Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Síða 29

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Síða 29
I b-mo. d-kv. e-kv. 3. mynd. Breytingar á sykrumagni heysins frá slætti til hirðingar. í báðum tilraununum reyndist sykrumagnið að lokinni forþurrkun hvað mest f því heyi sem slegið var að kvöldi og snúið þá þegar. Var þð sykrumagnið við sláttinn síst meira í kvöldslegna heyinu en hinu morgunslegna. Hér koma því fram svipuð áhrif og áður var lýst hvað meltanleika kvöldslegna heysins snerti. Litlu skipti hvenær heyinu var fyrst snúið; a-liðnum hélst að vísu best á sykrunum fyrstu 3 stundimar eftir sláttinn í báðum tilraunum, en þau áhrif hurfu er leið á þurrkunartímann. Hneigðar gætti í þá átt að sykrumagnið yxi eftir því sem heyi varð þurrara (0,10 > P > 0,05). Til er að plöntufrumumar haldi nokkurri tillífun áfram eftir sláttinn (Watson og Nash 1960), en einnig er hugsanlegt að sykruaukninguna megi rekja til niðurbrots kolvetna í plöntufmmunum (hýdrólýsu) meðan á forþurrkun stendur. Hlutfall einstakra sykra breyttist sáralítið á þurrkunarskeiðinu. Bendir það til þess að jafnt og þétt hafi dregið úr starfsemi plöntufmmanna við þurrkunina, og að verkun hafi ekki haft önnur áhrif á sykmmagn heysins. Súkrósi var reikulastur sykranna, rétt eins og reynst hefur vera í grösum á rót (Bjami Guðmundsson 1995 eftir Waite og Boyd 1953). Hlutfall glúkósa af sykmm hélst mjög svipað allan þurrkunartímann; um 43% í tilraun I en 36% í tilraun II. Þar sem hann er aðalhráefni mjólkursýmgerjunar má því segja að hæfni heysins til votheysgerðar hafi að þessu leyti s£st rýmað við forþurrkunina. Meðalsykmmagnið í heyinu nam 128 g/kg þe. í tilraun I en 100 g/kg þe. í tilraun II. Daufrar (línulegrar) fylgni gætti á milli meltanleika þurrefnis og sykmmagns heysins (r = 0,04 ... 0,05). Sterkari fylgni hefði mátt vænta. 3.4 Bufferhæfni heyslns. Bufferhæfni er einn þeirra mælikvarða sem nota má til að meta hæfni heys til votheysgerðar (McDonald ofl. 1991). Æskilegt er að hún sé lítil, því þá þarf lítið af sým til þess að breyta sýrastigi heysins. Bufferhæfni fóðurjurta fer m.a. eftir plöntutegundum (Greenhill 1964) og ábomu magni köfnunarefnis (Podkówka og 24

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.