Fjölrit RALA - 10.09.1978, Blaðsíða 37
33.
Alls fundust á svæðinu 72 tegundir mosa, þar af 56 tegundir blaðraosa
en 16 tegundir lifrarmosa.
Lifrarmosarnir finnast allir í litlum mæli innan um blaðmosana.
Er því trúlegt að eitthvað af þeim hafi ekki komið fram í greiningunni.
Hins vegar skipta þeir ekki miklu máli fyrir svæðin í heild, þar sem
þeir hafa nær enga þekju.
Blaðmosarnir finnast hins vegar í mismiklu magni, bæði hvað tíðni
°g þekju varðar. Nokkur skörun verður á tegundum, þannig að þurrlendis-
tegundir finnast á rökum stöðum og öfugt. Má það eflaust rekja til
breytileika innan hvers svæðis.
"Fen":
Algengustu tegundirnar á svæðinu eru Calliergonella cuspidata,
Drepanocladus revolvens. Allt eru þetta tegundir, sem vaxa aðallega
í blautum mýrum. Aðrar votlendistegundir finnast þarna, þá í minna
mæli sé, t.d. Fissidens adianthoides, F. osmundoides, Calliergon
giganteum, Campylium stellatum, Rhizomnium magnifolium og lifrarmosinn
Aneura pinguis. Einnig koma þarna fyrir þurrlendistegundir. Mest er
af Drepanocladus uncinatus, ásamt Rhytidiadelphus squarrosus og
Racomitrium lanuginosum. Tegundasamsetning mosa á þessu svæði gefur
ekki til kynna að um fen sé að ræða heldur blautt svæði, þýft á köflum,
þar sem þurrlendismosar vaxa á.
Rök mýri:
Tegundasamsetning í þessum reit fellur vel að rakri mýri. Mýrar-
mosarnir eru þarna í meirihluta. Mest virðist vera af Sphagnum teres.
Þá eru líka áberandi Fissidens adianthoides og F. osmundoises ásamt
Tomenthgpnum nitens. Allir lifrarmosarnir eru raklendistegundir.
Á svæðinu finnast þó einnig þurrlendismosar t.d. Rhytidiadelphus
squarrosus og Pleurocium schreheri og gefa til kynna að landið sé
misblautt t.d. vegna þúfna.
Jaðar:
Tegundasamsetning í þessum reit sýnir að hér sé jaðarsvæði. Má
það m.a. merkja á því, að engar ákveðnar tegundir eru áberandi, heldur