Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 10
ÁSTAND HEIMSINS Það var mikil- fengleg sjón þegar bændur í borginni Hand- an í Hebei-hér- aði í Kína tíndu og hreinsuðu fjöldann allan af sveppum í gær. Lögreglan í Berlín, höfuðborg Þýskalands, sprautaði vatni á mótmælendur í gær sem voru að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum í landinu. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hafa 830 þúsund manns smitast af COVID-19 í Þýskalandi og rúmlega 13 þúsund látist úr sjúkdómnum. Þessi starfsmaður gjörgæsludeildar á sjúkrahúsi í Palermo á Ítalíu var feginn að komast úr þeim mikla hlífðarbúnaði sem starfsfólk neyðist til að klæðast við vinnu sína á sjúkrahúsinu vegna kórónaveirufaraldursins. Ríkisstjórn landsins hefur fjölgað bæði rúmum og starfsfólki á spítölum landsins vegna annarrar bylgju faraldursins sem nú gengur yfir Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tennur þessa tuttugu mánaða tígurs sáust vel þegar hann fór í heilsufarsskoðun í dýragarðin- um í Taronga í Ástralíu í gær. Í skoðuninni er almenn heilsa dýranna metin ásamt því að tennur þeirra, augu og eyru eru skoðuð. Ekki var að sjá að umsjónarmenn tígursins óttuðust skoltinn. Karatemeistarinn Muhamed „Hammerhand“ Kahrimanovic sló heimsmet í gær þegar hann braut 130 kókoshnetur með berum höndum á aðeins sextíu sekúndum. Heimsmetið sló Ka- hrimanovic í sérstökum skóla fyrir námsmenn í bardagalistum í Hamborg í Þýskalandi. 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.