafmæli í ár. Um
efni nýju ljóðabókarinnar segir
hann: „Þar er ég að fjalla um núið
sem við tökum ekki eftir vegna
þess að við erum svo uppfull af
hugsunum um morgundaginn og
framtíðina. Við stöldrum aldrei
við það sem er en erum jafnframt
alltof upptekin af því sem var. Þetta
er kannski helsti
my l lu s t e i n n i n n
um háls okkar.“
Þessi orð skálds-
ins hljóma eins og
ljóðin séu trega-
full. „Það verður
alltaf að vera tregi
í ljóðu m, ein-
hver angist og ef
til vill sársauki,“
segir Sigmundur
Er nir. „Ég hef
alltaf reynt að
yrkja í samræmi
við minn eigin
breyskleika og
va n mát t . Það
sem er nefnilega
hvað áhugaverð-
ast í öllu sem
maður skrifar er
hvernig mann-
eskjan tekst á
við sjálfa sig, umhverfi sitt, sína
nánustu og samferðafólkið. Þar er
komin ráðgátan eilífa. Þar fyrir utan
er söknuðurinn sífellt umfjöllunar-
efni, svo og ástin og væntumþykjan,
þær óútskýranlegu stöllur.“
Hvers konar söknuð á hann við,
spyr blaðamaður, og fær svarið:
„Söknuður yfir því liðna. Söknuður
yfir að missa sína nánustu. Sökn-
uður yfir því að geta ekki upplifað
aftur það sem var manni dýrmætt.
Ég held að söknuðurinn sé miklu
stærri hluti af okkur en við viljum
vera láta. Maðurinn er að mörgu
leyti búinn til úr söknuði og ef hann
getur unnið sæmilega úr honum er
hann að mörgu leyti hólpinn.“
Í bókinni er einnig að finna nátt-
úruljóð. „Ég er mjög elskur að land-
inu mínu, ferðast mikið og yrki um
það,“ segir Sigmundur Ernir.
Ljóðsýn á lífið
Fyrsta ljóðabók hans kom út árið
1980 þegar hann var í menntaskóla.
„Hún var myndskreytt af Kristni
E. Hrafnssyni samstúdent mínum
sem síðar varð landsfrægur mynd-
höggvari og myndlistarmaður.
Næsta bók var líka myndskreytt af
vini mínum úr
M A, Þor valdi
Þor stei ns sy n i
sem síðar varð
l a n d s f r æ g u r
m y n d l i s t a r -
maður, og þriðja
bókin var gefin
út af enn einum
bek k jarbróður
m í n u m , Ó l a
Birni Kárasyni
sem landsmenn
þekkja úr þing-
mennskunni.
Fyrsta bókin
var gef in út af
Víkurblaðinu á
Húsavík haustið
1980 en Jóhannes
Sigurjónsson rit-
stjóri og Arnar
Björnsson, síðar
íþróttafréttamað-
ur, ætluðu sér með henni að hefja
viðamikla bókaútgáfu. En ljóða-
bókin Kringumstæður var fyrsta
og síðasta bók sem Víkurblaðið gaf
út,“ segir skáldið með skelmisglott
á vör.
Sigmundur Ernir hefur sent frá
sér á þriðja tug bóka af margvíslegu
tagi, en aldrei sagt skilið við ljóða-
gerðina. „Alltaf þegar ég hef gefið út
ljóðabók held ég að það sé síðasta
ljóðabókin mín, ég sé orðinn upp-
urinn en nokkrum vikum seinna
er ég byrjaður að yrkja aftur. Þetta
er að einhverju leyti æfing, maður
hefur ljóðsýn á lífið, gengur fram
hjá ljósastaur og það verður ósjálf-
rátt efni ljóðs vegna þess að maður
er búinn að kenna sjálfum sér að
horfa þannig á umhverfið. Þetta er
líka að einhverju leyti árátta, mjög
sterk hneigð sem lætur mann ekki
í friði, blessunarlega.“
Staldrar við hvert orð
Sigmundur Ernir er meðal annars
höfundur fjölmargra ævisagna.
Hann segir ljóðagerð allt annars
eðlis en prósagerð. „Ljóðagerð er
að því leyti öðruvísi en prósagerð
að ég staldra miklu lengur við hvert
orð og hverja hugmynd því ég vil
hafa ljóðin meitluð. Fæst þeirra
ljóða sem ég yrki rata á prent. Það
er vegna þess að mér finnst að hvert
ljóð þurfi að fanga eitthvert augna-
blik og galdur. Ef ljóð nær ekki að
fanga eitthvað sem skilur eftir
ágenga tilfinningu hjá lesendum,
þá er það ekki gott ljóð.“
Hann er hæstánægður með stöðu
ljóðsins í nútímanum. „Öll þess
fjörutíu ár sem ég hef verið að yrkja
og gefa út ljóðabækur hefur ljóðinu
alltaf verið spáð dauða og alltaf
meiri og hrikalegri örlögum eftir
því sem áratugunum hefur f leygt
fram. Núna þegar 20 ár eru liðin
af nýrri öld hefur ljóðið sjaldan
staðið í jafnmiklum blóma. Kröft-
ug, metnaðarfull og góð ljóðskáld
senda frá sér frumlegar og áleitnar
bækur. Og vittu til, unga fólkið
sinnir ljóðagerð sem aldrei fyrr.
