Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 21

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 21
Við knosunina eina var sáralítínn mun að finna á þurrkunarhraða tegundanna. Væri heyinu snúið líka virtíst svo sem hver grastegund brygðist við með sínu móti: í beringspuntínum gerðist lítíð; þurrkunarhraði vallarfoxgrassins óx og þá aðeins á fyrstu 4 klst. Vallarsveifgrasið svaraði snóningnum með því að bæta jafnt og þétt við þurrkunarhraða sinn allt athugunartímabilið. Eins og sjá má í 2. töflu var mikill munur á uppskerumagni grastegundanna þriggja. Beringspunturinn var orðinn fíma mikill að vexti og ljáin féll þétt saman. Þótt uppskera væri mikil af vallarfoxgrasinu kom fljótt í það lyftíng svo vel loftaði um flekkinn. Lítið eitt þynnra var á vallarsveifgrasinu; það var afar smágert og dreifðist vel úr því við snúninginn. Hins vegar reyndist erfitt að slá það: það vildi leggjast undan hnífum þyrlunnar jafnvel þótt dregið væri úr ökuhraða við sláttínn. Athugun þessi virðist benda til allsterkra samverkandi áhrifa á milli grasgerðar og meðferðar heysins hvað snertir þurrkunarhraða þess. Ekki kom fram munur á mældu orkugildi heytegundanna né á hrápróteinmagni þeirra á milli athugunarliða. Fyrstu 4 stundir þurrkunarskeiðsins mældist glögg lækkun orkugildis beringspunts og vallarfoxgrass, en í vallarsveifgrasinu gætti hennar ekki. f þessum athugunum var slegið með vélum sem höfðu allt að 2,4 m vinnslubreidd. Knosaramir lögðu heyið jafnan í 1,1 m breiða múga. í meðaltöðufalli og þaðan af meira verða múgar því þykkir. Þurrkunar gætir aðeins f naumasta yfirborði þeirra. Af niðurstöðum athugananna má draga í efa notagildi knosunar einnar og sér í mikilli uppskeru þegar unnið er með svo breiðum sláttuvélum (sjá ennfremur kafla 3.1 a). Done ofl. (1989) bentu einnig á þetta og töldu ávinning af knosun óvemlegan færi vinnslubreidd sláttuvélar yfír 2 m. 4. ÞAKKIR Ýmsir veittu aðstoð við tilraunimar: Starfsmenn Bútæknideildar RALA, ráðsmaður og kaupamenn Hvanneyrarbús og starfsfólk rannsóknastofu Bændaskólans. Fóðurverkunar- deild SLU á Kungsángen í Uppsölum veittí aðstöðu til uppgjörs gagnanna. Öllum þeim er þakkað sem og umboðsaðilum þeirra heyvinnuvéla sem mest komu við sögu. 16

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.