Fjölrit RALA - 15.11.2000, Side 45

Fjölrit RALA - 15.11.2000, Side 45
37 Smári 1999 Sterkjumælingum er lokið og voru niðurstöður þær að i september var sterkja meiri í smærum HoKv9238 (55 mg/g þe.) en AberHerald úrvals og upprunalegs (35 mg/g þe.). í janúar hafði sterkja minnkað mikið í HoKv9238 en þá var súkrósi og glúkósi orðinn mun meiri þar en í AberHerald stofnunum. C) Samlíf Rhizobiumgerla og hvítsmára (Háskólinn í Tromso). Tilraunum á samlífi Rhizobium og hvítsmára lauk haustið 1998. Könnuð var samaðlögunar- hæfni hvítsmárastofna og Rhizobiumstofna. með tilliti til landfræðilegs uppruna. Efniviður: Plöntur: AberHerald (Wales), HoKv9238 (Noregi) Rótargerlar: 8-9 eða 20-15 (norskir Rhkobiumstofnar), Sp-21 (Rhizobiumstofn frá Wales) Niðurstöður úr mörgum tilraunum gefa vísbendingar um að norski hvítsmárinn HoKv9238 framleiði meira þurrefni í samlífi við norskan Rhizobiumstofn en breskan. Að nota blöndu af Rhizobiumstofnum frá báðum stöðum virkaði mun betur á HoKv9238 en AberHerald. 17 vikna vaxtartími 11 vikna vaxtartími 12/9°C 18/15°C AberHerald HoKv9238 AberHerald HoKv9238 Niðurstöður úr tilraun í ræktunarklefa þar sem hvítsmárastofnar AberHerald og HoKv9238 voru smitaðir með hreinum stofni af 20-15 eða Sp-21 og hins vegarmeð blöndu af báðum stofhum. Nú er unnið að greinarskrifum og samantekt í lokaskýrslu. Verkefnið er hluti af COST 814, sem er samstarf innan ESB um hvítsmárarannsóknir á köldum og rökum svæðum Evrópu og hefur verið kynnt á vinnufúndum hópsins. Vorið 2000 verður verkefnið kynnt á tveimur alþjóðlegum ráðstefnum. Upplýsingar um verkefnið má einnig finna á vefsíðu RALA. Hvítsmári og rótarhnúðagerlar (132-9315) Eftir þriggja ára smáraræktun með mismunandi rótarhnúðagerlum þá verður tilrauninni haldið smáralausri í 3 ár með því að sá byggi. Vorið 1999 var annað ár byggs. Örverur (132-9201) Þetta er hluti af norrænu verkefni þar sem rannsakaðir eru fjölmargir þættir í samlífi rótar- hnýðisgerla og belgjurta. I tilraununum hér á landi eru athuguð áhrif ólíkra stofna af Rhizobium á uppskeru smára. Stofnamir koma frá Noregi, Finnlandi. Svíþjóð og íslandi. Auk þess er prófað að smita með blöndu allra stofnanna. Sáð var í tilraunir í Gunnarsholti og í Hrosshaga í Biskupstungum. í Gunnarsholti er samanburður á áhrifum stofna á uppskeru af rauðsmára og hvítsmára. í Hrosshaga er samanburður á áhrifum sömu stofna á uppskeru rauðsmára í mýri og í móa. í verkefninu er einnig tilraun þar sem metin eru áhrif ólíkra stofna af Rhizobium galegae á vöxt skriðlu (Galega orientalis).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.