Þetta finnst mér svo gott vegna þess
að án lýríkur er lífið lítils virði.“
EF LJÓÐ NÆR EKKI AÐ
FANGA EITTHVAÐ SEM
SKILUR EFTIR ÁGENGA TILFINN-
INGU HJÁ LESENDUM, ÞÁ ER ÞAÐ
EKKI GOTT LJÓÐ.
BÆKUR
Vetrarmein
Ragnar Jónasson
Útgefandi: Veröld
Fjöldi síðna: 240
Ragnar Jónasson er
m e ð a l þ e k k t u s t u
íslensku rithöfunda
samtímans en bækur
hans hafa selst í einni
og hálfri milljón ein-
taka um veröld víða.
Hann kvaddi sér hljóðs
í íslenskum glæpasögu-
heimi árið 2009 með
bókinni Fölsk nóta en
þar kom lögreglumaðurinn Ari
Þór Arason fyrst við sögu. Nú tólf
bókum síðar er Ari aðalsöguhetjan
í nýjustu bókinni, Vetrarmein, eins
og raunar í f lestum þeim sögum
sem á heimasíðu Ragnars eru flokk-
aðar undir Dark Iceland og eiga
það sameiginlegt að gerast á eða í
kringum Siglufjörð.
Í þe s s a r i bók ,
Vet r a r mei n, sem
gerist um páskana
er Siglufjörður troð-
fullur af ferðamönn-
um í skíðagöllum og
minnir einna helst
á Ichgl eða Aspen í
lýsingum höfundar
þótt enginn blási í
farsóttarf lautu að
þessu sinni. Ari,
sem orðinn er varð-
stjóri í lögreglunni,
á von á syni sínum
og móðu r hans
í heimsókn y f ir
hafið um hátíðina
og vonast því eðli-
lega eftir tíðinda-
litlum páskum en verður ekki að
ósk sinni. Ung stúlka finnst látin á
gangstétt við Aðalgötuna á aðfara-
nótt skírdags og svo virðist við
fyrstu sýn sem andlát hennar hafi
borið að með saknæmum hætti en
málin f lækjast og Ari þarf að hafa
sig allan við að sinna syni sínum og
rannsókn málsins á sama tíma.
Vetrarmein er ágætis glæpa-
saga með mannlegum undirtóni.
Ari sem fær að hitta þriggja ára
son sinn í þrjá daga eftir langan
aðskilnað neyðist til að vinna allan
tímann og tala við fullt af fólki sem
tengist málinu ekki neitt og eyða
dýrmætum tíma í ýmsa útúrdúra
sem hafa engan tilgang fyrir rann-
sóknina. Plottið er þannig stundum
sundurlaust og margir lausir þræðir
eða öllu heldur svo laustengdir við
söguna að stundum má velta fyrir
sér tilganginum með því að kynna
til sögunnar persónur sem hafa lítið
sem ekkert til hennar að leggja.
Sagnastíll Ragnars er lágstemmd-
ur og einfaldur og tekst honum best
upp þegar hann lýsir bæjarbragnum
á Siglufirði og í nágrenni, sem fer að
slaga hátt upp í Midsomer og önnur
þekkt þorp og bæi bókmenntanna
þar sem morðtölfræðin er ískyggi-
lega há miðað við höfðatölu. Það
hvernig Ari missir ítrekað síðasta
kanelsnúð dagsins í skolt skíða-
ferðamannanna sem hafa lagt undir
sig bæinn en flækjast þó furðu lítið
fyrir rannsókn málsins er lýsandi
fyrir góðlátlegan hversdaginn sem
er furðu lítið skekinn af síendur-
teknum alvarlegum of beldisglæp-
um.
Vetrarmein er frekar hefðbundin
glæpasaga þar sem höfundarein-
kenni Ragnars Jónassonar eru söm
við sig og aðdáendur hans munu
eflaust fagna þessari bók.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Nokkuð dæmigerð en
ágætlega skrifuð glæpasaga úr Sigl-
firskum hversdegi.
Kanilsnúðar og kaldrifjuð morð
Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Það verður alltaf að vera tregi í ljóðum
Sigmundur Ernir Rúnarsson er höfundur ljóðabókarinnar Skáldaleyfi. Hann fagnar 40 ára rithöfundar
afmæli í ár. Í hvert sinn sem hann gefur út ljóðabók er hann sannfærður um að hún sé síðasta ljóðabókin.
Sigmundur Ernir fagnar 40 ára rithöfundarafmæli með því að senda frá sér ljóðabók. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING