Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 14

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 14
Af reyndum aðferðum munaði jafnmest um knosunina. Áhrif tímasetningar fyrsta snúnings heysins eru ógreinilegri. Knosun deyfði áhrif fyrsta snúnings. Jafnhraðast þomaði heyið væri það knosað og því síðan snúið með heyþyrlu fljótlega eftir sláttinn (innan 3-4 klst). Fellur það bæði að fyrri reynslu hérlendis (Bjami Guðmundsson 1982) og niðurstöðum erlendra rannsókna (Glasbey 1988), en þar kom fram að knosun jók þurrkunarhraða heysins um 20% en snúningur um 30%. Saman juku þessir þættir hins vegar þurrkunarhraðann um 60%. Lamond ofl. (1988) sýndu fram á að gerð flekkjarins réði mun meiru um mótstöðu gegn rakaflæði frá heyinu en knosunin. Við snúninginn verður heyið léttara í sér og breitt er á allan völlinn svo inngeislunin nýtist betur (Atzema 1993, Patterson 1993). Knosunarstigið hafði lftil áhrif á þurrkunarhraða heysins (sjá tilraun I). Það rímar við niðurstöður fyrri tilrauna (Bjami Guðmundsson 1982). í tengslum við tilraun I var gerð athugun á áhrifum knosunarstigs (snúningshraða knosarans - Krone) og múgabreiddar á þurrkunarhraða heysins. Athugunin var gerð á sams konar túngróðri hvað sprettu og grastegundir snerti. Hún lenti hins vegar í 4 daga óþurrki. Heysýni náðust á 5. degi er þurrkflæsa hafi staðið í liðlega hálfan sólarhring. Heyinu var ekki snúið á tímabilinu. 1. mynd sýnir niðurstöður mælinganna. breidd múga, m 1. mynd. Áhrif knosunarstigs og múgabreiddar á þurrkun heysins. Áhrif múgabreiddarinnar endurspegla áhrif fiekkþykktar á þurrkunarhraða heysins. Með 1,5 m breiðum múga nýtast a.m.k. 62% af túnfleti (=inngeislun!), en aðeins 37% sé múgabreiddin 0,9 m. Sporvídd dráttarvélar setur múgabreiddinni takmörk og þá um leið nýtingu túnflatar þótt sláttubreidd vaxi (sjá einnig kafla 3.2 b) f tilraun III virðist svo sem hey slegið og knosað með Deutz-Fahr hafi þomað heldur hægar en hey eftir Krone, einkum þó það hey sem ekki var snúið með heyþyrlu strax að slætti loknum. Á vellinum virtist heyið í múgum eftir Deutz-Fahr sláttuþyrluna vera heldur bældara en heyið í múgunum eftir Krone, en þeir síðamefndu höfðu öllu úfnara yfirborð. Hugsanlega náði vindur því öllu betur til heyins í Krone-múgunum en múgum Deutz-Fahr. Þó virtist sem Deutz-Fahr dreifði öllu betur (breiðar) úr heyinu en Krone. 9

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.