Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 27

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 27
sláttutíma. Hugsanlega lamast frumumar að einhverju leyti við það að grasið liggur slegið yfir nóttina í þurrkleysu, þannig að þær veita minni mótstöðu gegn vökvatapi að morgni þegar þurrkur tekur að vaxa á ný, gagnstætt grasi, sem slegið er árdegis, þegar starfsemi frumanna er tekin að eflast að nýju. 2. tafla. Meðalþurrkunartími heysins, kist Nauðsynlegar fjöldi þurrkstunda I. tilraun b a r2 að 35% að45% að 55% a-morg. snúið strax 2,86 17,7 0,98 11 17 24 b-morg. snúið eftir 3 klst 2,78 16,5 0,97 12 19 25 c-morg. snúið eftir 6 klst 2,65 15,2 0,92 14 >: 20 27 d-kvöld, snúið strax 4,04 19,0 0,99 7 12 16 e-kvöld, snúið að morgni II. tilraun 3,26 19,4 0,95 9 14 20 a-morg. snúið strax 3,21 29,8 0,96 3 9 14 b-morg. snúið eftir 3 klst 3,41 30,1 0,93 3 8 13 c-morg. snúið eftir 6 klst 1,91 31,9 0,75 3 12 22 d-kvöld, snúið strax 3,39 27,5 0,99 4 9 15 e-kvöld, snúið að morgni 3,33 26,2 0,99 5 10 16 Munur á þurrktíma að gefnu þurrkstigi á milli tilraunanna iiggur í mismun á þurrkstigi heysins við sláttinn. í athugun með fleirþátta aðhvarfi virtust þessi áhrif vera línuleg. Úr báðum tilraunum mátti lýsa sameiginlegum þurrkunarferli heysins í a-, b- og c-liðum þannig: y = 2,797 Xj + 1,696 x2 -13,4 R2 = 0,90 P < 0,05 þar sem y er þurrefni heysins á þurrkunartíma (%), x, er þurrkurinn (kPa-klst) og x2 þurrefni heysins við slátt (%). 3.2 Breytingar á fóðurgildi heysins. Breytingar á fóðurgildi heysins á þurrkunartíma voru mældar með meltanleika þurrefnis þess. Niðurstöður mælinganna eru sýndar á 2. mynd. Þar er meltanleiki þurrefnis í heyi allra liða að lokinni forþurrkun á velli að svipuðu þurrkstigi sýndur sem hlutfall af meltanleika heysins við slátt að morgni (a-, b- og c-liðir). Myndin sýnir meðaltal beggja tilraunanna. Miðað er við - 40% þurrefni heysins við hirðingu í tilraun I en - 50% í tilaun n. í heild rýmaði meltanleiki heysins á velli lítið, eða aðeins um 2-5%. Var munur á milli liða óverulegur. Hvað minnst varð rýmunin í því heyi sem slegið var árdegis og snúið þegar í stað en hey slegið að kvöldi lá lítt eftir; mismunurinn var ekki marktækur. Það er athyglisvert að meltanleiki heysins, sem slegið var að kvöldi, rýmaði ekki við vallþuirkunina. Munurinn sem sjá má á 2. mynd er eingöngu til kominn vegna þess að í báðum tilraunum reyndist meltanleiki heysins, sem slegið var að kvöldi, u.þ.b. 3 %- stigum minni en meltanleiki heysins, sem slegið var að morgni. Hins gagnstæða hefði 22

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.