Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 11

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 11
Tilraun III: Ökuhraði: 8-9 km/klst Tengidr.: 540 sn/mín Krone - knosari: 850 sn/mín Tæpt miðstig knosunar Deutz Fahr - kn.: 990 sn/mín Tæpt miðstig knosunar Breidd múga eftir knosara var um 1,1 m í öllum tilraununum. Tilraunimar voru allar gerðar með þremur endurtekningum (blokkum) deilt á hverja tilraunaspildu þannig að ráða mætti við hugsanlegan mismun á graslagi hennar. Hver reitur var 8-17 m á breidd og 25-50 m á lengd, eftir spildustærð og lögun. Þannig fékkst allstór flekkur sem tryggði að vinna mætti á eðlilegum hraða með hverri vél. b. Heysýni. Heysýni voru tekin við slátt og síðan af og til meðan á forþurrkun stóð. Sýni voru tekin með heybor. Á hverjum reit var heyi af mjórri rönd þvert á reitinn sveipað saman og síðan sýni borað úr fúlgunni. Var þetta gert á þremur til fjórum stöðum á homalínu hvers reits og borsýnum safnað saman í eitt sýni fyrir reitinn. Séð var til þess að sýni væri ekki tekið á sama stað aftur. Sýnum var þegar komið á rannsóknastofu, þar sem þau voru ýmist sett f frysti eða tekin til þurrefnismælingar þegar í stað. Sýni vora þurrkuð í blástursofni við 60°C í 24 klst. og þurrefni (%) reiknað eftir mismun þungatalna. Sýni vora síðan möluð og geymd til frekari efnagreininga. Við efnagreiningar var sýnum af endurtekningum (blokkum) innan tilraunaliðar slegið saman í eitt sýni. c. Veðurathuganir. Upplýsingar um veður eru fengnar frá veðurathugunarstöðinni á Hvanneyri en tilraunimar vora allar gerðar í innan við 1100 m fjarlægð frá henni (m.v. loftlínu). Auk þess var skráð lýsing á veðri og veðurbreytingum á tihaunatíma svo og annað er snerti þurrkun heysins og breytingar á því. Að öðra jöfnu má reikna með því að virk þurrkun heys á velli verði fyrst og fremst á tímabilinu kl.9-21. Utan þess tíma er loftraki jafnan mikill og áhrif náttdaggar sterk (Bjami Guðmundsson 1972). Veðurathuganir gerðar á tímabilinu kl. 9-21 segja því hvað mest til um gæði þurrksins. Á Hvanneyri era veðurathuganir gerðar þrisvar á dag: kl. 9,15 og 21. Við lýsingu veðurskilyrða hverrar tilraunar er því miðað við þessa athugunartíma; þó þannig að athugun kl. 15 er látin gilda tvöfalt á við hinar tvær þegar þurrkun heysins hófst kl. 12 eða fyrr (sláttur) og þegar henni lauk kl. 18 eða síðar (hirðing). d. Tilraunaaðstœður. í eftirfarandi töflu er birt yfirlit yfir sláttutima, graslag og veðurfar á tilraunatíma. í heild má telja að skilyrði til heyverka hafi verið ffemur góð en mismunandi: Tilraun I lenti í flæsu, tilraun II fékk mjög góðan þurrk og tilraun III allgóðan þurrk. 6

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.