Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 9
Knosun - leið til að flýta þurrkun heys á velli
- samanburður á vélum og vinnubrögðum við vallþurrkun -
Bjarni Guðmundsson
YFIRLIT
Rannsökuð voru áhrif knosunar og snúnings á þurrkunarhraða heys á velli og
efnabreyíingar í heyinu íþremur tilraunum og tveimur athugunum sumarið 1993.
Mælingar voru gerðar á blönduðum túngróðri og í hreinum grastegundum. Skilyrði
til heyþurrkunar voru fremur hagstœð og mcelanleg úrkoma féll ekki í heyið á
athugunartímanum. Vinnslubreidd sláttuvélanna, sem reyndar voru með knosurum,
var 2,4 m. Helstu niðurstöður mœlinganna má draga saman þannig:
• Knosun flýtti þurrkun heysins töluvert. í meðalþurrki reyndist hún stytta virkan
þurrkunartíma heyins um 20%. Gat það munað því hvort heyið náði algengum
hirðingarstigum deginum fyrr en seinna;
• Knosun heysins dró nokkuð úr þörfinni fyrir að snúa heyi strax eftir sláttinn.
Hröðust var þurrkunin þó efheyið var knosað við slátt og því síðan snúið þegar í
stað;
• Áhrif knosunar virtust dvína í mikilli uppskeru (þykkum múga) og í daufum þurrki
en þörf á heysnúningi óx að sama skapi. Mikil sláttubreidd í hlutfalli við
múgabreiddina virðist því geta eytt áhrifum knosunarinnar;
• Knosunarstigið hafði lítil áhrifá þurrkunarhraða heysins; mikilli knosun fylgdi
ekki samsvarandi aukning þurrkunarhraða;
• í knosaða heyinu bar meira á sködduðum stráum en í því óknosaða. Knosun og
harkaleg meðferð knosaðs heys getur því aukið hœttu á molnunartapi úr heyinu;
• Knosun hafði óveruleg áhrif á orkugildi heysins og hrápróteinmagn þess;
• í einni athugun sem gerð var virtist knosað hey bindast þéttar í rúllubagga með
fastkjama bindivél en óknosað hey;
• Ekki reyndist marktœkur mismunur á þurrkunaráhrifum þeirra tveggja
knosaragerða sem bornar voru saman í einni tilraun - Krone AM 242ÍZ og Deutz-
FahrSM 324 SC.
4