Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 35

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 35
Til nánari glöggvunar er hitarit tímabilsins úr veðurathugunarstöðinni á Hvanneyri sýnt á 1. mynd. Þar er skráður ferill lofthitans í 2 m hæð frá jörðu á 2 klst bili frá kl. 16 þann 12. júlí til kl. 24 þann 14. júlí 1993. 1. mynd. Lofthiti á athugunartíma (2 m hæð). 3. NIÐURSTÖÐUR Þar sem sýni voru ekki tekin samfellt yfir allan sðlarhringinn heldur aðeins yfír algengasta „heyvinnutímann," var áhrifa dægursveiflnanna leitað með því að reikna fygni efnamagns grasanna og tíma sýnatökunnar með kl. 24 sem núllpunkt. f leif breytileikans felast þá m.a. áhrif veðurþátta en þau verða vart greind af nákvæmni á svo stuttu mæliskeiði. a. Þurrefni heysins. Mikill breytileiki var í þurrefnisprðsentu grasanna en ekki gætti reglulegrar dægursveiflu í henni. Þar réðu aðrir þætti meiru, einkum úrkoma (náttdögg og regn). f l.töflu eru tölur sem gefa hugmynd um breytileika þurrefnisprösentu og vatnsmagns í grösunum. 1. tafla. Vik þurrefnisprósentu og vatnsmagns í grösunum Meðaltal mest minnst Mismunur % þe. %þe. % þe. kg vatnAg þe. Vallarsveifgras 24,2 32,0 19,0 2,14 Vallarfoxgras 23,4 31,0 30,3 1,70 Beringspuntur 21,4 26,0 17,2 1,97 Munur á mesta og minnsta vatnsmagni í grösunum svaraði til 1,7-2,1 kg af vatni pr. kg af þurrefni. f sterkum þurrki gufar þetta vatn fljótt úr heyinu en það getur hins vegar valdið vanda ef hirða þarf fóðrið beint af ljá t.d. til súrsunar eða hraðþurrkunar. b. Meltanleiki þurrefnis. í ljós kom að meltanleiki þurrefnis fór að jafnaði heldur hækkandi þegar leið á daginn eins og eftirfarandi aðhvarfslíkingar sýna en f þeim er y meltanleiki þurrefnis (%) og x tími í klst frá miðnætti sem viðmiðun (kl. 24: x = 0): 30

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.