Fjölrit RALA - 10.09.1978, Blaðsíða 54
50.
Uppskerumatið frá 1977 er frábrugðið matinu frá 1975 og "76 að því
leyti, að áður var aðeins metinn gróður rakrar mýrar, sem er uppskeru-
mikill, en nú var metin uppskera alls svæðisins, og er hún mun lægri
en úr mýrinni einni saman. Eftir þessu að dæma mun mýrarsvæðið allt
gefa af sér um 8 Hkg af lifandi gróðri á hektara um miðjan júlí,
en raka mýrin ein gaf um 20 Hkg/ha af lifandi gróðri samkvæmt fyrri
mælingum.
3. Dýr.
Áður hefur verið gerð grein fyrir helstu dýrum, sem hafa aðsetur
á svæðinu. Að þessu sinni var haldið áfram að safna hryggleysingjum
í gildrur til greiningar og talningar, eins var fylgst með fuglum
og skráð hreiður þeirra í mýrinni. Auk þessa var gerð atferlisathugun
á búfé.
3.1 Hryggleysingjar.
Athuganir og söfnun hryggleysingja var fremur takmörkuð sumarið
1977. Eftirfarandi skráning er samkvæmt dagbók.
26.4. Teknir voru hnausar úr einkennisreitum, öllum nema mel. Mel-
urinn var forblautur. Einnig voru settar niður Barber-gildrur, 2 í
hvern einkennisreit. Þegar verið var að setja niður Barber-gildrurnar
fundust púpur og einnig hvítar lýs. Hvítu lýsnar virðast sækjast eftir
að vera í Spagnum-mosa.
4.5. Flugur skriðnar úr púpunum og reyndust vera hrossaflugur.
6.5. Farið að Hestvist og teknir jarðvegshnausar og giidrur voru
tæmdar.
1.6. Gildrur tæmdar og teknir hnausar.
19.6. Gildrur tæmdar og teknir hnausar.
27.6. Gildrur tæmdar og teknir hnausar. Þegar skipt var um hnausa í
Berleysfæti kom £ ljós, að einhver framtakssamur maður hafði safnað
saman öllum flugum, sem hann hafði fundið og hent þeim ofan í dósirnar.
Sý.nið merkt 19.6. :er því líklega með-.óvenjulega samsetningu.
Teknir hnausar og tæmdar gildrur.
4.7.