Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Side 122

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Side 122
120 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR 1. Allt fé er hægt að flokka í tvo litarflokka: hvítt og mislitt. 2. Gult (írautt) fé á að flokka með hvítu, ef guli liturinn er eina litarefnið, sem sést á kindinni. 3. Mislitt fé hefur alltaf annaðhvort svart eða mórautt litarefni á þeim hlut- um líkamans, þar sem liturinn kemur fram, en aldrei bæði þessi litarefni samtímis. 4. Fjórar sjálfstæðar litamyndir (patterns) eru þekktar, þ. e. grátt (blanda af dökkum og hvítum hárum), golsótt (dökkur kviður, Ijós efri hluti), botnótt (Ijós kviður, dökkur efri hluti) og grábotnótt (Ijós kviður, grár efri hluti). 5. Litamyndir þær, sem til eru á mislitu fé, koma fram óháð því, hvort litar- efnið er svart eða mórautt. 6. Tvílitur í mislitu fé (hvítar skellur á dökkri kind) kemur fram óháð teg- und litarefnis og óháð litamyndum. í ljós hefur komið, að alls má búast við 16 mismunandi aðalgerðum af mislit, þegar litarefnin svart og mórautt eru tengd öllum tegundum litamynda og gert er ráð fyrir, að mislit kind geti sýnt tvær, eina eða enga af ofangreindum lita- myndum. Þá er ekki gerður greinarmunur á því, hvort kindin er einlit eða tvílit. Þegar hvíta litnum er bætt við, fást því alls 17 aðallitir í íslenzku sauðfé. Þessum litum hafa verið gefin númer frá 01—17, og á bls. 10 og áfram eru 1 itirnir skráðir í númeraröð. Þar er gefið enska heitið, sem notað er í ritgerð- inni, en jafnframt þau heiti, sent notuð hafa verið um litinn i öðrum ritgerð- um, þar sem miklar líkur eru á, að um sama lit sé að ræða. Þá er þar jafnframt vísað í þær ritgerðir, þar sem hlutaðeigandi lit hefur verið lýst. Enn fremur er hverjum þessara 17 lita lýst nákvæmlega frá bls. 9 og áfram, og litmvndir af flestum litunum birtar jafnframt. Þá er lýst talnakerfi, sem notað hefur verið til að flokka mismunandi afbrigði af tvílit (bls. 18 og áfram) og gefin heiti á ensku og íslenzku á öllum helztu fyrirbærum af tvílit ásamt skilgreiningu á því, hvaða tegund af tvílit hvert heiti er látið tákna. III. kafli. SKIPULAGÐAR ÆXLUNARTILRAUNIR í þessum kafla er gerð grein fyrir þeim aðferðum, sem notaðar voru við að velja saman til æxlunar einstaklinga. Var eftir föngum reynt að velja þá þannig, að sem mestar upplýsingar fengjust um erfðir hvers eiginleika með sem fæstum pörunum og sem fæstum einstaklingum úr hverri. Þá er lýst niðurstöðum fyrstu dlraunanna, sem gerðar voru með hrúta af ákveðnum litum, sem notaðir voru til áa af ákveðinni gerð. í kaflanum er skýrt frá notkun grágolsótts hrúts á svartar ær og hvítar ær, sem höfðu áður átt svört lömb (tafla 1) og notkun svartgolsubotnótts hrúts á hvítar ær, sem höfðu átt svart og mórautt áður, og auk þess á gráar, svartar og mórauðar ær (tafla 2). Niðurstöðurnar af notkun þessara tveggja hrúta bentu eindregið til þess, að erfðavísanir fyrir gráu, golsóttu og botnóttu væru samstæðir. Tilraun með hvítan hrút undan svartgolsubotnóttum hrút benti til þess, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.