Harmonikublaðið - 01.05.2017, Qupperneq 2
Ávarp formanns
Ágæti harmonikuunnandi
Komandi sumar verður viðburðarríkt og
spennandi fyrir okkur harmonikuunnendur.
Landsmót S.I.H.U. verður haldið á ísafirði,
dagana 29. júní — 2. júlí 2017. Eg er viss um
að þetta verður í alla staði hið glæsilegasta
mót, enda er það Harmonikufélag Vestfjarða
sem stendur fyrir mótinu þetta árið.
Landsmót er eitthvað sem enginn
harmonikuunnandi má láta fram hjá sér fara.
Eg minnist þeirrar upplifunar sem ég varð
fyrir þegar ég fór á mitt fyrsta landsmót 2002,
en þá var landsmótið haldið á Isafirði og var
það mikil skemmtun, þar sem harmonikan
hljómaði um allan bæ. Ég vil hvetja alla þá
sem ekki hafa gert upp hug sinn, að mæta
með góða skapið á Isafjörð og njóta alls þess
sem upp á verður boðið þessa helgi.
Tónleikahald og laugardagsdansleikur verður
í íþróttahúsinu, en spilað og dansað
fimmtudags- og föstudagskvöld á þremur
öðrum stöðum á Isafirði. Unga fólkið sem
nú er að klára sitt harmonikunám í
Kaupmannahöfn, þau Helga Kristbjörg
Guðmundsdóttir, Jónas Ásgeir Ásgeirsson og
Jón Þorsteinn Reynisson munu verða í
fremstu víglínu á tónleikunum, en þau kalla
sig ITríó, auk þess sem hljómsveitir
aðildarfélaga innan S.f.H.U. munu koma
fram á tónleikunum.
Stjórn sambandsins hefur starfað af krafti
þennan vetur og hafa stjórnarfundir verið
nokkrir, þar sem rædd hafa verið þau mál er
upp hafa komið hverju sinni. Hugur stjórnar
hefur þó verið að mestu við komandi
landsmót og hafa þau Sigrún B. Halldórsdóttir
og Pétur Bjarnason setið í landsmótsnefnd
fyrir hönd S.Í.H.U. Það er alltaf svo, að það
ár sem landsmót er haldið er lítið um önnur
verkefni svo sem fjáraflanir, harmonikukeppni
eða annað sem stjórn sambandsins vinnur
að. Það má geta þess að samkomulag hefur
náðst við nýja eigendur INN um að
harmonikuþættirnir munu halda áfram á
þessari ágætu sjónvarpsstöð um óákveðinn
tíma. Þó verða engir nýir þættir sýndir yfir
sumarið, en eldri þættir endursýndir eins oft
og þurfa þykir.
Það var síðastliðið
haust sem ég átti
gott spjall við Hauk
Helga Þorvaldsson
frá Höfn og
ræddum við um
hvort ekki væri
grundvöllur fyrir
því að endurvekja
harmonikufélagið á
Hornafirði. Hann
ræddi þetta við nokkra félaga í heimabyggð
og árangurinn lét ekki á sér standa. Þann 19.
apríl sl. var Félag harmonikuunnenda í
Hornafirði stofnað og fyrsti formaður þess
kjörinn Hrefna Magnúsdóttir. Ég vil óska
öllum harmonikuunnendum við Hornafjörð
og nágrenni til hamingju með þetta og ég
óska nýju félagi og stjórn þess velfarnaðar í
störfum á komandi árum.
Að lokum vil ég óska öllum harmoniku-
unnendum gleðilegs sumars með þökk fyrir
veturinn. Formönnum aðildarfélaga S.Í.H.U.
þakka ég ánægjulegt samstarf, svo og
stjórnarmönnum sambandsins.
GLEÐILEGT SUMAR.
Gunnar Kvaran, formaður
Takk fyrir tónlistina
Síðastliðið sumar brá Guðmundur Samúelsson sér á fornar
heimaslóðir vestur að Hrafnabjörgum í Laugadal í Ogurhreppi
hinum forna, þar sem hann ólst upp. Þar dvaldi hann ásamt
Guðrúnu Jóhannsdóttur, konu sinni, í hjólhýsinu við upprifjanir
og annað grúsk í sumarblíðu. Að sjálfsögðu brá hann fyrir sig
harmonikuleik þegar þannig lá á honum. Hann sat gjarnan fyrir
utan hýsið og lék fyrir náttúruna og umhverfið, þar á meðal nokkra
himbrima sem lónuðu í makindum á Laugabólsvatninu, sem blasir
við af bæjarhlaðinu á Hrafnabjörgum. Þar kom að því að halda
heim og fór hann að tína saman borð og stóla við hýsið, þá tók
hann eftir því að sjö himbrimar lónuðu að vatnsbakkanum og hófu
að syngja. Eftir dágóða góða stund þögnuðu þeir, lyftu sér á vatninu,
blökuðu vængjunum og syntu aftur út á vatnið. Guðmundi fannst
kveðjan falleg og svo undrandi var hann, að síminn gleymdist til
að taka allt saman upp. Þeir virtust þar með vera að þakka fyrir
tónlistina og svara í sömu mynt. Að sjálfsögðu þótti Guðmundi
vænt um hólið, enda óvenjulegt í meira lagi.
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sírni: 456 3485 og 844 0172.
Neífang: assigu@intcrnct.is Vcffang: www.nedsti.is
2