Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 34
1. INNGANGUR
Hey er undirstaða fóðrunar búQárins um mestan hluta árins. Gæði þess eru mismunandi.
Þar koma margir áhrifaþættir við sögu, tengdir vaxtarskilyrðum, þroskastigi, tegundum
og ræktun fóðursins svo og verkun þess og geymslu. Starfsemi plantnanna fylgir einnig
dægursveiflum ljóss og tiltækrar orku (Butler og Bailey 1973). Fjölmargar rannsóknir
hafa verið gerðar á orsökum mismunar á fóðurgæðum íslenskra grasa (sjá t.d. Bjöm
Jóhanneson og Kristín Kristjánsdóttir 1954; Sturla Friðriksson 1960; Magnús Óskarsson
og Bjami Guðmundsson 1971; Friðrik Pálmason ofl. án árs; Hólmgeir Bjömsson og
Jónatan Hermannsson 1983). Við þá áherslu sem bændur leggja nú á gæði heyjanna
skiptir máli að geta hagnýtt áhrifaþætti hráefnisgæða þegar ráðslagað er um ræktun grasa
og sláttutíma.
Dægursveiflur í sykmmagni fóðuijurta hafa verið rannsakaðar rækilega (sjá t.d.
Waite og Boyd 1953; Holt og Hilst 1969; Smith 1973) en dægursveiflum annarra efna,
sem varða fóðurgæði og heyverkun, hefur verið gefinn minni gaumur. Ekki er vitað um
innlendar rannsóknir á þessu sviði ef frá er talin athugun á dægursveiflu vatnsmagns í
túngrösum (Bjami Guðmundsson 1970).
Með hliðsjón af niðurstöðum sláttutíma- og heyþurrkunartilrauna á Hvanneyri
sumarið 1992 (Bjami Guðmundsson og Ásdís Helga Bjamadóttir 1995) var gerð athugun
á dægursveiflum nokkurra efna f túngrösum sem skipta máli fyrir fóðurgildi heysins og
verkun, ef vera kynni að sveiflumar skiptu einhveiju máli við val á tíma dags til sláttar.
2. EFNI OG AÐFERÐ
Athugunin var gerð á þremur grastegundum; vallarsveifgrasi (Fylking), vallarfoxgrasi
(Korpa) og beringspunti (Northcoast) á miðjum túnaslætti sumarið 1993. Grassýni vom
tekin úr grastegunda- og stofnatilraun á Hvanneyri (nr. 814-820), - alls níu sinnum
dagana 12.-14 .júlí 1993; á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 23, sem ætla má að nái yfir algengan
tíma til sláttar. Til marks um þroskastig grasanna þegar athugun var gerð má hafa það að
vallarfoxgrasið á sýnatökureit var að skríða dagana 11.-12. júlí.
Sýni vom tekin þannig að klippt vom grasknippi við eðlilega „sláttunánd “ (5-7 cm
stubblengd) úl frá sama punkti í hverjum grasreit. Grassýnunum var komið í frysti innan
15 mín frá töku þeirra. Á rannsóknastofu fengu þau hefðbundna meðferð; þau vom
þurrkuð við 60°C í 24 klst og síðan möluð. Meltanleiki þurrefnis var mældur með pepsín-
sellulasa aðferð og hrápróteinið (sem N í þe.) með Kjeldalh-aðferð. Sykrur vom mældar
með hvataaðferð (ensymatic-). í þurrefni heysins vom þessar sykmr mældar: glúkósi,
frúktósi og súkrósi, en þær em gjaman nefndar vatnsleysanlegar sykrur.
Veður var allbreytilegt á athugunarskeiðinu en í stuttu máli má lýsa því þannig:
12. júlí: síðd.: ...hálfskýjað; NA-kaldi og gola;
13. júlí: árd.: ...ýrði úrlofti um nóttina; skýjað, hægviðri/logn;
- síðd.: ...alskýjað, skúrir, hæg SV-átt;
14. júK: árd.: ...flóðblautt á í morgunsárið; sólskin og A/NA-gola;
- síðd.: ...sólskin og NA-kaldi; þurrkur.
29