Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 14
Rauðisandur er eitt helsta djásnið í krúnu Vestfjarða og vinsæll viðkomu-staður ferðamanna. Hann er 12 kíló-metra langur og teygir sig frá Sjöundá að Brekkuhlíð austan Látrabjargs. Að mjóu undirlendi sveitarinnar liggja brött fjöll sem víða eru hömrum girt. Þarna var áður lífleg byggð og búið á fjölda bæja en í dag er aðeins heilsársbyggð á Lambavatni, Stökkum og Melanesi. Sandurinn er nefndur í Landnámu og telja sumir að heitið sé dregið af Ármóða hinum rauða Þorbjarnar- syni sem nam þar land og heiti því Rauðasandur. Heimamenn kjósa þó frekar heitið Rauðisandur og er nafnið skýrt með rauðgulum lit fjörusandsins sem rekja má til fínmulinnar hörpu- og kúskeljar. Á sunnanverðum Vestfjörðum og Snæfellsnesi bregður skeljasandsbreiðum víða fyrir en engin þeirra kemst nálægt Rauðasandi að stærð og mikilfengleika – og er hann því sannkallaður sandrisi. Auk þess er umhverfi Rauðasands af dýrari gerðinni en skammt frá honum eru Stálfjall og Skor, sem bjóða upp á spennandi gönguleiðir fyrir vaska göngugarpa. Styttri göngu- leið liggur út á sandinn frá bílastæði við Melanes, en gangan að ströndinni tekur aðeins hálftíma og er ógleymanlegt að fylgjast með hvítfyssandi öldunum skolast inn á rauðgulan skeljasandinn. Þarna er til- valið að skokka berfættur eftir strandlengjunni og skella sér síðan í sjósund. Einnig er skemmtilegt að ganga út eftir Mela- nesrifi og fylgjast með sjávarstraumum inn og út Bæjarósinn. Innan hans er risastórt sjávarlón, Bæjar- vaðall, sem á flóði líkist stöðuvatni sem að stórum hluta rís úr kafi á fjöru. Þó að ekki sé mikill gróður á rifinu státar það og Bæjarvaðallinn af afar fjölbreyttu fuglalífi og einu stærsta landselalátri á Íslandi. Útsýni vestur að Látrabjargi og Keflavík er einstakt en einnig sést vel í Snæfellsjökul þar sem hann ber við Skorarfjall í austri. Suður af því er Skor en þaðan lagði stórmennið Eggert Ólafsson nýgiftur og föru- neyti í sína hinstu för vorið 1768 en þau drukknuðu í óveðri á Breiðafirði. Á leiðinni til baka af Mela- nesrifi er tilvalið að taka nokkurra kílómetra sveig í austur að Sjöundá og ganga um grasi grónar rústir þessa sögufræga tvíbýlis. Þarna voru ein frægustu morð Íslandssögunnar framin 1802 sem Gunnar Gunnarsson gerði skil í sögulegri skáldsögu sinni Svartfugli. Í tengslum við heimsókn á Rauðasand er því tilvalið að lesa þessa frægu skáldsögu, en hún lýsir ekki aðeins morð- unum heldur dregur einnig upp mynd af lífi fátæks alþýðufólks sem dró fram lífið í þessari stórkostlegu náttúru, í skugga óréttlætis og mikillar stétta- skiptingar. Rauði sandrisinn Horft eftir Melanesrifi að Sjöundá og Skorarfjalli. Bærinn Melanes með tjaldstæði til vinstri og Snæfellsjökull handan Breiðafjarðar til hægri. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Rauðisandur er einstök náttúr- perla sem gaman er að heimsækja í öllum veðrum og á öllum árs- tímum. Hér er horft til vesturs að Látrabjargi í kvöldsól. MYNDIR/ ÓMB Hlaup eða ganga eftir Melanesrifi er uppbyggjandi fyrir bæði líkama og sál. 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.