Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Síða 32

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Síða 32
mæla einnig með því að slá að kvöldi, því þannig varðveittist meltanleiki heysins öllu betur og heyið var sykruríkara er að hirðingu kom. Sé tekið mið af niðurstöðum rannsóknar á dægursveiflum meltanleika, sem gerðar voru á Hvanneyri sumarið 1993 (Bjami Guðmundsson 1995), gæti ábati af kvöldslætti numið 2-3 % í meltanleika og í þessum tilraunum mældist sykrumagn kvöldslegna heysins 4-5% meira en morgunslegna heysins, er að hirðingu kom. Rannsaka þyrfti nánar hvort þetta er munur sem einhverju máli skiptir við aðrar aðstæður, því tilraunimar vom gerðar í fremur góðri heyskapartíð. Niðurstöður tilraunanna benda aftur á móti til þess að hey, sem slegið er að morgni, eigi að vera heldur auðveldara að súrsa en hey, sem slegið er að kvöldi, þvf bufferhæfni morgunslegna heysins reyndist töluvert minni er líða tók á þurrkun heysins. Sé heyið forþurrkað fyrir verkun f rúlluböggum (að a.m.k. 45% þe.) ætti þessi munur þó ekki að skipta teljandi máli, vegna þess hve þá reynir orðið lítið á gerjun heysins. Með því að snúa strax eftir sláttinn mátti draga úr rýmun meltanleika þurrefnis, en það er líka leið til þess að jafna þurrkun heysins. Fyrir votheysgerð er síðastnefnda atriðið mjög mikilvægt; jöfn og góð verkun þess án skemmdarbletta næst því aðeins að heyið hafi verið jafnþurrt og tuggulaust við hirðingu (Pauly 1994). 4. ÞAKKIR Við öflun gagna í rannsókn þessa lagði starfsfólk bús og rannsóknastofu Hvanneyrarskóla fram aðstoð. Veðurstofa íslands útvegaði gögn byggð á mælingum í veðurathugunar- stöðinni á Hvanneyri. Þessum aðilum er þökkuð aðstoðin. 5. HEIMILDIR Ásdfs Helga Bjarnadóttir 1993. Sláttur og snúningur heys við forþurrkun á velli. Óbirt námsverkefni við Búvísindadeild. 10 bls. Bjami Guðmundsson 1991. Rundballesurfór - konservering og fóringsverdi. NJF-seminar nr. 201, Sekt. VII, Hveragerði, 24.-25. okt. 1991, 10 bls. (fjölrit). Bjami Guðmundsson 1995. Athugun á dægursveiflum meltanleika og efnamagns þriggja grastegunda. sjd bls. 28-35 í þessu riíi. Greenhill, WI,. 1964. The Buffering Capacity of Pasture Plants with Special Reference to Ensilage. Aust. J. Agric. Res., 15:511-519. McDonald, P., A.R. Henderson og Sh. Heron 1991. The Biochemistry ofSilage. Chalcombe Publ., 340 bls. Pauly, T.M. 1994. Ensilering av lángstráigt grönfoder. SHS/SLU's Utfodringskonferens 1994, bls. 26-31. Playne, MJ. og P. McDonald 1966. The Buffering Constitutents of Herbage and of Silage. J. Sci. FdAgric., 17:264-268. Podkówka, W. og A. Potkanski 1991. Forage conservation as influenced by chemical and physical properties of the crop. f: Forage Conservation towards 2000, FAL-Sonderheft 123, bls. 2-15. Watson, S. og MJ. Nash 1960. Conservation ofGrass and Forage Crops. Oliver & Boyd, London, 758 bls. 27

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.