Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Blaðsíða 126
124 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
(± meðalfrávik tíðninnar) var At: 0.679 ± 0.020; A2:0.064 ± 0.010; A;{: 0.007
± 0.004; A4: 0.031 ± 0.007; A5: 0.219 ± 0.018 og A6:"o.OOO.
VII. kafli. RANNSÓKN KLOFNINGSHLUTFAI.LA í SÆTUM B OG S
Og TENGSL MILLI SÆTA
Klofningshlutföll í B-sætinu reyndust koma vel heim við það, sem vænta mátti,
og engin tilfelli með óvæntum litum komu fyrir.
Klofningshlutföll í S-sætinu komu líka vel heim við það, sem vænta mátti.
Eitt einlitt lamb kom fyrir í pörun, þar sem búizt var við tvílit.
Erfðavísar í B- og S-sætunr hölðu engin áhrif á frjósemi.
Takmörkuð gögn voru fyrir hendi til að dæma um tengsl milli sæta, en engin
bending fannst um það, að sætin A, B og S væru tengd.
VIII. kafli. ÁLYKTANIR UM ERFÐIR Á SAUÐALITUM
I þessum kafla eru niðurstöður rannsókna á erlendu sauðfé bornar saman við
þær niðurstöður, sem gerð eru skil í ritgerð þessari. Einkurn eru tekin til með-
ferðar þau tilfelli, þar sem verulega ber á milli ályktana. Bent er á atriði, sem
hafa getað valdið annarri túlkun á erfðareglum en þeirri sem sett er fram hér,
og niðurstaðan af samanburðinum er sú, að reglur þær, sem hér eru settar
fram, hafi að öllum líkindum alnrennt gildi fyrir önnur sauðfjárkyn.
IX. kafli. VERKUN ERFÐAVÍSA í LITASÆTUM í SAUÐFÉ
OG HLIÐSTÆÐUR VIÐ LITASÆTI í MÚSUM
Áhrif erfðavísanna x A-sætinu eru fólgin í því að hindra framleiðslu þess
litarefnis, sem erfðavísar B-sætisins framleiða. Hindrunaráhrif A-erfðavísanna
eru annaðhvort bundin við ákveðna líkamshluta, t. d. í botnóttu, þar sem A4-
erfðavísirinn hindrar litamyndun á kvið, eða þau eru bundin við ákveðna hár-
sekki, eins og t. d. í gráu, þar sem A2-erfðavísirinn hindrar litamyndun í þel-
hárasekkjum, en hefur ekki áhrif á toghárasekki í arfblendnu ástandi.
Áhrif erfðavísa í A-sætinu í músum á mismunandi líkamshluta eru mjög lík
því, sem gerist í sauðfé, en ekki hafa enn fundizt A-erfðavísar í músum, sem
hafa áhrif á ákveðna hársekki eingöngu.
Erfðavísar B-sætisins í sauðfé virðast fyllilega sambærilegir við erfðavísa B-
sætisins í músum.
Erfðavísar S-sætisins í sauðfé eru líka sambærilegir við erfðavísa S-sætisins í
músum, en þó enn líkari erfðavísum S-sætisins í naggrísum.
í arfhreinum, flekkóttum músum myndast hvítir flekkir fyrir þá sök, að
litamóðurfrumur (melanocytes) vantar algerlega í skinnið í hvítu blettunum,
og þar getur því hvorki myndazt litur í húð né hári.
í naggrísum og sauðfé hafa litamóðurfrumurnar, sem flytjast í húðvefinn frá
mænufellingunni, orðið fyrir töfum á ferð sinni og einnig fækkað eitthvað.