Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 25
Upplýsingar um veður á tilraunatíma eru byggðar á mælingum í veðurathugunar-
stöðinni á Hvanneyri, en tilraunaspildumar voru í næsta nágrenni hennar. 1. tafla gefur
yfirlit yfir aðstæður þurrkunartilraunanna:
1. tafla. Yfirlit yfir tilraunaaðstæður - tilr. I og II 1992
Tilraun I Tilraun II
Slegið, dags. 30.júnl 22.júlí
kl. 10-10.40 10-11
ROgandi grastegundir: V.foxgr.(70%) V.sveifgr.(45%)
Snarrót(15%) Snarrót (25%)
V.sveifgr.(15%) V.foxgr.(15%)
Áætluð uppskera, kg þeTha 35004000 um 4500
Veðurfar á tilraunaskeiðum:
Meðalhiti, °C 11,7 9,7
Meðallofiraki, % 56 56
Meðalvindhraði, m/s 2,9 5,3
Sólfar, % * 14 83
Heiðbirta, % ** 29 72
Úrkoma, mm *** 0,0 0,0
* Sólfar táknar hve oft á tilraunaskeiði taldist sólskin á daglegum ath.tímum, kl. 9, 15 og 21;
** Heiðbirta er (100 - skýjahula,%) á sömu athugunartímum og á sama tímabili;
*** 0,0 táknar að úrkomu varð vart en hún mældist ekki;
Segja má að tilraunimar hafi verið gerðar við fremur hagstæð veðurskilyrði, ekki síst
tilraun II. Þarf að hafa það í huga við mat á niðurstöðum þeirra.
3. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
3.1 Þurrkunarhraði heysins. Hér verður fjallað um niðurstöður beggja tilraunanna í
einu. 1. mynd sýnir þurrkstig heysins á mismunandi tímum frá því að a-, b- og c-liðir
voru slegnir. Það var gert á tímabilinu kl. 10-11 árdegis. f fyrri tilrauninni (I) virðist tími
fyrsta snúnings hafa haft nokkur áhrif á þurrkunarhraða heysins sem slegið var árdegis,
en í seinni tilrauninni eru þau áhrif ógreinileg. Tilraun II hreppti góðan þurrk en við þær
aðstæður skiptir meðferð heysins á velli yfirleitt minna máli en þegar þurrkur er daufur.
Heldur þomaði það hey hraðar sem snúið var strax að kvöldslætti loknum (d) en hitt sem
ekki fékk fyrsta snúning fyrr en að morgni (e).
Heyið þomaði aðeins um 2-3 %-stig á tímabilinu frá kl. 21 að kvöldi til kl. 9 að
morgni. Er það á við 1-2 klst þurrk um hádaginn. Virtist einu gilda hvort um var að ræða
nýslegið hey eða hey lengra komið í þurrkun. Sé tölum beggja tilraunanna slegið saman
fæst eftirfarandi samband á milli þurrefnisprósentu heysins að morgni (Þm) og
þurrefnisprósentu þess kvöldið áður (Þk):
Þm = 1,03 + 1,66 Þk r? = 0,99 P<0,001
í hvoragri tilrauninni gætti náttdaggar að ráði. Vott mátti finna í fyrri tilrauninni en í þeirri
seinni hélst vindkul alla nóttina (>1,3 m/s).
20