Fjölrit RALA - 10.09.1978, Blaðsíða 22
18.
1.3 Vatnsrennsli.
Sumarið 1977 voru hafnar rennslismælingar í mýrinni. Hinn 26/8
voru reistar stíflur í lækjunum austan og vestan mels, við stóra
dýið og í skurði við veginn. Einnig var aðstaða gerð til mælinga,
þar sem allt vatn af mýrarsvæðinu rennur undir brú og í átt að
Grímsá.
Stíflurnar eru úr timbri, klæddar með plastdúk sem fóðrar einnig
botn stíflulónsins. 1 efsta fyrirstöðuborði stíflunnar er rauf.
Stíflurnar eru lágar og fyrir framan þær var grafin djúp hola fyrir
vatnssöfnunarílát.
Mælingin fer þannig fram að vatnsbunan ofan af stíflunni er látin
falla í 165 lítra tunnu og er tíminn, sem það tekur að fylla tunnuna,
mældur.
Eftirfarandi lýsing er í dagbók:
"Þennan dag 26.8.'77 og dagana á undan var þurrt og hlýtt og
vatnsrennsli því undir meðallagi".
Austurlækur
Vesturlækur
Stóra dý
Útfall
7X165 1 á 9 mín 10.5 sek þ.e. 2.10 lítrar á sek.
10X165 1 á 12 mín 26.5 sek þ.e. 2.21 lítrar á sek.
4X165 1 á 19 mín 47.2 sek þ.e. 0.56 lítrar á sek.
10X165 1 á 4 mín 34.4 sek, þ.e. 6.01 lítrar á sek.
Innrennsli er því samanlagt þannig:
AL 2.10 + VL 2.21 + Dý 0.56 = samtals 4.87 lítrar á sek
úr aðal útfalli féllu ----------------6.01 " "
Munur á mældu inn- og útrennsli er 1.14 " ", en það er vatn,
sem kemur úr dýjum í Mávahlíðarmel og mel sunnan við svæðið og fer í
gegnum mýrina og í lækinn neðan við mælingastaði.
Næsta mæling var gerð hinn 25/10 '77