Fjölrit RALA - 10.09.1978, Blaðsíða 11
7.
II. Athuganir 1977.
Athugunum sumarið 1977 má sem áður skipta í þrjá flokka.
Athugun á umhverfisþáttum og þar með talin ræsing^rframkvæmd, athugun
á gróðri og athugun á dýralífi.
1. Umhverfisþættir.
Að þessu sinni var einkum lögð áhersla á að kanna vatnsbúskap
og jarðveg mýrarinnar. Gerðar voru athuganir á úrkomu svæðisins og
haldið áfram mælingum á magni og efnainnihaldi þess vatns, sem um
mýrina streymir. Athuguð var jarðvatnsstaðan og breytingar á jarð-
vatnsyfirborði eftir að skurðir voru grafnir. Þá voru einnig gerðar
athuganir á efnamagni í jarðvegi.
1.1 Úrkoma.
Þegar farið var að athuga sveiflur í efnamagni yfirborðsvatns
mýrarinnar 1977 kom í ljós að þær virtust háðar úrkomumagni. Ekki er
að staðaldri mæld úrkoma í Hestvistarmýri, þó var úrkoma mæld þar
sumarið 1976. Þær úrkomutölur mátti bera saman við niðurstöður af
reglulegum mælingum, sem gerðar eru á Hvanneyri. En úrkomumælingar
fara ekki fram á Hestbúinu og er það til baga, þar sem talsverður
úrkomumunur virðist vera milli einstakra staða í héraðinu, jafnvel þótt
skammt sé á milli þeirra, eins og milli Hvanneyrar og Hests.' Þessa munar
er getið í fjölriti frá Bændaskólanum á Hvanneyri, ritað af Bjarna Guðm-
undssyni um; Hegðun regnsins í Borgarfirði 1974. Fjölritið hefst á
gömlum húsgangi. Oft er skin í Skorradal,
Skúraveður á Horni.
Heybandsveður á Hvanneyri
og heyþurrkur á Völlum.