Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 26

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 26
tími, klst 1. mynd. Þurrkstig heysins á þurrkunarskeiðum. Athugað var hvemig þuxrefnisprósenta heysins breyttist með þurrkinum, en þurrkur er hér skilgreindur sem margfeldi meðaleimhungurs loftsins á virkum þurrkunartíma (kl. 9 - kl. 21) og lengdar hans í klst. Þurrkurinn hefur því eininguna kPa-klst. Fylgni þurrefnisprósentu heysins (y) og þurrks (x) með línulegu aðhvarfi reyndist mjög eindregin eins og tölumar í 2. töflu sýna, en þar hefur einnig verið reiknaður út nauðsynlegur fjöldi virkra þurrkstunda til þess að ná æskilegu þurrkstigi, þ.e. stunda á tímabilinu kl. 9-21. Við útreikninginn er reiknað með meðalþurrki daganna sem tilraunimar tvær stóðu. í aðhvarfslíkingunni y = a + bx er hallastuðullinn (b) mælikvarði á þurrkunarhraða heysins. Má sjá að að stuðullinn er þeim mun hærri sem skemmra líður frá slætti að fyrsta snúningi heysins. Tölfræðilegur munur er ekki á hallastuðlum a- og b-liða, eu c-liður sker sig lítið eitt frá hinum tveimur. Það er aðeins í fyrri tilrauninni sem munur reyndist vera á d- og e- liðum. Hallastuðlar kvöldslægjunnar em hærri en hallastuðlar morgunslægjunnar. Hey, slegið að kvöldi, virðist því hafa þomað hraðar en hey, slegið að morgni, miðað við sama þurrk. Hins vegar varð legutími kvöldslægjunnar á velli lengri en morgunslægjunnar, og um það getur munað í ótryggu tíðarfari. Nam munurinn a.m.k. 10 klst miðað við þurrkun að rúllubaggastigi (45% þe.). Óvíst er hvað veldur mun á þurrkunarhraða heysins eftir 21

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.