Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Side 126

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Side 126
124 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR (± meðalfrávik tíðninnar) var At: 0.679 ± 0.020; A2:0.064 ± 0.010; A;{: 0.007 ± 0.004; A4: 0.031 ± 0.007; A5: 0.219 ± 0.018 og A6:"o.OOO. VII. kafli. RANNSÓKN KLOFNINGSHLUTFAI.LA í SÆTUM B OG S Og TENGSL MILLI SÆTA Klofningshlutföll í B-sætinu reyndust koma vel heim við það, sem vænta mátti, og engin tilfelli með óvæntum litum komu fyrir. Klofningshlutföll í S-sætinu komu líka vel heim við það, sem vænta mátti. Eitt einlitt lamb kom fyrir í pörun, þar sem búizt var við tvílit. Erfðavísar í B- og S-sætunr hölðu engin áhrif á frjósemi. Takmörkuð gögn voru fyrir hendi til að dæma um tengsl milli sæta, en engin bending fannst um það, að sætin A, B og S væru tengd. VIII. kafli. ÁLYKTANIR UM ERFÐIR Á SAUÐALITUM I þessum kafla eru niðurstöður rannsókna á erlendu sauðfé bornar saman við þær niðurstöður, sem gerð eru skil í ritgerð þessari. Einkurn eru tekin til með- ferðar þau tilfelli, þar sem verulega ber á milli ályktana. Bent er á atriði, sem hafa getað valdið annarri túlkun á erfðareglum en þeirri sem sett er fram hér, og niðurstaðan af samanburðinum er sú, að reglur þær, sem hér eru settar fram, hafi að öllum líkindum alnrennt gildi fyrir önnur sauðfjárkyn. IX. kafli. VERKUN ERFÐAVÍSA í LITASÆTUM í SAUÐFÉ OG HLIÐSTÆÐUR VIÐ LITASÆTI í MÚSUM Áhrif erfðavísanna x A-sætinu eru fólgin í því að hindra framleiðslu þess litarefnis, sem erfðavísar B-sætisins framleiða. Hindrunaráhrif A-erfðavísanna eru annaðhvort bundin við ákveðna líkamshluta, t. d. í botnóttu, þar sem A4- erfðavísirinn hindrar litamyndun á kvið, eða þau eru bundin við ákveðna hár- sekki, eins og t. d. í gráu, þar sem A2-erfðavísirinn hindrar litamyndun í þel- hárasekkjum, en hefur ekki áhrif á toghárasekki í arfblendnu ástandi. Áhrif erfðavísa í A-sætinu í músum á mismunandi líkamshluta eru mjög lík því, sem gerist í sauðfé, en ekki hafa enn fundizt A-erfðavísar í músum, sem hafa áhrif á ákveðna hársekki eingöngu. Erfðavísar B-sætisins í sauðfé virðast fyllilega sambærilegir við erfðavísa B- sætisins í músum. Erfðavísar S-sætisins í sauðfé eru líka sambærilegir við erfðavísa S-sætisins í músum, en þó enn líkari erfðavísum S-sætisins í naggrísum. í arfhreinum, flekkóttum músum myndast hvítir flekkir fyrir þá sök, að litamóðurfrumur (melanocytes) vantar algerlega í skinnið í hvítu blettunum, og þar getur því hvorki myndazt litur í húð né hári. í naggrísum og sauðfé hafa litamóðurfrumurnar, sem flytjast í húðvefinn frá mænufellingunni, orðið fyrir töfum á ferð sinni og einnig fækkað eitthvað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.