Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 30
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Skotarnir gripu tækifærið á Íslandi Tímabili Valskvenna lauk með særindum í gær þegar Valur féll úr leik gegn skoska liðinu Glasgow City í Meistaradeild Evrópu eftir vítaspyrnu- keppni. Þetta var síðasti knattspyrnuleikur ársins á Íslandi og gáfu Valskonur ekkert eftir fram á 120. mínútu í leit að sigurmarki sem aldrei kom. Ísland mun því ekki eiga lið í pottinum þegar dregið verður í útsláttarkeppninni en á þó fulltrúa eftir í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI GOLF Guðmundur Ágúst Kristjáns- son hefur í dag leik á lokamóti árs- ins á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram með breyttu sniði í ár, með færri þátttakendum, og um leið eru færri sæti í boði á Evrópu- mótaröðinni fyrir þá stigahæstu í lok tímabilsins. Guðmundur á enn tölfræðilegan möguleika á að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni fyrstur Íslend- inga í karlaflokki, en þarf til þess að vinna mótið og treysta á hagstæð úrslit hjá öðrum kylfingum. Guðmundur er með 16.803 stig í 46. sæti stigalistans. Fyrir sigur á lokamótinu fást 62.000 stig, sem myndu f leyta honum upp í fjórða sæti. Hann þyrfti þó að treysta á að stigasöfnun kylfinga sem eru í baráttunni um eitt af fimm efstu sætunum yrði lítil sem engin. Með góðum árangri getur Guð- mundur bætt best a árang u r Íslendings á einu tímabili á Áskor- endamótaröðinni. Það met er í eigu Birgis Leifs Hafþórssonar sem endaði í 37. sæti á sínum tíma. – kpt Tekur þátt í lokamóti ársins FÓTBOLTI Drengjalandslið Íslands sk ipað leik mönnum fæddum 1998 eða síðar fá að vita á næstu dögum hvort þeir fá þátttöku aðild í lokakeppni EM U21 næsta sumar. Íslenska liðið á einn leik inni gegn Armeníu en evrópska knattspyrnu- sambandið, UEFA, af lýsti öllum leikjum Armena vegna ástandsins þar í landi. Með sigri Ítala á Svíum í gær varð ljóst að Ísland myndi enda í öðru sæti riðilsins með því að strákunum yrði dæmdur sigur gegn Armeníu. Það á þó enn eftir að stað- festa hvaða aðferðir verða notaðar til að útkljá úrslit leiksins. Það yrði í annað sinn sem Ísland sendir lið til leiks á EM U21, tíu árum eftir gullkynslóðin sem myndar kjarna A-landsliðsins í dag, keppti í Danmörku. – kpt Ítalskur sigur sendi drengina líklega á EM FÓTBOLTI Staðan er fljót að breytast í fótbolta og er Joachim Löw á afar hálum ís þessa dagana sem þjálfari þýska karlalandsliðsins. Þýska- land olli miklum vonbrigðum á HM í Rússlandi árið 2018 og féll úr efstu deild Þjóðadeildarinnar sama ár, þó að líkt og Íslendingum hafi þeim verið bjargað með stækkun A-deildarinnar. Á þriðjudaginn fékk Þýskaland tækifæri að komast áfram í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta sinn, en þar fór allt í vaskinn. Þjóðverjum dugði jafntefli á Spáni en fengu rassskellingu á stærð við þá sem Þýskaland veitti Brössum á HM árið 2014. Var tapið gegn Spánverjum stærsta tap Þjóðverja í tæp 90 ár og stærsta tap Þjóðverja í keppnisleik frá upphafi. Olivier Bierhoff, yfirmaður lands- liðsmála hjá þýska knattspyrnu- sambandinu, ítrekaði stuðning við Löw í samtali við ARD eftir leik- inn og sagði að Löw fengi að stýra liðinu á Evrópumótinu. Slíkar stuðningsyfirlýsingar líta yfirleitt vel út á blaði, en eru stundum hálf- gerður dauðakoss þegar þjálfara er sagt upp stuttu síðar og var krísu- fundur haldinn í höfuðstöðvum þýska knattspyrnusambandsins í gær.  Á  Evrópumótinu næsta sumar er Þýskaland í geysisterkum riðli með ríkjandi heimsmeisturum Frakka, Evrópu- og Þjóðadeildar- meisturum Portúgals og Ungverja- landi, sem komst á mótið á kostnað Íslands. Fyrir HM í Rússlandi hafði Löw aldrei mistekist að koma Þýskalandi í undanúrslit að minnsta kosti á stórmótum og virtist framtíðin björt sumarið 2017. Ungt lið Þýskalands, sem mátti titla sem varalið, sigraði í Álfukeppninni sama ár og U21 árs lið Þýskalands varð Evrópumeistari í sínum aldursflokki. Það tók fljót- lega að halla undan fæti og ef farið er aftur til nóvembermánaðar 2017, rúm þrjú ár aftur í tímann, hefur Þýskaland aðeins unnið 14 leiki af 32. Ef sömu formúlu er beitt á árin þrjú þar áður, unnust 27 leikir af 36. Þjálfarinn sem varð að þjóðarhetju þegar Þýskaland vann heimsmeist- aratitilinn, er nú hægt og bítandi að breytast í skúrk, sem nær ekki fram því besta úr þýska liðinu. Löw hefur nú fjóra æfingaleiki til að fá liðið til að stilla saman streng- ina fyrir Evrópumótið næsta sumar. Ef spilamennska liðsins verður sú sama og liðið hefur sýnt undanfarin þrjú ár verður gleðin ekki langlíf í München þar sem Þýskaland leikur alla sína leiki í riðlakeppninni. Gæðin í leikmannahópnum og kröfurnar í Þýskalandi gera ráð fyrir atlögu að Evrópumeistaratitl- inum og allt annað þykir vonbrigði. kristinnpall@frettabladid.is Hetjan hægt og bítandi að breytast í skúrk í Þýskalandi  Pressan eykst á Joachim Löw sem engin svör virðist eiga við slakri spilamennsku Þýskalands. Eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á HM í Brasilíu árið 2014 og bundið enda á 24 ára bið Þjóðverja eftir heims- meistaratitli hefur gengi liðsins hrunið undanfarin ár. Tapið gegn Spánverjum var það stærsta í 90 ár. Löw fylgist áhyggjufullur með af hliðarlínunni á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þýskaland er í fjórtánda sæti á heimslista FIFA á eftir þjóðum eins og Kólumbíu, Mexíkó og Danmörku. Guðmundur keppir í lokamóti ársins á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI David Coote, dómarinn sem gerði allt vitlaust í rauða hluta Liverpool-borgar fyrr í vetur, var í gær færður úr stöðu myndbands- dómara í leik Liverpool, yfir á leik Manchester United. Hann mun því ekki koma við sögu þegar Leicester heimsækir Liverpool um helgina. Coote var í hlutverki mynd- bandsdómara í nágrannaslag Ever- ton og Liverpool í haust. Þar taldi hann glórulausa tæklingu Jordan Pickford á Virgil van Dijk ekki vera til þess hæfa að dómari leiksins myndi skoða atvikið betur. Þá flaut- aði hann mark af Liverpool á loka- sekúndum leiksins, þar sem Sadio Mane var dæmdur rangstæður. – kpt Coote færður af leik Liverpool

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.