Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Page 123
COLOUR INHERITANCE IN ICELANDIC SHEEP 121
erðavísarnir fyrir gráu, golsóttu og botnóttu væru jafnframt allir samstæðir við
erfðavísinn fyrir hvítu (tafla 3).
Á þessu stigi var hægt að setja fram eftirfarandi tilgátu um fjölda erfðavísa,
sem áhrif hafa á liti, sætin, sem þeir eru í, og styrkleikahlutföll þeirra inn-
byrðis.
Svart litarefni er framleitt af einum erfðavísi, B1( og brúnt (mórautt) litar-
efni af samstæðum, víkjandi erfðavísi, B2.
Litamyndirnar fjórar, grátt, golsótt, botnótt og grábotnótt eru framleiddar af
einum erfðavísi hver. Þessir erfðavísar eru allir samstæðir og eru nefndir A2
fyrir gráu, A3 fyrir golsóttu, A4 fyrir botnóttu og A6 fyrir grábotnóttu. Fimmti
erfðavísirinn í þessu sæti, A5, er áhrifalaus og framleiðir enga litamynd. Erfða-
vísirinn fyrir hvítum lit, A4, tilheyrir líka þessu sæti.
Einlit í mislitu fé veldur einn ríkjandi erfðavísir, S4, en samstæður víkjandi
erfðavísir, S2, veldur tvílit.
Styvkleikahlutföll erfðavísanna í A-sætinu eru eftirfarandi:
Erfðavísir Gefur Iit eða Iitamynd Ríkir yfir Víkur fyrir
Aj hvítt öllum engum
Ag grábotnótt A^, A4, A5 A,
A2 grátt A5 Ai, Ae
a4 golsótt A5 A,
A3 botnótt A5 A,, Ap,
A5 engin litamynd engum öllum
Styrkleikahlutföllunum milli erfðavísanna A2, A3, A4 og A6 er þannig háttað,
að hindrun á litamyndun ríkir yfir litamyndun.
Tilgáta þessi var prófuð í mörgum tilraunum, sem nánar er lýst í III. kafla,
sbr. töflur 4—8, og niðurstöður þessara tilrauna voru allar í samræmi við til-
gátuna.
IV. kafli. SÖFNUN GAGNA ÚR ÆRBÓKUM
í þessum kafla er skýrt frá því, frá hvaða bæjum hafi verið safnað upplýsing-
um um liti úr ærbókum og um hvaða atriði hafi verið safnað upplýsingum til
viðbótar við litina. Auk þess er gerð grein fyrir aðferðum við úrvinnslu á
spjaldagögnum í vélum.
V. kafli. FUNDIN KLOFNINGSHLUTFÖLL í A-SÆTINU
Alls getur komið frarn 21 arfgerð (genotype) við mismunandi samröðun tveggja
erfðavísa í A-sætinu. Hægt er Jiví að fá fram 441 tegund æxlana með Javí að
æxla öllum arfgerðum hrúta við allar arfgerðir áa.