Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 42
ÞETTA ER MJÖG
SKRÝTINN TÍMI FYRIR
TÍSKUBRANSANN EN ÞAÐ
ÞURFTI SVO MARGT AÐ BREYT-
AST. ÉG HELD AÐ SMÁ SKELLUR
SÉ BARA TIL HINS BETRA UPP Á
ÞAÐ AÐ GERA.
Fyrir síðustu jól opnaði K A LDA , hugar fóstur Katrínar Öldu Rafnsdóttur, popup búð við Skólavörðustíg. Búðin fékk góðar viðtökur
enda tóku íslenskar tískuskvísur
því fagnandi að geta mátað og
keypt íslenska skóhönnun í mið
bænum. Katrín ákvað að fara aðra
leið í ár og opnar því nú sýningar
rými og vinnustúdíó úti á Granda,
en það svæði hefur verið í mikilli
sókn þegar kemur að verslun með
íslenska hönnunarvöru. Katrínu
langaði að gefa viðskiptavinum og
gestum sýn inn í ferlið sem er að
baki hönnuninni.
„Mig hefur lengi langað til að
vera með fast rými hérna heima á
Íslandi, bæði sem stúdíó fyrir þró
unarvinnu og einnig til að taka á
móti kúnnum. Við erum núna búin
að koma okkur fyrir á Grandanum
með vinnustúdíó og sýningarrými
á vörunum okkar,“ segir Katrín, sem
hefur verið búsett á Englandi síðast
liðin ár.
Katrín segist hafa langað að hafa
upplifunina á persónulegri nótum
en gengur og gerist í hefðbundnum
tískuverslunum.
„Fólk fær að sjá og forvitnast um
hönnunarferlið, sjá prótótýpur,
efnisval, innblástur og f leira sem
mér finnst skemmtilegt. Ég er mjög
stolt af því hvernig vörurnar eru
framleiddar og því gaman að gefa
fólki aðeins innsýn í það ferli.“
Katrín færði út kvíarnar á árinu
og framleiðir nú ekki bara skó
heldur líka töskur.
„Fyrsti stíllinn af töskum var að
koma úr framleiðslu, svo ég er mjög
spennt að byrja að selja hana hérna
heima,“ segir hún.
Heimsfaraldur COVID19 hafði
þó nokkur áhrif á framleiðsluna
hjá KALDA.
„Já heldur betur. Þetta er
mjög skrýtinn tími fyrir
tískubransann en það
þurfti svo margt að breyt
ast. Ég held að smá skellur
sé bara til hins betra upp á
það að gera.“
Katrín stendur nú í
ströngu við vinnu að næstu
línu.
„Ég er að hanna nýja línu
núna, bæði skó og heila
töskulínu sem verður sýnd
á tískuvikunni í Mílanó
í febrúar. Hún verður að
öllum líkindum rafræn,“
segir Katrín, sem stefnir
á að borða rjúpu í faðmi
fjölskyldunnar um jólin.
„Vonandi sem ég veiði sjálf,“
bætir hún við að lokum.
Sý ningar r ý mið er á
Grandagarði 79 og er opið
fimmtudaga, föstudaga
og laugardaga fram að
jólum.
s t e i n g e r d u r @ f r e t t a
bladid.is
Margt þurfti
að breytast í
bransanum
KALDA er hugarfóstur Katrínar Öldu
Rafns dóttur. Merkið hefur verið í uppáhaldi
hjá íslenskum tískuskvísum og bætti ný-
verið við línu af töskum í flóruna. KALDA
hefur nú opnað sýningarrými og vinnu-
stúdíó úti á Granda sem er opið öllum.
Skórnir eru handgerðir í lítilli verk
smiðju í Portúgal. MYNDIR/VIÐAR LOGI
KALDA var upphaflega fatamerki
en Katrín færði sig alfarið yfir í skó
hönnun fyrir fjórum árum.
KALDA hefur einnig notið vel
gengni utan landsteinanna og voru
skór frá merkinu meðal annars
notaðir í tískusýningu FENTY, tísku
merkis söngkonunnar Rihönnu.
Katrín segir
rýmið á Grand
anum rúmgott svo
að auðvelt er að passa
upp á tveggja metra
regluna. MYND/
REGINA ROURKE
Rauði og
svarti liturinn
eru áberandi í
nýjustu línunni.
Katrín
hóf ný
verið að hanna
töskur undir
merki KALDA.
KALDA
hefur
vakið athygli
fyrir frumlegar og
öðruvísi herferðir.
MYNDIR/VIÐAR LOGI
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