Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 36

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 36
vallarsveifgras y = 0,100 x + 74,6 r? = 0,68 P = 0,006 vaUarfoxgras [y = 0,148 x + 71,3] = 0,36 P = 0,090 beringspuntur [y = 0,167x + 64,7] r% = 0,37 P = 0,084 Breytileiki af öðrum orsökum er nokkur en að baki hverri líkingu liggja 9 mælingar. Vallarsveifgrasið fylgir reglunni hvað skýrast. Nú er mæling á meltanleika ekki mjög nákvæm í eðli sínu, svo vart er rétt að leggja mikið upp úr aukastafamismun. Fram kemur að meltanleiki þurrefnis steig að meðaltali um 0,10-0,17 prósentustig á klst á tímabilinu ffá kl.7 til kl. 23. Svarar það til þess að meðalmeltanleiki grastegundanna þriggja hafi verið 71,3% árdegis (kl. 8) en 73,0% síðdegis (kl. 20). Hugsanlega hefur þessi munur þýðingu við val á tíma dags til sláttar, sjá 4. kafla. c. Hrápróteinmagn. Hrápróteinmagn grasanna hélst mjög stöðugt og í því gætti engrar dægursveiflu líkt og í meltanleika þurrefnis (r < 0,10). Þetta er sama niðurstaða og Waite og Boyd (1953) komust að í rannsókn á rýgresi. Meðalgildi meltanlegs hrápróteins voru þessi (tölur í svigum tákna sveiflustuðul, %): vallarfoxgras 139 g/kg þe. (9%) beringspuntur 145 -- (8%) vallarsveifgras 200 - (8%) d. Sykrur. í heildarsykrumagni grasanna mældist töluverður breytileiki og hann var ekki auðvelt að skýra. Sömu hneigðar gætti þó í öllum grastegundunum. Sykrumagnið féll frá fyrsta degi fram á morgunn þess þriðja. Gætu þar verið á ferð bein veðuráhrif: dagana fyrir athugunina var veður afar sólríkt þótt ekki væri mjög hlýtt, en á öðrum degi athugunarinnar (13. júlí) varð veður þungbúið og gerði nokkra úrkomu undir kvöld. Þriðja daginn glaðnaði til og steig þá sykrumagnið lítið eitt. Að jafnaði gætti hneigðar til þess að sykrumagn yxi er leið á daginn, en ekki var fylgnin marktæk (P = 0,10 ... 0,55; línulegt aðhvarf). Áhrifin eru mun minni en t.d. Holt og Hirst (1969) fundu í rannsókn á vallarsveifgrasi. Heldur sterkari hneigðar gætti í þá átt að sykrumagnið yxi með hitastiginu (P = 0,01 ... 0,43). Það var aðeins í vallarfoxgrasi sem sykrumagnið fylgdi hitastiginu, svo víst væri. Reynt var aðhvarf sykrumagns að tíma og hitastigi. Kom fram að fylgnin var aðeins tölfræðilega örugg fyrir vallarfoxgrasið. Má lýsa henni þannig: y = 84 + 0,693 x, + 2,914 x2 R2 = 0,75 P < 0,05 þar sem y er sykrumagnið, mg/g þe., Xj tími sólarhrings (kl. 24 = 0) og x2 lofthiti í 2 hæð við sýnatöku. Með hliðsjón af votheysgerð má skoða sykrumagn grasanna í hlutfalli við vatns- magnið í þeim, þvf úr sykrinum gerjast mjólkursýran sem þarf til nauðsynlegrar lækkunar á sýrustigi vökvafasa heysins (Lindgren 1994). Hlutfallið er að vonum hagstæðast síðdegis, þegar þurrefnisprósenta grasanna er hvað hæst (sjá 2. mynd). Sveiflan er til muna minni í vallarsveifgrasinu en hinum tegundunum tveimur. í sykru/vatns-hlutfallinu munar meira en helmingi á hæstu og lægstu gildum tímabilsins sem sýni náðu til. 31

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.