Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 31

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 31
rúlluböggum að a.m.k. 40% þe. verið ráðlögð, svo niðurstöður mælinga á bufferhæfni þessa heys styðja þá reglu f heyinu, sem slegið var að kvöldi, virðist bufferhæfnin hins vegar hafa verið orðin mun meiri þegar að þessu þurrkstigi var komið (> 45 mE/100 g þe.). Að þessu leyti ætti því morgunsláttur að auðvelda súrsun forþurrkaðs heys. Playne og McDonald (1966) fundu að lífrænar sýrur í grasinu, einkum þó malik- og sítrónsýra, réðu mestu um bufferhæfnina, en nefna einnig að efni eins og nítrat geti komið við sögu. Fall bufferhæfni með þurrkstigi töldu þeir því einkum mega skýra með rýmun sýranna við forþurrkun heysins. Hugsanlega má einnig skrifa öra hækkun bufferhæfni kvöldslegna heysins á reikning nítratmyndunar í því yfír nóttina. Hey, slegið að morgni, lendir hins vegar í hlýrra veðri og sterkari þurrki, svo hagstæð skilyrði til nítratmyndunar ættu vart að vera til staðar. Gera þyrfti ýtarlegri efnamælingar til að ganga úr skugga um þetta atriði. Meltanleiki þurrefnis og bufferhæfni heysins virtust fylgjast að, þótt fylgnin reyndist aðeins vera marktæk í tilraun n. Ekki gætti marktækrar fylgni á milli bufferhæfni og sykrumagns heysins. 3.5 Á að slá að kvöldi eða morgni? Niðurstöður þessara tilrauna staðfestu það, sem áður hafði komið ffam, að þurrkun heys á velli verður einkum á tímabilinu kl. 9 til kl. 21. Utan þess tíma er eimhungur loftsins yfirleitt of lítið til þess að umtalsverð þurrkun geti orðið. Það er því skynsamleg regla, sem ýmsir bændur hafa, að slá í þurrk utan þessa tfinabils, en nýta það þeim mun betur til þurrkunar heysins. Með þessum tilraunum átti m.a. að leita svara við því hvort betra væri að slá í þurrk að morgni eða að kvöldi dags, þegar litið væri til þurrktfina og varðveislu fóðurefna. Nota má niðurstöðutölumar í 2. töflu til þess að áætla hirðingartíma, t.d. miðað við að verka eigi heyið í rúlluböggum eða hirða það í öfluga súgþurrkun, með 45% þe. Gera má samanburð á morgunslegnu heyi (slegið ekki síðar en kl. 9) og heyi sem slegið hefur verið kvöldið áður og ganga út frá meðalþurrefnisprósentu heysins við slátt úr tilraununum tveimur (21,0% að morgni og 22,5% að kvöldi). Gert er ráð fyrir þurrki svipuðum og varð í þessum tilraunum. Morgunslegna heyið (a-c liðir) yrði þá hirðandi á tímabilinu kl. 10-21 á öðrum þurrkdegi; þeim mun fyrr að deginum sem skemmra leið frá slætti til fyrsta snúnings. Kvöldslegna heyið (d-e liðir) yrði hirðandi undir kvöld fyrsta þurrkdags eða árdegis annart þurrkdaginn. Gæti þá munað um að heyinu hefði verið snúið strax eftir sláttinn, jafnvel þótt nótt færi í hönd! Hugsanlega er það leið til þess að nýta betur en ella fyrstu þurrkstundir næsta morguns ef gefast. Veður, þ.e. gæði þurrks, og það þurrkstig, sem stefnt er að við hirðingu, ráða miklu um það hvort heyið verður hæft til hirðingar deginum fyrr eða seinna. Niðurstöður tilraunanna benda til þess að þurrkhraðamunur á kvöld- og morgunslegnu heyi skipti einnig máli og að hann megi hagnýta til þess að stytta legutíma heysins á velli, a.m.k. í einsýnum heyþurrki. Niðurstöður tilraunanna hvað varðar meltanleika þurrefnis og sykrumagn heysins 26

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.