Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 38
Ekki reyndust dægursveiflur skýra breytileika í súkrósamagni grasanna fremur en
breytileika í sykrunum öllum því fylgni súkrósamagns og tíma var afar veik (P = 0,13 ...
0,96). Aftur á móti má skýra allmikinn hluta breytileika súkrósans (y) með lofthita á
sýnatökutíma (x), sbr. eftirfarandi jöfnur:
vallarfoxgras y = 3,0 x - 7,5 r2 = 0,56 P = 0,02
vallarsveifgras y = 2,2 x -12,3 r2 = 0,44 P = 0,05
beringspuntur [y = 3,3 x + 4,7] r2 = 0,21 P > 0,05
Á þeim hásumardögum sem athugunin var gerð á virðist hrynjandi dagsins því hafa haft
mun minni áhrif á sykrumyndun grasanna en sveiflur annarra umhverfisþátta, t.d.
hitastigs.
Lundén Petterson og Lindgren (1990) fundu að sykrumagn og þurrefnishlutfall
grasa hafði mest áhrif á gæði votheys úr þeim. Ætti að ná viðunandi votheysgæðum úr
fersku grasi án notkunar fblöndunarefna fundu þeir að magn vatnsleysanlegra sykra
(frúktanar einnig taldir með) þyrfti að vera meira en 25 mg/g heys (vatn+þurrefni). í
þessari athugun náðu öll grösin þeim viðmiðunarmörkum svo fremi að ekki væri um
döggvota slægju að ræða.
4. UMRÆÐUR
f athugun þessari mældust dægursveiflur efnamagns grastegundanna þriggja fremur
óljósar. Hafa verður í huga að athugunin nær aðeins yfir skamman tíma og var gerð í
breytilegu veðri, en hvort tveggja getur dulið dægursveiflumar. Hún var einnig gerð á
hásumri, í hásprettu og þar á jarðarhveli sem Hklegt er að fleiri þættir en birta og daglengd
ráði miklu um efnamyndun grasa.
Dægursveifla meltanleika, sem mældist í vallarfoxgrasi og einnig gætti í hinum
grastegundunum tveimur, er athuglisverð, m.a. vegna þess að hliðstæðar sveiflur var ekki
að finna f ferilsykrum grasanna (nonstructural carbohydrates) né próteinmagni þeirra.
Kann að vera að dægursveiflur meltanleika tengist fremur dægurbundnum takti
„hýdrólýsu“ í grösunum en sjálfri efnamyndun (þurrefnisaukningu) þeirra, sjá m. a.
Krotkov (1943) eftir Holt og Hirst (1969). Því væri fróðlegt að kanna nánar fonnsykrur
(structural carbohydrates) og tréni grasanna, svo sem NDF og ADF auk öskumagns, ef
vera kynni að f þeirn fælist skýring á orsökum dægurbundins breytileika í mældum
meltanleika þurrefnis.
Eftir sláttinn halda lífshræringar plöntufrumanna áfram að töluveru leyti. Með
hefðbundnum heyverkunaraðferðum, t.d. forþurrkun og votheysgerð, líða jafnan nokkrar
klukkustundir þar til sverfa tekur að frumunum sakir vatnsskorts og súrefnisleysis. Á
þeim tíma ganga þær á eigin næringu, einkum einsykrumar (McDonald ofl. 1991). Með
hraðri þurrkun (og fullkominni útilokun súrefnis) má draga nokkuð úr þessu efnatapi, sem
að öðru leyti er óumflýjanlegur herkostnaður heyverkunarinnar. Niðurstöður sláttutíma-
33